Tölum um lýðheilsu Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar 22. apríl 2023 09:31 Félagslegur ójöfnuður í heilsu er hugtak sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags- og efnahagslega stöðu búa við verri heilsu. Þetta mynstur má rekja til þeirrar félagslegu stöðu sem að fólk býr við og er afleiðing póltíkur sem ekki hefur tekist að tryggja félagslegan jöfnuð. Á Íslandi er staðan sú að grunnskólamenntaðir íslenskumælandi karlmenn lifa að meðaltali 4-5 árum styttra en háskólamenntaðir íslenskumælandi karlmenn. Hjá konum er mynstrið slíkt að grunnskólamenntaðar íslenskumælandi konur lifa að meðaltali 3-4 árum skemur en kynsystur þeirra með háskólamenntun. Þá má ætla að þessi munur er líklegast meiri en hér er lýst þar sem eina greiningin sem átt hefur sér stað er frá gögnum sem safnað var árið 2017 og nær einungis til íslenskumælandi Íslendinga. Þá hafa erlend og íslensk gögn sýnt fram á að kórónuveirufaraldurinn ýtti undir þennan mun. Þá er vert að hafa í huga að 16% af þeim sem hér búa eru með erlendan bakgrunn og margir hverjir hafa ekki tök á að læra íslensku. Snorri Másson orðaði það nokkuð vel á Rás 2 í gærmorgun þegar hann lýsti því að á Íslandi væru að myndast tveir hópar, einhversskonar yfirstétt sem talaði íslensku og hefði aðgang að samfélaginu og svo lágstétt sem að talað væri um en ekki við. Þessi félagslegi ójöfnuður sem að hann lýsti, skilar sér út í heilsufar. Talandi um Ríkisútvarpið þá sýndi Kveikur í vikunni fólk sem býr beinlínis við aðstæður sem ógnar heilsu þeirra. Formaður samtaka leigjenda var ekki hissa á myndefninu sem fram kom í þættinum og sagðist fá slíkar fréttir vikulega. Það að búa við aðstæður þar sem þú færð illt í öndunarveginn á að vera heima hjá þér er mjög, mjög stórt lýðheilsumál. Sá einstaklingur sem býr við slíkar aðstæður er varla móttækilegur til þess að kíkja í ræktina til þess að líða betur eða mála svefnherbergið sitt svart til að bæta svefngæðin? Ástæðurnar fyrir slæmum svefni batna að öllum líkindum ekki við slíkar gjörðir. En er svarið þá ekki bara að mennta fleira fólk til að draga úr heilsubresti? Tjah menntun er bara ein leið til þess að mæla þennan ójöfnuð og það geta heldur ekki allir verið sérfræðingar hjá hinu opinbera er það? Er það réttlætanleg staða að þeir sem ekki hafa tök á að mennta sig lifi styttra en þeir sem hafa tök á því? Það gæti reynst okkur erfiðlega að mennta mikið af fólki þegar þriðjungur drengja sem útskrifast úr íslenskum grunnskólum geta ekki lesið sér til gagns. Þá sýndi skýrsla um brotfall úr framhaldsskólum að sú breyta sem mest hefur áhrif á hvort að ungmenni klári framhaldsskóla er menntun foreldra þeirra. Við 16 ára aldur eru 9 af hverjum 10 ungmennum sem eiga íslenska foreldra skráð í framhaldsskóla en þegar kemur að ungmennun sem eiga foreldra af erlendum uppruna eru 7 af hverjum 10 skráð í framhaldsskóla. Þegar staðan var könnuð þremur árum seinna voru 7 af hverjum 10 ungmennum sem áttu íslenska foreldra enn í framhaldsskóla en einungis 2 af hverjum 10 sem áttu foreldra með erlendan bakgrunn. Íslenskir karlmenn sem einungis lokið hafa grunnskólagöngu eru 2,8 sinnum líklegri til þess að meta líkamlega heilsu sína slæma og 2,1 sinnum líklegri til þess að meta andlega heilsu sína slæma og þar af leiðandi líka líklegri til þess að þurfa á velferðar- og heilbrigðisþjónustu að halda. Við skulum vona að hann sé bara með líkamlega kvilla en ekki andlega þar sem hann hefur að öllum líkindum ekki efni á að sækja sér sálfræðþjónustu þar sem hana er helst að finna, í einkageiranum. Þá er hann einnig tvöfalt líklegri til þess að reykja en háskólamenntaður karlmaður, það er ekki vegna þess að hann veit ekki að það sé skaðlegt að reykja. Þegar við tölum um lýðheilsu, af hverju á það alltaf til að enda í umræðu um íþróttaiðkun(sem vissulega hefur heilsufarslegan ávinning), í öfgakenndum „heilsuráðum“, eða í ábyrgð heilbrigðiskerfisins á stöðu mála eða ábyrgð þeirra í að gera eitthvað í þessu? Af hverju snýst hún ekki um ábyrgð yfirvalda að skapa aðstæður þar sem fólk upplifir að það hafi getu til þess að huga að eigin heilsu? Af hverju snýst umræðan um lýðheilsu ekki um ábyrgð ríkis, sveitarfélaga, atvinnurekenda og stéttarfélaga að tryggja það að fólk læri íslensku á vinnutíma og þeim að kostnaðarlausu? Af hverju snýst hún ekki um að það sé heilsuspillandi að bjóða fólki upp á húsnæðismarkaðinn eins og hann er í dag? Af hverju snýst hún ekki um að bæta loftgæði, með að draga úr bílaumferð til þess að draga úr loftmengun, sem drepur hátt í 60 manns á ári á Íslandi? Af hverju snýst hún ekki um það að í velferðarríkinu Íslandi er fólk í fæðingarorlofi tekjuskert akkúrat þegar útgjöld fólks aukast, meira að segja þeir sem eru á lægstu laununum? Af hverju snýst hún ekki um ábyrgð valdhafa að skapa aðstæður þar sem að foreldrar hafa orku og tíma í að elda hollan mat fyrir börnin sín og setja mörk um skjánotkun? Af hverju snýst hún ekki um að bæta aðstæður í leikskólum svo að leikskólakennarar geti lagt mikilvægan grunn að góðum málþroska fyrir öll börn sem gerir þeim síðan kleift að sækja sér menntun á fullorðinsárum? Af hverju snýst hún ekki um að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst og gerir öllum kleift að huga að eigin heilsu? Munurinn á heilsufari fólks felst ekki í því hvort að fólk andi einungis með nefinu, hvort það borði lífrænt í öll mál eða hvort það svelti sig svo tímum skiptir. Munurinn felst heldur ekki í því að þeir sem búa við verri heilsu viti ekki að epli sé hollara en snickers og að vatn sé hollara en pepsi max. Hann felst í þeim mun á félagslegum aðstæðum sem fólk býr við og heilbrigðiskerfið getur lítið gert í þeim málum. Sá munur er að miklu leyti í höndum hins opinbera, og opinber gögn um heilsufar Íslendinga benda til þess að hægt sé að gera betur. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Félagslegur ójöfnuður í heilsu er hugtak sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags- og efnahagslega stöðu búa við verri heilsu. Þetta mynstur má rekja til þeirrar félagslegu stöðu sem að fólk býr við og er afleiðing póltíkur sem ekki hefur tekist að tryggja félagslegan jöfnuð. Á Íslandi er staðan sú að grunnskólamenntaðir íslenskumælandi karlmenn lifa að meðaltali 4-5 árum styttra en háskólamenntaðir íslenskumælandi karlmenn. Hjá konum er mynstrið slíkt að grunnskólamenntaðar íslenskumælandi konur lifa að meðaltali 3-4 árum skemur en kynsystur þeirra með háskólamenntun. Þá má ætla að þessi munur er líklegast meiri en hér er lýst þar sem eina greiningin sem átt hefur sér stað er frá gögnum sem safnað var árið 2017 og nær einungis til íslenskumælandi Íslendinga. Þá hafa erlend og íslensk gögn sýnt fram á að kórónuveirufaraldurinn ýtti undir þennan mun. Þá er vert að hafa í huga að 16% af þeim sem hér búa eru með erlendan bakgrunn og margir hverjir hafa ekki tök á að læra íslensku. Snorri Másson orðaði það nokkuð vel á Rás 2 í gærmorgun þegar hann lýsti því að á Íslandi væru að myndast tveir hópar, einhversskonar yfirstétt sem talaði íslensku og hefði aðgang að samfélaginu og svo lágstétt sem að talað væri um en ekki við. Þessi félagslegi ójöfnuður sem að hann lýsti, skilar sér út í heilsufar. Talandi um Ríkisútvarpið þá sýndi Kveikur í vikunni fólk sem býr beinlínis við aðstæður sem ógnar heilsu þeirra. Formaður samtaka leigjenda var ekki hissa á myndefninu sem fram kom í þættinum og sagðist fá slíkar fréttir vikulega. Það að búa við aðstæður þar sem þú færð illt í öndunarveginn á að vera heima hjá þér er mjög, mjög stórt lýðheilsumál. Sá einstaklingur sem býr við slíkar aðstæður er varla móttækilegur til þess að kíkja í ræktina til þess að líða betur eða mála svefnherbergið sitt svart til að bæta svefngæðin? Ástæðurnar fyrir slæmum svefni batna að öllum líkindum ekki við slíkar gjörðir. En er svarið þá ekki bara að mennta fleira fólk til að draga úr heilsubresti? Tjah menntun er bara ein leið til þess að mæla þennan ójöfnuð og það geta heldur ekki allir verið sérfræðingar hjá hinu opinbera er það? Er það réttlætanleg staða að þeir sem ekki hafa tök á að mennta sig lifi styttra en þeir sem hafa tök á því? Það gæti reynst okkur erfiðlega að mennta mikið af fólki þegar þriðjungur drengja sem útskrifast úr íslenskum grunnskólum geta ekki lesið sér til gagns. Þá sýndi skýrsla um brotfall úr framhaldsskólum að sú breyta sem mest hefur áhrif á hvort að ungmenni klári framhaldsskóla er menntun foreldra þeirra. Við 16 ára aldur eru 9 af hverjum 10 ungmennum sem eiga íslenska foreldra skráð í framhaldsskóla en þegar kemur að ungmennun sem eiga foreldra af erlendum uppruna eru 7 af hverjum 10 skráð í framhaldsskóla. Þegar staðan var könnuð þremur árum seinna voru 7 af hverjum 10 ungmennum sem áttu íslenska foreldra enn í framhaldsskóla en einungis 2 af hverjum 10 sem áttu foreldra með erlendan bakgrunn. Íslenskir karlmenn sem einungis lokið hafa grunnskólagöngu eru 2,8 sinnum líklegri til þess að meta líkamlega heilsu sína slæma og 2,1 sinnum líklegri til þess að meta andlega heilsu sína slæma og þar af leiðandi líka líklegri til þess að þurfa á velferðar- og heilbrigðisþjónustu að halda. Við skulum vona að hann sé bara með líkamlega kvilla en ekki andlega þar sem hann hefur að öllum líkindum ekki efni á að sækja sér sálfræðþjónustu þar sem hana er helst að finna, í einkageiranum. Þá er hann einnig tvöfalt líklegri til þess að reykja en háskólamenntaður karlmaður, það er ekki vegna þess að hann veit ekki að það sé skaðlegt að reykja. Þegar við tölum um lýðheilsu, af hverju á það alltaf til að enda í umræðu um íþróttaiðkun(sem vissulega hefur heilsufarslegan ávinning), í öfgakenndum „heilsuráðum“, eða í ábyrgð heilbrigðiskerfisins á stöðu mála eða ábyrgð þeirra í að gera eitthvað í þessu? Af hverju snýst hún ekki um ábyrgð yfirvalda að skapa aðstæður þar sem fólk upplifir að það hafi getu til þess að huga að eigin heilsu? Af hverju snýst umræðan um lýðheilsu ekki um ábyrgð ríkis, sveitarfélaga, atvinnurekenda og stéttarfélaga að tryggja það að fólk læri íslensku á vinnutíma og þeim að kostnaðarlausu? Af hverju snýst hún ekki um að það sé heilsuspillandi að bjóða fólki upp á húsnæðismarkaðinn eins og hann er í dag? Af hverju snýst hún ekki um að bæta loftgæði, með að draga úr bílaumferð til þess að draga úr loftmengun, sem drepur hátt í 60 manns á ári á Íslandi? Af hverju snýst hún ekki um það að í velferðarríkinu Íslandi er fólk í fæðingarorlofi tekjuskert akkúrat þegar útgjöld fólks aukast, meira að segja þeir sem eru á lægstu laununum? Af hverju snýst hún ekki um ábyrgð valdhafa að skapa aðstæður þar sem að foreldrar hafa orku og tíma í að elda hollan mat fyrir börnin sín og setja mörk um skjánotkun? Af hverju snýst hún ekki um að bæta aðstæður í leikskólum svo að leikskólakennarar geti lagt mikilvægan grunn að góðum málþroska fyrir öll börn sem gerir þeim síðan kleift að sækja sér menntun á fullorðinsárum? Af hverju snýst hún ekki um að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst og gerir öllum kleift að huga að eigin heilsu? Munurinn á heilsufari fólks felst ekki í því hvort að fólk andi einungis með nefinu, hvort það borði lífrænt í öll mál eða hvort það svelti sig svo tímum skiptir. Munurinn felst heldur ekki í því að þeir sem búa við verri heilsu viti ekki að epli sé hollara en snickers og að vatn sé hollara en pepsi max. Hann felst í þeim mun á félagslegum aðstæðum sem fólk býr við og heilbrigðiskerfið getur lítið gert í þeim málum. Sá munur er að miklu leyti í höndum hins opinbera, og opinber gögn um heilsufar Íslendinga benda til þess að hægt sé að gera betur. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun