Nýtt afbrigði sem valdið hefur augnsýkingum ekki greinst hér á landi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2023 14:51 Guðrún segir að mikil fjölgun hafi orðið á smitum af völdum Arcturus í Indlandi en afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi. Vísir/Arnar Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með nýju undirafbrigði Ómíkrón XBB veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og heitir latneska heitinu Arcturus. Fjölgun augnsýkinga hefur verið tengd við afbrigðið í frásögnum á netinu. Sóttvarnarlæknir segir ekki að merkja fjölgun slíkra sýkinga í gögnum heilbrigðisyfirvalda. Afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi en tilfellum fer fjölgandi á alþjóðavísu og því megi búast við því. Afbrigðið hefur hlotið heitið XBB.1.16. af heilbrigðisyfirvöldum en einnig hlotið latneska heitið Arcturus sem upprunalega má finna í grísku og þýðir verndari, að því er fram kemur í umfjöllun LA Times. Afbrigðið fannst fyrst í Indlandi en hefur nú greinst í yfir tuttugu löndum. „Þetta tiltekna afbrigði Ómíkron XBB hefur ekki greinst hér en hins vegar er annað og náskylt undiraafbrigði ómíkron XBB.1.5 ríkjandi hérlendis eins og í mörgum löndum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í svari við fyrirspurn Vísis. „XBB.1.16 hefur sérstaklega verið að breiðast út í Indlandi en einnig komið í mörg önnur lönd samkvæmt þeim upplýsingum sem fást frá raðgreiningum og þá má búast við því hingað,“ segir Guðrún. Frásagnir af fjölgun augnsýkinga á samfélagsmiðlum Frásagnir af fjölgun augnsýkinga sem hluti af einkennum vegna afbrigðisins hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum. Vitnar LA Times meðal annars í Twitter færslu indverska læknisins Vipin M. Vashishtha. Hann segist hafa tekið eftir fjölgun augnsýkinga, þá sérstaklega í ungabörnum sem greinst hafi með afbrigðið. Guðrún segir í svörum við fyrirspurn Vísis að ekki hafi orðið vart við ný einkenni sem fylgi afbrigðinu, augnsýkingar hafi áður verið og séu enn ein af mögulegum einkennum vegna sýkinga sem valda Covid-19 „Aftur á móti hefur ekki orðið vart við ný einkenni eða verri veikindi vegna þessara fjölmörgu ómíkron afbrigða sem eru í gangi og þar með talið ekki vegna XBB.1.5 eða XBB.1.16,“ segir Guðrún. „Bólga og roði í auga (tárubólga) er þekkt einkenni vegna Covid-19 (og margra annarra veirusýkinga) þó það sé ekki algengt einkenni og okkur er ekki kunnugt um að það sé algengara með þessu afbrigði frekar en öðrum.“ Smitum af völdum Arcturus hratt fjölgandi Í umfjöllun LA Times kemur fram að næstmesta fjölda Covid smita í Bandaríkjunum nú megi rekja til Arcturus afbrigðsins, eða 7,2 prósent miðað við upplýsingar frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum. Í upphafi apríl mánaðar var fjöldi smita af völdum afbrigðisins 2,1 prósent af öllum smitum á meðan hið ríkjandi afbrigði XBB.1.5 ber ábyrgð á 78 prósentum nýrra smita vestanhafs. „Þetta er afbrigði sem við fylgjumst vel með,“ segir Maria Van Kerkhove hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í samtali við miðilinn. 1 til 3 prósent smitaðra hafi hingað til fengið einkenni líkt og augnsýkingu vegna Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59 „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Afbrigðið hefur hlotið heitið XBB.1.16. af heilbrigðisyfirvöldum en einnig hlotið latneska heitið Arcturus sem upprunalega má finna í grísku og þýðir verndari, að því er fram kemur í umfjöllun LA Times. Afbrigðið fannst fyrst í Indlandi en hefur nú greinst í yfir tuttugu löndum. „Þetta tiltekna afbrigði Ómíkron XBB hefur ekki greinst hér en hins vegar er annað og náskylt undiraafbrigði ómíkron XBB.1.5 ríkjandi hérlendis eins og í mörgum löndum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í svari við fyrirspurn Vísis. „XBB.1.16 hefur sérstaklega verið að breiðast út í Indlandi en einnig komið í mörg önnur lönd samkvæmt þeim upplýsingum sem fást frá raðgreiningum og þá má búast við því hingað,“ segir Guðrún. Frásagnir af fjölgun augnsýkinga á samfélagsmiðlum Frásagnir af fjölgun augnsýkinga sem hluti af einkennum vegna afbrigðisins hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum. Vitnar LA Times meðal annars í Twitter færslu indverska læknisins Vipin M. Vashishtha. Hann segist hafa tekið eftir fjölgun augnsýkinga, þá sérstaklega í ungabörnum sem greinst hafi með afbrigðið. Guðrún segir í svörum við fyrirspurn Vísis að ekki hafi orðið vart við ný einkenni sem fylgi afbrigðinu, augnsýkingar hafi áður verið og séu enn ein af mögulegum einkennum vegna sýkinga sem valda Covid-19 „Aftur á móti hefur ekki orðið vart við ný einkenni eða verri veikindi vegna þessara fjölmörgu ómíkron afbrigða sem eru í gangi og þar með talið ekki vegna XBB.1.5 eða XBB.1.16,“ segir Guðrún. „Bólga og roði í auga (tárubólga) er þekkt einkenni vegna Covid-19 (og margra annarra veirusýkinga) þó það sé ekki algengt einkenni og okkur er ekki kunnugt um að það sé algengara með þessu afbrigði frekar en öðrum.“ Smitum af völdum Arcturus hratt fjölgandi Í umfjöllun LA Times kemur fram að næstmesta fjölda Covid smita í Bandaríkjunum nú megi rekja til Arcturus afbrigðsins, eða 7,2 prósent miðað við upplýsingar frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum. Í upphafi apríl mánaðar var fjöldi smita af völdum afbrigðisins 2,1 prósent af öllum smitum á meðan hið ríkjandi afbrigði XBB.1.5 ber ábyrgð á 78 prósentum nýrra smita vestanhafs. „Þetta er afbrigði sem við fylgjumst vel með,“ segir Maria Van Kerkhove hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í samtali við miðilinn. 1 til 3 prósent smitaðra hafi hingað til fengið einkenni líkt og augnsýkingu vegna Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59 „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59
„Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00