Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 21:02 Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að stjórnvöld hafi lengi vitað af málinu. Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga, sem stjórnvöld þurfi að bregðast við. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands birtu á dögunum fyrsta þátt sinn í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa en greint var frá því að Rússar starfræki dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Þar hafi þau kortlagt sæstrengi meðal annars og skoðað að vinna skemmdarverk ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta ógnvænlegar fréttir, þó þær komi ekki sérstaklega á óvart. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings,“ segir Þórdís. Taka málin af meiri alvöru en áður Ætla má að yfirvöld hafi vitað af málinu í nokkurn tíma en Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir það ekki að ástæðulausu að eftirlit hafi verið aukið sem og framlag til öryggis- og varnarmála. Umfjöllunin breyti litlu í því samhengi. „Það sem er kannski nýtt í þessu er að það verður almennari vitneskja með þessum hætti, þetta eru upplýsingar sem að gjarnan eru hjá öryggis- og leyniþjónustum viðkomandi ríkja og þá bundin trúnaði og það er þá ekki verið að bera þær upplýsingar á torg,“ segir Friðrik. Komið hefur fram að Rússar hafi meðal annars kortlagt íslenska sæstrengi, en árásir á þá myndu hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og í raun taka landið úr sambandi. Mögulega þurfi að efla varaleiðir þannig lágmarksupplýsingar komist til skila. Almennt séð sé hættan þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið nær okkur en við höfum kannski viljað horfast í augu við. Umræða hér áður um öryggis- og varnarmál, ég hef leyft mér stundum að gagnrýna að hún hafi stundum verið á fliss-stiginu, hún hafi ekki verið tekin nógu hátíðlega og nógu alvarlega en það hefur breyst og það er til hins betra. Við eigum að taka þessi mál alvarlega,“ segir Friðrik. Stjórnvöld skoði það eflaust í framhaldinu hvernig upplýsingagjöf er háttað, þó það sé vandmeðfarið með tilliti til trúnaðarskyldu. „Það þarf að meta það í hvert skipti hvað er hægt að segja og hvernig er hægt að segja það. En fyrir almenning sem núna kannski í þessu umhverfi þyrstir í meiri upplýsingar, þá getur verið að það sé ekki fullnægjandi að segja; Við vitum af þessu, við erum að bregðast við, við erum að gera eitthvað. Hafið þið ekki áhyggjur,“ segir Friðrik. Öryggis- og varnarmál Rússland Hernaður Sæstrengir Tengdar fréttir Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands birtu á dögunum fyrsta þátt sinn í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa en greint var frá því að Rússar starfræki dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Þar hafi þau kortlagt sæstrengi meðal annars og skoðað að vinna skemmdarverk ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta ógnvænlegar fréttir, þó þær komi ekki sérstaklega á óvart. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings,“ segir Þórdís. Taka málin af meiri alvöru en áður Ætla má að yfirvöld hafi vitað af málinu í nokkurn tíma en Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir það ekki að ástæðulausu að eftirlit hafi verið aukið sem og framlag til öryggis- og varnarmála. Umfjöllunin breyti litlu í því samhengi. „Það sem er kannski nýtt í þessu er að það verður almennari vitneskja með þessum hætti, þetta eru upplýsingar sem að gjarnan eru hjá öryggis- og leyniþjónustum viðkomandi ríkja og þá bundin trúnaði og það er þá ekki verið að bera þær upplýsingar á torg,“ segir Friðrik. Komið hefur fram að Rússar hafi meðal annars kortlagt íslenska sæstrengi, en árásir á þá myndu hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og í raun taka landið úr sambandi. Mögulega þurfi að efla varaleiðir þannig lágmarksupplýsingar komist til skila. Almennt séð sé hættan þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið nær okkur en við höfum kannski viljað horfast í augu við. Umræða hér áður um öryggis- og varnarmál, ég hef leyft mér stundum að gagnrýna að hún hafi stundum verið á fliss-stiginu, hún hafi ekki verið tekin nógu hátíðlega og nógu alvarlega en það hefur breyst og það er til hins betra. Við eigum að taka þessi mál alvarlega,“ segir Friðrik. Stjórnvöld skoði það eflaust í framhaldinu hvernig upplýsingagjöf er háttað, þó það sé vandmeðfarið með tilliti til trúnaðarskyldu. „Það þarf að meta það í hvert skipti hvað er hægt að segja og hvernig er hægt að segja það. En fyrir almenning sem núna kannski í þessu umhverfi þyrstir í meiri upplýsingar, þá getur verið að það sé ekki fullnægjandi að segja; Við vitum af þessu, við erum að bregðast við, við erum að gera eitthvað. Hafið þið ekki áhyggjur,“ segir Friðrik.
Öryggis- og varnarmál Rússland Hernaður Sæstrengir Tengdar fréttir Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33