Breskri konu með Alzheimer vísað frá Svíþjóð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. apríl 2023 15:01 Eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu hefur 1.100 breskum ríkisborgurum verið vísað frá Svíþjóð. Getty Images Breskri konu á áttræðisaldri hefur verið vísað frá Svíþjóð þar sem henni láðist að leggja fram tilhlýðileg gögn fyrir áframhaldandi dvalarleyfi í landinu. Hún hefur búið þar í tæp 20 ár, er nú rúmföst og með Alzheimer en er vísað úr landi vegna Brexit. Flutti til Svíþjóðar til að vera nærri fjölskyldu sinni Kathleen Poole er 74 ára bresk kona sem býr á hjúkrunarheimili í Svíþjóð. Hún flutti til Svíþjóðar fyrir 18 árum til þess að geta verið nærri syni sínum og fjórum barnabörnum. Hún hefur búið á hjúkrunarheimilinu í áratug. Þetta var allt gott og blessað, alveg þangað til Bretland ákvað að ganga úr Evrópusambandinu. Er rúmföst og ósjálfbjarga Í dag er hún rúmföst og getur hvorki tjáð sig né gengið. Útlendingastofnunin í Svíþjóð tilkynnti sendiráði Bretlands í Stokkhólmi nýlega að til stæði að vísa Kathleen úr landi þar sem henni hefði láðst að endurnýja tilskilin skilríki eftir Brexit sem gerðu henni kleift að búa áfram í Svíþjóð. Sendiráðinu var m.a.s. ráðlagt að byrja að litast um eftir hjúkrunarheimili handa henni í Bretlandi, en þar á hún enga fjölskyldu. Málið komst í hámæli, það rataði í fjölmiðla, breskir þingmenn tóku það upp í þinginu og breska utanríkisráðuneytið sendi erindi til Evrópusambandsins í Brussel. Það gerðu einnig nokkur mannréttindasamtök. Brottflutningi frestað Sænsk stjórnvöld ákváðu fyrir skömmu að setja brottflutning Kathleen á bið, en segja ákvörðunina engu að síður standa. Málið hefur beint kastljósinu að framferði sænskra stjórnvalda gagnvart Bretum sem búa í Svíþjóð eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Á síðustu tveimur árum hafa sænsk stjórnvöld vísað 1.100 breskum ríkisborgurunum úr landi. Það er um það bil helmingur allra þeirra Breta sem vísað hefur verið úr aðildarríkjum Evrópusambandsins frá því að Bretland yfirgaf ríkjasambandið. Stjórnvöld mega ekki skipta sér af Maria Malmer Stenergard, ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð, sagði í nýlegri yfirlýsingu að ákvarðanir sænskra ríkisstofnana væru í fullu samræmi við Brexit-samning Bretlands og Evrópusambandsins og að stjórnvöldum væri óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að hafa afskipti eða tjá sig um ákvarðanir þeirra. Það er því fátt í kortunum sem bendir til þess að Kathleen Poole fái að verja ævikvöldi sínu umvafin barnabörnum sínum. Evrópusambandið Bretland Svíþjóð Brexit Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Flutti til Svíþjóðar til að vera nærri fjölskyldu sinni Kathleen Poole er 74 ára bresk kona sem býr á hjúkrunarheimili í Svíþjóð. Hún flutti til Svíþjóðar fyrir 18 árum til þess að geta verið nærri syni sínum og fjórum barnabörnum. Hún hefur búið á hjúkrunarheimilinu í áratug. Þetta var allt gott og blessað, alveg þangað til Bretland ákvað að ganga úr Evrópusambandinu. Er rúmföst og ósjálfbjarga Í dag er hún rúmföst og getur hvorki tjáð sig né gengið. Útlendingastofnunin í Svíþjóð tilkynnti sendiráði Bretlands í Stokkhólmi nýlega að til stæði að vísa Kathleen úr landi þar sem henni hefði láðst að endurnýja tilskilin skilríki eftir Brexit sem gerðu henni kleift að búa áfram í Svíþjóð. Sendiráðinu var m.a.s. ráðlagt að byrja að litast um eftir hjúkrunarheimili handa henni í Bretlandi, en þar á hún enga fjölskyldu. Málið komst í hámæli, það rataði í fjölmiðla, breskir þingmenn tóku það upp í þinginu og breska utanríkisráðuneytið sendi erindi til Evrópusambandsins í Brussel. Það gerðu einnig nokkur mannréttindasamtök. Brottflutningi frestað Sænsk stjórnvöld ákváðu fyrir skömmu að setja brottflutning Kathleen á bið, en segja ákvörðunina engu að síður standa. Málið hefur beint kastljósinu að framferði sænskra stjórnvalda gagnvart Bretum sem búa í Svíþjóð eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Á síðustu tveimur árum hafa sænsk stjórnvöld vísað 1.100 breskum ríkisborgurunum úr landi. Það er um það bil helmingur allra þeirra Breta sem vísað hefur verið úr aðildarríkjum Evrópusambandsins frá því að Bretland yfirgaf ríkjasambandið. Stjórnvöld mega ekki skipta sér af Maria Malmer Stenergard, ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð, sagði í nýlegri yfirlýsingu að ákvarðanir sænskra ríkisstofnana væru í fullu samræmi við Brexit-samning Bretlands og Evrópusambandsins og að stjórnvöldum væri óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að hafa afskipti eða tjá sig um ákvarðanir þeirra. Það er því fátt í kortunum sem bendir til þess að Kathleen Poole fái að verja ævikvöldi sínu umvafin barnabörnum sínum.
Evrópusambandið Bretland Svíþjóð Brexit Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira