„Það þarf ekki nema eina hnífstungu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. apríl 2023 21:00 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir hugmyndafræði um að vopnaburður og beiting vopna séu eðlileg hafa náð fótfestu hjá hópum ungmenna hér á landi. Ungmenni virðist oft og tíðum ekki átta sig á þeim hættum og afleiðingum sem fylgi beitingu vopna. Þörf sé á samstilltu átaki til að bregðast við vandanum. Á fimmtudag lést pólskur karlmaður á þrítugsaldri eftir að hafa verið stunginn. Fjórir einstaklingar eru í haldi vegna málsins, þar af þrír undir 18 ára aldri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands telur að gera þurfi ungu fólki grein fyrir þeim hættum og afleiðingum sem fylgja burði og beitingu vopna. „Þetta er ekki bara grín. Það er mikil alvara á ferðum og það þarf í raun og veru ekki nema eina hnífstungu og þá getu bani hlotist af, eins og því miður gerðist hjá okkur í síðustu viku,“ segir Helgi. Aukin harka mætir minna ofbeldisþoli Helgi telur ákveðna skautun vera að eiga sér stað, þar sem í samfélaginu sem heild sé sífellt minni þolinmæði fyrir beitingu ofbeldis af hvaða tagi sem er. „Á sama tíma virðist vera að gerast á meðal ungmenna, einkum karla, oft á jaðrinum, þar kemur upp þessi hugmynd að það sé bara eðlilegt og réttlætanlegt að bera vopn af ýmsu tagi. Og ekki bara bera þessi vopn, heldur líka jafnvel beita þeim ef upp kemur ágreiningur af einhverju tagi eða átök.“ Þessa hugmyndafræði þurfi að uppræta með auknu eftirliti en einnig fræðslu. „Það þurfa margir að taka þátt í þessu, að uppræta þennan vopnaburð og þessa hugmyndafræði sem hvílir að baki. Það er í sjálfu sér ekki bara einn aðili, löggæslan, sem getur gert þetta. Heldur verða líka að koma til skólayfirvöld, fjölskyldan, afþreyingarmiðstöðvar og fleira af því tagi, til að gera okkur öllum, og sérstaklega ungmennum, grein fyrir því hvað þarna er í húfi.“ Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Börn og uppeldi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Á fimmtudag lést pólskur karlmaður á þrítugsaldri eftir að hafa verið stunginn. Fjórir einstaklingar eru í haldi vegna málsins, þar af þrír undir 18 ára aldri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands telur að gera þurfi ungu fólki grein fyrir þeim hættum og afleiðingum sem fylgja burði og beitingu vopna. „Þetta er ekki bara grín. Það er mikil alvara á ferðum og það þarf í raun og veru ekki nema eina hnífstungu og þá getu bani hlotist af, eins og því miður gerðist hjá okkur í síðustu viku,“ segir Helgi. Aukin harka mætir minna ofbeldisþoli Helgi telur ákveðna skautun vera að eiga sér stað, þar sem í samfélaginu sem heild sé sífellt minni þolinmæði fyrir beitingu ofbeldis af hvaða tagi sem er. „Á sama tíma virðist vera að gerast á meðal ungmenna, einkum karla, oft á jaðrinum, þar kemur upp þessi hugmynd að það sé bara eðlilegt og réttlætanlegt að bera vopn af ýmsu tagi. Og ekki bara bera þessi vopn, heldur líka jafnvel beita þeim ef upp kemur ágreiningur af einhverju tagi eða átök.“ Þessa hugmyndafræði þurfi að uppræta með auknu eftirliti en einnig fræðslu. „Það þurfa margir að taka þátt í þessu, að uppræta þennan vopnaburð og þessa hugmyndafræði sem hvílir að baki. Það er í sjálfu sér ekki bara einn aðili, löggæslan, sem getur gert þetta. Heldur verða líka að koma til skólayfirvöld, fjölskyldan, afþreyingarmiðstöðvar og fleira af því tagi, til að gera okkur öllum, og sérstaklega ungmennum, grein fyrir því hvað þarna er í húfi.“
Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Börn og uppeldi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira