Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 16:06 Þórdís Kolbrún leggur áherslu á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í NATO í ljósi tíðinda af njósnum rússneskra skipa á norrænu hafsvæði. vísir/vilhelm „Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum. Í heimildaröðinni Skuggastríð sem unnin var af fréttamönnum miðlanna DR, NRK, SVT og Yle er greint frá því að rússneski herinn hafi undanfarið kortlagt vindmyllugarða á sjó, gasleiðslur og sæstrengi á norðurslóðum. Áætlunin er sögð þáttur í undirbúningi Rússa ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Greint hefur verið frá því að rússnesk skip hafi kortlagt og ógnað íslenskum sæstreng. Óvissutímar Þórdís Kolbrún segir að eftirlit hafi verið aukið vegna málsins. „Við vitum að þessir kaplar eru mjög krítískir innviðir. En það er mjög mikilvægt að hafa í huga að í Norðursjó er um að ræða kapla sem ekki bara flytja gögn heldur orku, gas og fleira. Þannig það er ákveðinn stigsmunur í því. Það er ástæða fyrir auknu kafbátaeftirliti, allt er það gert til að bæta okkar stöðu vegna hættunnar,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Gæslan telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að rússnesk skip hafi kortlagt sæstrengi landsins. Landhelgisgæslan Í umfjöllun norrænu miðlana er fjallað um möguleg skemmdarverk ýmsum innviðum. Þórdís Kolbrún segir að gögnin sem fram hafi komið veki upp ýmsar spurningar. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings.“ Hún segir áherslu lagða á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Því fylgi einnig aukinn fælingarmáttur. Landhelgisgæslan Utanríkismál NATO Rússland Norðurslóðir Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Í heimildaröðinni Skuggastríð sem unnin var af fréttamönnum miðlanna DR, NRK, SVT og Yle er greint frá því að rússneski herinn hafi undanfarið kortlagt vindmyllugarða á sjó, gasleiðslur og sæstrengi á norðurslóðum. Áætlunin er sögð þáttur í undirbúningi Rússa ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Greint hefur verið frá því að rússnesk skip hafi kortlagt og ógnað íslenskum sæstreng. Óvissutímar Þórdís Kolbrún segir að eftirlit hafi verið aukið vegna málsins. „Við vitum að þessir kaplar eru mjög krítískir innviðir. En það er mjög mikilvægt að hafa í huga að í Norðursjó er um að ræða kapla sem ekki bara flytja gögn heldur orku, gas og fleira. Þannig það er ákveðinn stigsmunur í því. Það er ástæða fyrir auknu kafbátaeftirliti, allt er það gert til að bæta okkar stöðu vegna hættunnar,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Gæslan telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að rússnesk skip hafi kortlagt sæstrengi landsins. Landhelgisgæslan Í umfjöllun norrænu miðlana er fjallað um möguleg skemmdarverk ýmsum innviðum. Þórdís Kolbrún segir að gögnin sem fram hafi komið veki upp ýmsar spurningar. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings.“ Hún segir áherslu lagða á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Því fylgi einnig aukinn fælingarmáttur.
Landhelgisgæslan Utanríkismál NATO Rússland Norðurslóðir Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30
Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31