Lokuðu dyrnar í heilbrigðiskerfinu Kristín Davíðsdóttir skrifar 24. apríl 2023 08:01 Frá árinu 2005 hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef starfað á bráðamóttökum og legudeildum, hérlendis og erlendis. Árið 2021 hóf ég störf hjá Frú Ragnheiði hvar skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda - að stærstum hluta ungt fólk. Þessi hópur samanstendur af fólki sem samfélagið lætur sig lítið varða, nema þá kannski helst þegar þau valda öðrum ónæði eða þegar þörf er á fjöður í hattinn. Þegar maður starfar í heilbrigðiskerfinu er dauðinn órjúfanlegur hluti af vinnunni - þannig er einfaldlega gangur lífsins. Það er hins vegar þyngra en tárum taki hve áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er á meðal þeirra sem glíma við fíknivanda. Á þeim tæplega tveimur árum sem ég hef starfað með þessum hópi, bæði á vettvangi og innan LSH, hafa nokkrir tugir látið lífið vegna síns sjúkdóms. Tugir ungra einstaklinga sem áttu allt lífið framundan. Hvergi annars staðar í mínu starfi hef ég upplifað það að jafn stór hluti minna skjólstæðinga láti lífið - gjarnan af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Ef við rýnum í tölfræðina sem sýnir okkur hve margir látast á hverju ári vegna lyfja þ.e. hin svokölluðu lyfjatengdu andlát sést glögglega að þau hafa farið stigvaxandi hérlendis undanfarin ár. En það er mikil einföldun að halda því fram að þeir sem tilgreindir eru þar séu einu einstaklingarnir sem láta lífið vegna fíknisjúkdóms. Það eru svo miklu miklu fleiri sem láta lífð eða örkumlast af afleiddum orsökum vímuefnanotkunarinnar. Árið 2021 létust 46 einstaklingar vegna lyfja á Íslandi - af þeim voru 26 undir 45 ára. Til viðbótar létust 13 einstaklingar í sjálfsvígi. Við erum því að tala um nærri 40 einstaklinga á aldrinum 18-45 ára en það samsvarar nærri einum á viku. Til að setja þetta í samhengi þá er lyfjainntaka gefin upp sem dánarorsök hjá 55% þeirra sem létust árið 2021 á aldrinum 18-44 ára. Miðað við þessar upplýsingar hljótum við að spyrja okkur hvers vegna ekki er sett meira púður í það að sinna einstaklingum sem glíma við fíknivanda. Meðferðarúrræðin sem standa þessum einstaklingum til boða eru fá og nær öll rekin af frjálsum félagasamtökum. Hið opinbera gerir lítið þrátt fyrir þann gríðarlega toll sem þessi sjúkdómur tekur - hvernig má það vera? Við lestur blaðanna í dag rakst ég á viðtal við móður 19 ára drengs sem lét lífið vegna fíknivanda fyrr á þessu ári. Það sem stakk mig við þessa lesningu voru orð hennar um heilbrigðiskerfið - þar sem hún talaði um að hafa alls staðar komið að lokuðum dyrum. Að sonur hennar hefði að vísu verið á fíknigeðdeild en ekki verið nógu geðveikur til að komast í langtímameðferð þar og að langir biðlistarnir hefðu verið á öðrum meðferðarstofnunum. Mér er með öllu fyrirmunað að skilja forgangsröðunina á þessum málaflokki en því miður er saga þessarar konu ekki einsdæmi. Þetta er saga sem við heyrum mjög reglulega þegar einstaklingar sem glíma við fíknivanda og/eða aðstandendur þeirra hafa samband til þess að grátbiðja um aðstoð. Að vera í dagneyslu ópíoíða er dauðans alvara og að það skuli vera jafn langir biðlistar eftir hjálp og raun ber vitni er algjörlega galið. Annað svipað dæmi var þegar móðir ungs manns sótti hann nýlega til útlanda til að koma honum heim og undir læknishendur. Það sem tók hins vegar við hjá henni var að sitja heima yfir fárveikum syni sínum þar sem allar dyr virtust lokaðar. Eða parið sem kom frá Danmörku og hafði samband við Frú Ragnheiði til að spyrjast fyrir um það hvar methadon klíníkin væri því þau væru á methadon meðferð sem þau þyrftu að halda áfram á - enn einar lokaðar dyr! Á tyllidögum er rætt um þennan veika og viðkvæma hóp sem þarf á aukinni þjónustu að halda - en því miður virðast ekki vera til peningar og ef það strandar ekki á peningunum þá er það iðulega pólitíkin sem stendur í veginum. Nú þegar heilbrigðisráðherra hefur látið sig málaflokkinn varða og viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að framkvæmda sé þörf er ekki úr vegi að hvetja til þess að þegar verði hafist handa. Sem dæmi má nefna að neyslurýminu Ylju, sem Rauði krossinn rak til eins árs, var lokað í síðasta mánuði og enn hefur ekki fengist húsnæði til að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir að peningar hafi verið tryggðir til a.m.k. næstu tveggja ára. Reynslan sýndi okkur að á stað sem þessum er hægt að auka mikið við þjónustuna með litlum tilkostnaði og ná þannig til hóps af fólki sem annars getur reynst erfitt að nálgast, m.a. vegna reynslu þeirra af öllum lokuðu dyrunum í kerfinu. Í hverri einustu viku deyr einstaklingur hérlendis vegna fíknisjúkdóms - það þýðir að í hverri einustu viku missir móðir barnið sitt vegna þess að við sem samfélag erum ekki að standa okkur í stykkinu - við getum gert miklu betur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2005 hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef starfað á bráðamóttökum og legudeildum, hérlendis og erlendis. Árið 2021 hóf ég störf hjá Frú Ragnheiði hvar skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda - að stærstum hluta ungt fólk. Þessi hópur samanstendur af fólki sem samfélagið lætur sig lítið varða, nema þá kannski helst þegar þau valda öðrum ónæði eða þegar þörf er á fjöður í hattinn. Þegar maður starfar í heilbrigðiskerfinu er dauðinn órjúfanlegur hluti af vinnunni - þannig er einfaldlega gangur lífsins. Það er hins vegar þyngra en tárum taki hve áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er á meðal þeirra sem glíma við fíknivanda. Á þeim tæplega tveimur árum sem ég hef starfað með þessum hópi, bæði á vettvangi og innan LSH, hafa nokkrir tugir látið lífið vegna síns sjúkdóms. Tugir ungra einstaklinga sem áttu allt lífið framundan. Hvergi annars staðar í mínu starfi hef ég upplifað það að jafn stór hluti minna skjólstæðinga láti lífið - gjarnan af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Ef við rýnum í tölfræðina sem sýnir okkur hve margir látast á hverju ári vegna lyfja þ.e. hin svokölluðu lyfjatengdu andlát sést glögglega að þau hafa farið stigvaxandi hérlendis undanfarin ár. En það er mikil einföldun að halda því fram að þeir sem tilgreindir eru þar séu einu einstaklingarnir sem láta lífið vegna fíknisjúkdóms. Það eru svo miklu miklu fleiri sem láta lífð eða örkumlast af afleiddum orsökum vímuefnanotkunarinnar. Árið 2021 létust 46 einstaklingar vegna lyfja á Íslandi - af þeim voru 26 undir 45 ára. Til viðbótar létust 13 einstaklingar í sjálfsvígi. Við erum því að tala um nærri 40 einstaklinga á aldrinum 18-45 ára en það samsvarar nærri einum á viku. Til að setja þetta í samhengi þá er lyfjainntaka gefin upp sem dánarorsök hjá 55% þeirra sem létust árið 2021 á aldrinum 18-44 ára. Miðað við þessar upplýsingar hljótum við að spyrja okkur hvers vegna ekki er sett meira púður í það að sinna einstaklingum sem glíma við fíknivanda. Meðferðarúrræðin sem standa þessum einstaklingum til boða eru fá og nær öll rekin af frjálsum félagasamtökum. Hið opinbera gerir lítið þrátt fyrir þann gríðarlega toll sem þessi sjúkdómur tekur - hvernig má það vera? Við lestur blaðanna í dag rakst ég á viðtal við móður 19 ára drengs sem lét lífið vegna fíknivanda fyrr á þessu ári. Það sem stakk mig við þessa lesningu voru orð hennar um heilbrigðiskerfið - þar sem hún talaði um að hafa alls staðar komið að lokuðum dyrum. Að sonur hennar hefði að vísu verið á fíknigeðdeild en ekki verið nógu geðveikur til að komast í langtímameðferð þar og að langir biðlistarnir hefðu verið á öðrum meðferðarstofnunum. Mér er með öllu fyrirmunað að skilja forgangsröðunina á þessum málaflokki en því miður er saga þessarar konu ekki einsdæmi. Þetta er saga sem við heyrum mjög reglulega þegar einstaklingar sem glíma við fíknivanda og/eða aðstandendur þeirra hafa samband til þess að grátbiðja um aðstoð. Að vera í dagneyslu ópíoíða er dauðans alvara og að það skuli vera jafn langir biðlistar eftir hjálp og raun ber vitni er algjörlega galið. Annað svipað dæmi var þegar móðir ungs manns sótti hann nýlega til útlanda til að koma honum heim og undir læknishendur. Það sem tók hins vegar við hjá henni var að sitja heima yfir fárveikum syni sínum þar sem allar dyr virtust lokaðar. Eða parið sem kom frá Danmörku og hafði samband við Frú Ragnheiði til að spyrjast fyrir um það hvar methadon klíníkin væri því þau væru á methadon meðferð sem þau þyrftu að halda áfram á - enn einar lokaðar dyr! Á tyllidögum er rætt um þennan veika og viðkvæma hóp sem þarf á aukinni þjónustu að halda - en því miður virðast ekki vera til peningar og ef það strandar ekki á peningunum þá er það iðulega pólitíkin sem stendur í veginum. Nú þegar heilbrigðisráðherra hefur látið sig málaflokkinn varða og viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að framkvæmda sé þörf er ekki úr vegi að hvetja til þess að þegar verði hafist handa. Sem dæmi má nefna að neyslurýminu Ylju, sem Rauði krossinn rak til eins árs, var lokað í síðasta mánuði og enn hefur ekki fengist húsnæði til að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir að peningar hafi verið tryggðir til a.m.k. næstu tveggja ára. Reynslan sýndi okkur að á stað sem þessum er hægt að auka mikið við þjónustuna með litlum tilkostnaði og ná þannig til hóps af fólki sem annars getur reynst erfitt að nálgast, m.a. vegna reynslu þeirra af öllum lokuðu dyrunum í kerfinu. Í hverri einustu viku deyr einstaklingur hérlendis vegna fíknisjúkdóms - það þýðir að í hverri einustu viku missir móðir barnið sitt vegna þess að við sem samfélag erum ekki að standa okkur í stykkinu - við getum gert miklu betur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.
OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun