Lukaku skoraði eitt marka Inter Milan í 3-0 sigri liðsins á Empoli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og í viðtali eftir leik var hann spurður út í framtíð sína.
„Ég verð að passa mig hvað ég segi," sagði Lukaku. ,,Ég ætla mér bara að einblína á Inter og gera mitt besta fyrir félagið í hverjum einasta leik. Ég reyni alltaf að gera mitt besta fyrir Inter og mér líkar mjög vel við stuðningsmenn félagsins. Samband okkar er frábært.“
Lukaku hafði verið á mála hjá Inter Milan áður en hann var keyptur á nýjan leik til Chelsea. Og eftir töluvert erfiða byrjun í endurkomunni Ítalíu virðist hann nú vera að finna fjölina á nýjan leik.
Framherjinn stóri og stæðilegi á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við Chelsea en enska félagið stendur á krossgötum þessa dagana eftir erfið úrslit á yfirstandandi tímabili, örar knattspyrnustjóra breytingar og mikla fjárfestingu í nýjum leikmönnum.