Fótbolti

Telja sig hafa leyst ráð­gátuna um grímu­klædda rapparann

Aron Guðmundsson skrifar
DIdeYoutube
Visir/Skjáskot

Grímu­klæddur rappari sem rappar um það að vera leik­maður í ensku úr­vals­deildinni í knatt­spyrnu, hefur valdið því að margir reyna nú að átta sig á því hver maðurinn á bak við grímuna sé í raun og veru. Nú telja sam­fé­lags­miðla­not­endur að þeir séu búnir að ráða gátuna.

Rapparinn Dide hefur vakið mikla at­hygli á Bret­lands­eyjum undan­farið. Hann kemur fram grímu­klæddur í tón­listar­mynd­böndum og hvers kyns kynningar­efni og hefur lag hans, sem nefnist Thrill, hlotið mikla hlustun.

Í um­ræddu lagi gefur rapparinn það oft til kynna að hann sé leik­maður í ensku úr­vals­deildinni og hefur það texta­brot orðið til þess að margir sam­fé­lags­miðla­not­endur hafa farið í mikla rann­sóknar­vinnu.

Daily Mail gerir því nú skil í frétt á vef sínum að sam­fé­lags­miðla­not­endur telji sig vera búna að komast að því hver maðurinn á bak við grímuna sé.

Sá er knatt­spyrnu­maður og ber hann nafnið Sheyi Ojo. Sá er fyrrum leik­maður liða á borð við Liver­pool og Rea­ding en húð­flúr á hægri hendi hans er sagt hafa komið upp um hann.

Sheyi Ojo í leik með Cardiff CityVisir/Getty

Ojo er nú á mála hjá Car­diff City í ensku B-deildinni en enn sem komið er hefur það ekki fengist á hreint hvort hann sé í raun og veru rapparinn Dide.

Um­ræðan er það mikil, um það hver rapparinn Dide sé í raun og veru, að veð­bankar hafa opnað fyrir veð­mál á það. Þar eru Eddi­e Nketiah og Buka­yo Saka, leik­menn Arsenal ofar­lega á blaði auk fyrrum Arsenal leik­mannsins Alex Iwobi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×