Brotið gegn barni sem var flutt í einveruherbergi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. apríl 2023 18:55 Barnið var níu ára á þessum tíma og með ADHD-greiningu. Að sögn móður glímdi það við mikla vanlíðan eftir atvikið. vísir/Vilhelm Brotið var gegn barni sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í Hafnarfirði, samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Sérfræðingur segir gríðarlega vöntun á stuðningi fyrir börn með sérþarfir í skólakerfinu og skýrum verklagsreglum. Foreldrar barnsins kærðu atvikið og alla meðferð á málinu til mennta- og barnamálaráðuneytisins haustið 2021. Það var einnig kært til lögreglu en rannsóknin hefur verið felld niður. Fjallað var um kæruna og fleiri sambærileg mál á þessum tíma og umboðsmaður Alþingis fór í kjölfarið og skoðaði aðstæður í grunnskólum. Málsatvikin eru rakin ítarlega í úrskurði ráðuneytisins sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar kemur fram að barnið, sem þá var níu ára, hafi verið lokað inni í herbergi eftir að hafa farið inn á stjórnendaskrifstofu og velt þar til munum í leit að smákökum. Að sögn móður var barnið að leita að kökum sem það hafði bakað í heimilisfræði. Deildarstjóri á skrifstofunni kallaði til fleiri starfsmenn og í kjölfarið var barnið fært með valdi í annað herbergi sem starfsfólkið yfirgaf. Starfsmenn fylgdust svo með barninu í miklu uppnámi í gegnum rúðu á hurðinni þar til móðirin kom á staðinn nokkru síðar. Vantreysti fólki í kjölfarið Barnið hafði áður verið lokað inni í herbergi í skólanum og að sögn móður juku atvikin á kvíða barnsins sem er greint með ADHD og hafði glímt við sjálfsvígshugsanir. Það hafi í kjölfarið upplifað mikla vanlíðan, vantreyst fólki í kringum sig og verið í hættu á að skaða sig. Mennta- og barnamálaráðuneytið úrskurðaði í málinu í lok febrúar og í úrskurði segir að viðbrögð skólans hafi ekki í samræmi við lög. Ekki þótti sýnt fram á að þetta líkamlega inngrip hafi verið nauðsynlegt miðað við aðstæður. Sigrún Jónsdóttir starfaði lengi með nemendum með sérþarfir í grunnskólum; er þroskaþjálfi og í stjórn ADHD samtakanna. Hún segir úrræðaleysið gagnvart börnum sem ekki passa í hefðbundið mót oft algjört og grafalvarlegt. „Við getum verið að tala um einstaklinga með ADHD eða einhverfa nemendur. Bæði með greiningar og ekki. Þessir einstaklingar eru frábærir en þarna byrjar að brotna undan þeirra lífi,“ segir Sigrún. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins segir að líkamlegt inngrip starfsmanna skólans hafi ekki verið í samræmi við lög og ekki nauðsynlegt miðað við aðstæður.Vísir/Arnar Fagaðilar þurfa að sinna þessum málum Í úrskurðinum segir að í einhverjum tilvikum kunni að vera nauðsynlegt að fjarlægja barn úr tilteknum aðstæðum. Aðbúnaður í herbergjum þurfi þá að teljast fullnægjandi og líkamlegt inngrip í samræmi við lög. Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins vinnur nú að leiðbeiningum fyrir starfsfólk grunnskóla. Meðal annars um heimildir til líkamlegs inngrips og notkun svokallaðra hvíldarherbergja. Sigrún telur mikilvægast að auka verulega við faglegan stuðning innan skólanna. „Að það sé innan skólakerfisins mikil og góð þekking á því að nemandi sem brýst fram með ofbeldi er ekki að gera það sem hann þráir. Hann er að upplifa tilfinningalega erfiðleika.“ Vinnan við leiðbeiningarnar til skólanna er sögð vera á lokametrunum. Eigi hvíldarherbergi að vera til staðar telur Sigrún að ramminn þurfi að vera mjög skýr. „Og það þarf að liggja fyrir að þetta sé eitthvað sem geti komið upp. Þetta þurfa foreldrar að vera upplýstir um og barnið. Það þarf að vera mjög sterk löggjöf í kringum þetta. Það þurfa að vera fagaðilar sem geta sinnt þessari vinnu og það þarf að vera viðvarandi teymi sem getur sinnt þessum einstaklingum sem líður illa,“ segir Sigrún Er þetta ekki í nógu góðu horfi í dag? „Nei, það er það ekki.“ Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Hafnarfjörður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Foreldrar barnsins kærðu atvikið og alla meðferð á málinu til mennta- og barnamálaráðuneytisins haustið 2021. Það var einnig kært til lögreglu en rannsóknin hefur verið felld niður. Fjallað var um kæruna og fleiri sambærileg mál á þessum tíma og umboðsmaður Alþingis fór í kjölfarið og skoðaði aðstæður í grunnskólum. Málsatvikin eru rakin ítarlega í úrskurði ráðuneytisins sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar kemur fram að barnið, sem þá var níu ára, hafi verið lokað inni í herbergi eftir að hafa farið inn á stjórnendaskrifstofu og velt þar til munum í leit að smákökum. Að sögn móður var barnið að leita að kökum sem það hafði bakað í heimilisfræði. Deildarstjóri á skrifstofunni kallaði til fleiri starfsmenn og í kjölfarið var barnið fært með valdi í annað herbergi sem starfsfólkið yfirgaf. Starfsmenn fylgdust svo með barninu í miklu uppnámi í gegnum rúðu á hurðinni þar til móðirin kom á staðinn nokkru síðar. Vantreysti fólki í kjölfarið Barnið hafði áður verið lokað inni í herbergi í skólanum og að sögn móður juku atvikin á kvíða barnsins sem er greint með ADHD og hafði glímt við sjálfsvígshugsanir. Það hafi í kjölfarið upplifað mikla vanlíðan, vantreyst fólki í kringum sig og verið í hættu á að skaða sig. Mennta- og barnamálaráðuneytið úrskurðaði í málinu í lok febrúar og í úrskurði segir að viðbrögð skólans hafi ekki í samræmi við lög. Ekki þótti sýnt fram á að þetta líkamlega inngrip hafi verið nauðsynlegt miðað við aðstæður. Sigrún Jónsdóttir starfaði lengi með nemendum með sérþarfir í grunnskólum; er þroskaþjálfi og í stjórn ADHD samtakanna. Hún segir úrræðaleysið gagnvart börnum sem ekki passa í hefðbundið mót oft algjört og grafalvarlegt. „Við getum verið að tala um einstaklinga með ADHD eða einhverfa nemendur. Bæði með greiningar og ekki. Þessir einstaklingar eru frábærir en þarna byrjar að brotna undan þeirra lífi,“ segir Sigrún. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins segir að líkamlegt inngrip starfsmanna skólans hafi ekki verið í samræmi við lög og ekki nauðsynlegt miðað við aðstæður.Vísir/Arnar Fagaðilar þurfa að sinna þessum málum Í úrskurðinum segir að í einhverjum tilvikum kunni að vera nauðsynlegt að fjarlægja barn úr tilteknum aðstæðum. Aðbúnaður í herbergjum þurfi þá að teljast fullnægjandi og líkamlegt inngrip í samræmi við lög. Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins vinnur nú að leiðbeiningum fyrir starfsfólk grunnskóla. Meðal annars um heimildir til líkamlegs inngrips og notkun svokallaðra hvíldarherbergja. Sigrún telur mikilvægast að auka verulega við faglegan stuðning innan skólanna. „Að það sé innan skólakerfisins mikil og góð þekking á því að nemandi sem brýst fram með ofbeldi er ekki að gera það sem hann þráir. Hann er að upplifa tilfinningalega erfiðleika.“ Vinnan við leiðbeiningarnar til skólanna er sögð vera á lokametrunum. Eigi hvíldarherbergi að vera til staðar telur Sigrún að ramminn þurfi að vera mjög skýr. „Og það þarf að liggja fyrir að þetta sé eitthvað sem geti komið upp. Þetta þurfa foreldrar að vera upplýstir um og barnið. Það þarf að vera mjög sterk löggjöf í kringum þetta. Það þurfa að vera fagaðilar sem geta sinnt þessari vinnu og það þarf að vera viðvarandi teymi sem getur sinnt þessum einstaklingum sem líður illa,“ segir Sigrún Er þetta ekki í nógu góðu horfi í dag? „Nei, það er það ekki.“
Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Hafnarfjörður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira