„Við þurftum að fara svolítið varlega“ Máni Snær Þorláksson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. apríl 2023 12:51 Einar Valsson segir að það hafi gengið vel að losa flutningaskipið Wilson Skaw í morgun. Landhelgisgæslan Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er. „Í morgun, fljótlega upp úr sjö, tókum við eftir að það var að komast aðeins hreyfing á skipið,“ segir Einar Valsson, skipherra á Freyju, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann segir vind hafa gengið hraðar upp en von var á og með honum hafi komið alda. Um klukkan hálf átta hafi áhöfnin verið farin að sjá að það var komin hreyfing á stefnið á flutningaskipinu. Þá var ákveðið að ræsa út í aðgerðir og koma dráttartaugum á milli flutningaskipsins og Freyju. „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við sendum bát yfir með einn af stýrimönnunum okkar til þess að stjórna aðgerðum þarna hinum megin, hann var kominn um borð tíu mínútum eftir að hann fór frá okkur og við vorum búnir að koma á fyrstu tengingu einhverjum tíu mínútum þar á eftir.“ Einar segir að í framhaldi hafi aldan og vindurinn snúið og hreyft við skipinu. „Þannig þetta hjálpaðist allt að við að koma skipinu af skerinu og það var þarna um 9:40 sem við bókum að skipið sé laust,“ segir hann. Verkefninu var þó ekki lokið þegar búið var að losa skipið því það þurfti að koma því á dýpri sjó. „Það eru grynningar og þetta færi er svo sem ekki mjög vel mælt þannig við þurftum að fara svolítið varlega,“ segir Einar. „Við gerðum það bara, fikruðum okkur áfram bara metra fyrir metra í rauninni þar til við vorum búnir að koma skipinu á frían sjó. Við erum bara með það núna í rólegu togi hérna út álinn og stefnan er að fara inn á Steingrímsfjörð, koma okkur í skjól þar til þess að meta aðstæður og skoða skipið betur. Þetta lítur vel út í augnablikinu.“ Skipaflutningar Landhelgisgæslan Strand Wilson Skaw Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Í morgun, fljótlega upp úr sjö, tókum við eftir að það var að komast aðeins hreyfing á skipið,“ segir Einar Valsson, skipherra á Freyju, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann segir vind hafa gengið hraðar upp en von var á og með honum hafi komið alda. Um klukkan hálf átta hafi áhöfnin verið farin að sjá að það var komin hreyfing á stefnið á flutningaskipinu. Þá var ákveðið að ræsa út í aðgerðir og koma dráttartaugum á milli flutningaskipsins og Freyju. „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við sendum bát yfir með einn af stýrimönnunum okkar til þess að stjórna aðgerðum þarna hinum megin, hann var kominn um borð tíu mínútum eftir að hann fór frá okkur og við vorum búnir að koma á fyrstu tengingu einhverjum tíu mínútum þar á eftir.“ Einar segir að í framhaldi hafi aldan og vindurinn snúið og hreyft við skipinu. „Þannig þetta hjálpaðist allt að við að koma skipinu af skerinu og það var þarna um 9:40 sem við bókum að skipið sé laust,“ segir hann. Verkefninu var þó ekki lokið þegar búið var að losa skipið því það þurfti að koma því á dýpri sjó. „Það eru grynningar og þetta færi er svo sem ekki mjög vel mælt þannig við þurftum að fara svolítið varlega,“ segir Einar. „Við gerðum það bara, fikruðum okkur áfram bara metra fyrir metra í rauninni þar til við vorum búnir að koma skipinu á frían sjó. Við erum bara með það núna í rólegu togi hérna út álinn og stefnan er að fara inn á Steingrímsfjörð, koma okkur í skjól þar til þess að meta aðstæður og skoða skipið betur. Þetta lítur vel út í augnablikinu.“
Skipaflutningar Landhelgisgæslan Strand Wilson Skaw Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira