Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Capaldi þakkar aðdáendum sínum fyrir sambærilegan stuðning. Á tónleikum í Þýskalandi í febrúar gripu aðdáendur söngvarann einnig þegar hann glímdi við kæki vegna Tourettes.
Myndbandið hér að neðan birti Capaldi á TikTok eftir tónleikana í vikunni og þakkaði aðdáendum sínum fyrir.
Söngvarinn er gríðarlega vinsæll og hefur reglulega rætt Tourette-heilkennið opinberlega. Hann segir aukið álag hafa gert einkennin svæsnari en Capaldi hefur spilað á fjölmörgum tónleikum, fyrir tugi þúsunda áhorfenda, síðustu mánuðina. Söngvarinn sagði í viðtali fyrir skömmu að hann gæti þurft að hætta koma fram vegna heilkennisins, fyrir fullt og allt.
Lewis Capaldi átti að koma fram hér á landi í ágúst í fyrra en tónleikunum var frestað með tveggja sólarhringa fyrirvara vegna „vandamála við framkvæmd þeirra.“ Sena tók yfir rekstur tónleikanna nýverið og mun söngvarinn koma fram í Laugardalshöllinni hinn 11. ágúst næstkomandi að öllu óbreyttu.