Körfubolti

Stoltur Pa­vel um stóru breytinguna | „Ég hef enga til­­finningu fyrir leiknum“

Aron Guðmundsson skrifar
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls Vísir/Hulda Margrét

Pa­vel Er­molinskij, þjálfari karla­liðs Tinda­stóls í körfu­bolta, var að vonum á­nægður með frammi­stöðu sinna manna í kvöld er liðið bar sigur­orðið gegn Njarð­vík í öðrum leik liðanna í undan­úr­slita­ein­vígi í úr­slita­keppni Subway deildar karla.

Tinda­stóll er nú komið 2-0 yfir í ein­víginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á mið­viku­daginn, sópað Njarð­víkingum út úr úr­slita­keppninni.

„Þeir (Njarð­vík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið fram­hald af síðasta leik,“ sagði Pa­vel eftir leik tvö í kvöld en Njarð­víkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna.

„Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðru­vísi, það var kannski bara mót­herjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarð­víkingarnir eiga gott körfu­bolta­lið sem spilaði betur í kvöld.

Ég held að þessir góðu leik­menn þeirra hafi bara spilað eðli­lega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara á­fram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“

Upplifir ekki það sama sem þjálfari

Svali Björg­vins­son tók við­talið við Pa­vel en hann vildi fá að vita hvort Pa­vel, sem á sínum leik­manna­ferli vann fjöldann allan af Ís­lands­meistara­titlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leik­maður í þessum að­stæðum.

„Ég hef enga til­finningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pa­vel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki til­finningu. Ég upp­lifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa til­finningu, að við værum með þá.

Það er aðal vanda­málið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“

En á annað borð viður­kenndi Pa­vel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spila­mennsku sinna manna.

„Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upp­lifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upp­lifa það sem ég hef áður upp­lifað. Ég veit hvaða til­finningu þeir eru að upp­lifa og það gleður mig rosa­lega að vita hvernig þeim líður núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×