Skrá sig á spjöld sögunnar í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2023 22:00 Lið Flensborgarskólans: Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður. vísir/egill Þau tímamót verða eftir viku að fyrsta kvennaliðið keppir til úrslita í ræðukeppninni MORFÍS. Stelpurnar í liðinu eru stoltar af því að skrá sig svona á spjöld sögunnar - en finna þó enn fyrir fordómum á þessum áður karllæga vettvangi. „Hvað þarf margar ljóskur til að skipta um ljósaperu? Tvær! Eina til að skipta um peru og aðra til að sjúga mig! Þá vitum við það,“ sagði einn keppanda í ræðu sinni í úrslitum MORFÍS, Mælsu og rökræðukeppni framhaldsskólanna, árið 2004. Brandari sem eflaust ætti síður upp á pallborðið hjá áhorfendum í dag, yrði hann sagður í pontu. Versló og MH áttust við - allir keppendur strákar. Kynjahalli sem einkenndi keppnina framan af. Morfís hefur í gegnum tíðina verið beinlínis fjandsamlegur vettvangur fyrir stelpur, eins og fyrirsagnir sem fréttamaður tíndi til og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan sýna glöggt. Þekktasta dæmið er eflaust frá 2008 þegar lið skipað strákum sýndi nektarmynd af kvenkyns mótherja í miðri keppni. En nú er öldin örlítið önnur. Í úrslitunum næsta föstudag mætast MR og Flensborg - og lið síðarnefnda skólans er eingöngu skipað stelpum, í fyrsta sinn í sögunni sem allsherjar kvennalið nær í úrslit. Liðsmennirnir, þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður, eru allar á einu máli: það er ákaflega spennandi að skrá sig á spjöld MORFÍS-sögunnar með þessum hætti. Löngu sé kominn tími til að allsherjarkvennalið keppi til úrslita. Þá segja stelpurnar MORFÍS-menninguna blessunarlega hafa kvenvæðst mjög undanfarið en þær finni enn fyrir gömlum draugum. „Óviðeigandi skot sem eru að koma frá karlmönnum í liðunum. Kynferðisleg oft,“ segir Birgitta. „Eins og í síðustu keppni, ég nefni engin nöfn, en þá kemur strákur í liðinu með svarið: Ég frétti að ein í liðinu væri ógeðslega gröð. Við vorum alveg bara já, ókei,“ segir Unnur. Ítarlegra viðtal við stelpurnar má sjá í innslaginu hér fyrir ofan. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Hvað þarf margar ljóskur til að skipta um ljósaperu? Tvær! Eina til að skipta um peru og aðra til að sjúga mig! Þá vitum við það,“ sagði einn keppanda í ræðu sinni í úrslitum MORFÍS, Mælsu og rökræðukeppni framhaldsskólanna, árið 2004. Brandari sem eflaust ætti síður upp á pallborðið hjá áhorfendum í dag, yrði hann sagður í pontu. Versló og MH áttust við - allir keppendur strákar. Kynjahalli sem einkenndi keppnina framan af. Morfís hefur í gegnum tíðina verið beinlínis fjandsamlegur vettvangur fyrir stelpur, eins og fyrirsagnir sem fréttamaður tíndi til og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan sýna glöggt. Þekktasta dæmið er eflaust frá 2008 þegar lið skipað strákum sýndi nektarmynd af kvenkyns mótherja í miðri keppni. En nú er öldin örlítið önnur. Í úrslitunum næsta föstudag mætast MR og Flensborg - og lið síðarnefnda skólans er eingöngu skipað stelpum, í fyrsta sinn í sögunni sem allsherjar kvennalið nær í úrslit. Liðsmennirnir, þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður, eru allar á einu máli: það er ákaflega spennandi að skrá sig á spjöld MORFÍS-sögunnar með þessum hætti. Löngu sé kominn tími til að allsherjarkvennalið keppi til úrslita. Þá segja stelpurnar MORFÍS-menninguna blessunarlega hafa kvenvæðst mjög undanfarið en þær finni enn fyrir gömlum draugum. „Óviðeigandi skot sem eru að koma frá karlmönnum í liðunum. Kynferðisleg oft,“ segir Birgitta. „Eins og í síðustu keppni, ég nefni engin nöfn, en þá kemur strákur í liðinu með svarið: Ég frétti að ein í liðinu væri ógeðslega gröð. Við vorum alveg bara já, ókei,“ segir Unnur. Ítarlegra viðtal við stelpurnar má sjá í innslaginu hér fyrir ofan.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira