Erlent

Spydeberg-tví­bura­systurnar létust lík­legast vegna heróin­of­skammts

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tveir eru í haldi lögreglu vegna málsins.
Tveir eru í haldi lögreglu vegna málsins. Getty

Tvíburasysturnar Mille Andrea og Mina Alexandra Hjalmarsen, sem fundust látnar í Spydeberg í Noregi í janúar, létust líklegast af völdum ofskammts af heróíni. Tveir menn eru enn í haldi lögreglu vegna málsins. 

Systurnar, sem voru sextán ára, fundust látnar í heimahúsi í Spydeberg þann 8. janúar síðastliðinn. Önnur stúlka var einnig flutt á sjúkrahús en tókst viðbragðsaðilum að bjarga lífi hennar. 

Einn karlmaður á þrítugsaldri var á heimilinu auk stúlknanna og var hann handtekinn. Var hann fyrst um sinn kærður fyrir að koma stúlkunum ekki til bjargar en eftir á að koma í ljós hvort hann verði sakaður um meira í málinu. Annar maður er einnig í haldi lögreglu grunaður um að hafa selt tvíburasystrunum fíkniefnin. 

Krufning á stelpunum leiddi í ljós að þær hafi að öllum líkindum látist vegna ofskammts af heróíni. Lögreglan í Spydeberg segir í tilkynningu að frekari niðurstöður krufningarinnar verði ekki gerðar almenningi kunnugar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×