Fótspor mannvirkja Ragnar Ómarsson skrifar 20. apríl 2023 17:32 Á árinu 2022 var gefinn út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi og markar útgáfan tímamót í sjálfbærniþróun mannvirkja. Í fyrsta sinn hafa Íslensk stjórnvöld og aðilar mannvirkjageirans fengið í hendurnar yfirlit yfir umhverfisáhrif mannvirkja á Íslandi sem gerir kleift að setja viðmið og markmið í átt að aukinni sjálfbærni. Í vegvísinum er einnig að finna 74 aðgerðir sem eiga að draga úr loftslagsáhrifum mannvirkja. Í dag er mannvirkjagerð ábyrg fyrir 37% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og 50% af allri hráefnanotkun. Mannvirkjagerð er langtímaframkvæmd og áhrifa hennar á umhverfið gætir áratugum og öldum saman. Aðgerðir til að sporna við neikvæðum umhverfisáhrifum mannvirkjageirans þurfa að taka mið af þessu. Um leið og nauðsynlegt er að byggja ný mannvirki úr endurnýtanlegum hráefnum sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið, þarf að hlúa vel að þeim mannvirkjum sem nú þegar hafa verið reist til þess að koma í veg fyrir hráefnasóun og til þess að draga úr orkunotkun. Hráefnavinnsla úr náttúruauðlindum (kol, olíuvinnsla, málmvinnsla ofl.) á sér endanleg takmörk. Ágangur í þessar auðlindir ógnar nú lífi og heilsu mannkynsins og skammt er þess að bíða að vinnsla og verslun með kolefnislosandi orkugjafa verði talinn heilsuógn líkt og framleiðsla á spilli- og eiturefnum og meðferð þeirra verði takmörkum sett líkt og gert er með heilsuspillandi neysluvörur eins og tóbak og eiturlyf. Þegar til kastanna kemur er líf, heilsa og vellíðan fólks mikilvægara en efnahagur þjóða. Þetta hefur mannkynið staðfest í viðbrögðum sínum við heimsfaraldrinum sem enn geisar í flestum löndum heims. Stjórnvöld þjóðríkja gripu inn í daglegt líf almennings og settu hegðun þeirra ákveðnar skorður til þess að lágmarka skaðann sem faraldrinum fylgir, á meðan að vísindamenn reyndu að finna varanlegri lausn í formi bóluefnis. Þegar faraldurinn stóð sem hæst, varð merkjanlegur samdráttur í hráefnavinnslu, framleiðslu og viðskiptum sem leiddi til þess að mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda stóð í stað, en mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda er mesti ógnvaldur við líf, heilsu og vellíðan mannkynsins í nánustu framtíð. Fyrir þjóðir heims er lífsnauðsynlegt að ná tökum á þessum vanda því ef ekki verður spornað við þróuninni, mun hún bitna á lífi og heilsu milljóna manna og hafa varanleg áhrif á vellíðan alls mannkyns. Von okkar allra er sú að mannkyninu beri sú gæfa að grípa til þeirra aðgerða sem komið geta í veg fyrir loftslagsvandann, jafnvel þótt slíkar aðgerðir hefðu í för með sér samdrátt í efnahag og lífskjörum núverandi kynslóða, ef slíkt yrði til þess að vernda möguleika komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum og stuðla að því að þjóðin búi við heilbrigð og góð lífsskilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu 2022 var gefinn út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi og markar útgáfan tímamót í sjálfbærniþróun mannvirkja. Í fyrsta sinn hafa Íslensk stjórnvöld og aðilar mannvirkjageirans fengið í hendurnar yfirlit yfir umhverfisáhrif mannvirkja á Íslandi sem gerir kleift að setja viðmið og markmið í átt að aukinni sjálfbærni. Í vegvísinum er einnig að finna 74 aðgerðir sem eiga að draga úr loftslagsáhrifum mannvirkja. Í dag er mannvirkjagerð ábyrg fyrir 37% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og 50% af allri hráefnanotkun. Mannvirkjagerð er langtímaframkvæmd og áhrifa hennar á umhverfið gætir áratugum og öldum saman. Aðgerðir til að sporna við neikvæðum umhverfisáhrifum mannvirkjageirans þurfa að taka mið af þessu. Um leið og nauðsynlegt er að byggja ný mannvirki úr endurnýtanlegum hráefnum sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið, þarf að hlúa vel að þeim mannvirkjum sem nú þegar hafa verið reist til þess að koma í veg fyrir hráefnasóun og til þess að draga úr orkunotkun. Hráefnavinnsla úr náttúruauðlindum (kol, olíuvinnsla, málmvinnsla ofl.) á sér endanleg takmörk. Ágangur í þessar auðlindir ógnar nú lífi og heilsu mannkynsins og skammt er þess að bíða að vinnsla og verslun með kolefnislosandi orkugjafa verði talinn heilsuógn líkt og framleiðsla á spilli- og eiturefnum og meðferð þeirra verði takmörkum sett líkt og gert er með heilsuspillandi neysluvörur eins og tóbak og eiturlyf. Þegar til kastanna kemur er líf, heilsa og vellíðan fólks mikilvægara en efnahagur þjóða. Þetta hefur mannkynið staðfest í viðbrögðum sínum við heimsfaraldrinum sem enn geisar í flestum löndum heims. Stjórnvöld þjóðríkja gripu inn í daglegt líf almennings og settu hegðun þeirra ákveðnar skorður til þess að lágmarka skaðann sem faraldrinum fylgir, á meðan að vísindamenn reyndu að finna varanlegri lausn í formi bóluefnis. Þegar faraldurinn stóð sem hæst, varð merkjanlegur samdráttur í hráefnavinnslu, framleiðslu og viðskiptum sem leiddi til þess að mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda stóð í stað, en mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda er mesti ógnvaldur við líf, heilsu og vellíðan mannkynsins í nánustu framtíð. Fyrir þjóðir heims er lífsnauðsynlegt að ná tökum á þessum vanda því ef ekki verður spornað við þróuninni, mun hún bitna á lífi og heilsu milljóna manna og hafa varanleg áhrif á vellíðan alls mannkyns. Von okkar allra er sú að mannkyninu beri sú gæfa að grípa til þeirra aðgerða sem komið geta í veg fyrir loftslagsvandann, jafnvel þótt slíkar aðgerðir hefðu í för með sér samdrátt í efnahag og lífskjörum núverandi kynslóða, ef slíkt yrði til þess að vernda möguleika komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum og stuðla að því að þjóðin búi við heilbrigð og góð lífsskilyrði.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar