Enski boltinn

Jóhann Berg spilaði er Burnl­ey tapaði ó­vænt stigum

Aron Guðmundsson skrifar
Jóhann Berg í leik dagsins gegn QPR.
Jóhann Berg í leik dagsins gegn QPR. Visir/Getty

Ís­­lenski lands­liðs­­maðurinn í knatt­­spyrnu, Jóhann Berg Guð­­munds­­son, var í byrjunar­liði Burn­l­ey sem tapaði fyrir QPR í ensku B-deildinni í dag. Loka­tölur á Turf Moor 2-1, QPR í vil.

Burnl­ey hefur nú þegar tryggt sér sæti í ensku úr­vals­deildinni á næsta tíma­bili en liðið hefur verið að spila afar vel undir stjórn Vincent Kompany á yfir­standandi tíma­bili.

Þar hefur Jóhann Berg Guð­munds­son spilað stórt hlut­verk og var hann í byrjunar­liði Burnl­ey í dag og spilaði alls 57 mínútur.

QPR komst yfir í leiknum með marki frá Samuel Fields á 58. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til á 76. mínútu þegar að Manuel Ben­son jafnaði metin fyrir heima­menn í Burnl­ey eftir stoð­sendingu frá Connor Roberts.

Leik­menn QPR létu jöfnunar­markið hins vegar ekki slá sig út af laginu og á 87. mínútu skoraði Chris Martin það sem reyndist sigur­mark leiksins eftir stoð­sendingu frá Jamal Lowe.

Þrátt fyrir tapið situr Burnl­ey í 1. sæti ensku B-deildarinnar með 92 stig og tíu stiga for­skot á Sheffi­eld United sem situr í 2. sæti deildarinnar.

QPR er hins vegar í 18. sæti deildarinnar með 47 stig, fjórum stigum fyrir ofan fall­sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×