Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 08:15 Arnór Snær hefur verið kynntur til leiks. Twitter@RNLoewen Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. Hinn 23 ára gamli Arnór Snær hefur verið frábær í liði Vals undanfarin misseri. Á hann stóran þátt í góðu gengi félagsins á þeim tíma. Arnór Snær er þó kominn í sumarfrí þar sem Íslands- og deildarmeistarar Vals féllu óvænt úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Vitað var að Arnór Snær væri á leið erlendis eftir að tímabilinu hér heima lyki og nú hafa Ljónin staðfest að Arnór Snær verði leikmaður liðsins á komandi leiktíð. Skrifar hann undir samning til ársins 2025. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Arnór mun hjálpa okkur með gæðum sínum. Framför hans, sérstaklega á þessari leiktíð, sýnir hversu efnilegur hann er. Við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Sebastian Hinze, þjálfari Löwen, um nýjasta leikmann liðsins. „Ég er viss um að nú sé rétti tíminn til að prófa mig áfram í bestu deild í heimi. Löwen býður upp á hið fullkomna umhverfi og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Arnór Snær sjálfur við undirskriftina. Það má segja að Löwen sé hrifið af Íslendingum en ásamt Ými Erni þá spiluðu Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson með liðinu á sínum tíma. Sem stendur situr liðið í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þremur; Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg. Liðið var í bullandi toppbaráttu en hefur fatast flugið og tapað síðustu fimm leikjum sínum. Löwen tókst þó að taka sig saman og landa þýska bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir æsispennandi leik gegn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg. Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12 Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Arnór Snær hefur verið frábær í liði Vals undanfarin misseri. Á hann stóran þátt í góðu gengi félagsins á þeim tíma. Arnór Snær er þó kominn í sumarfrí þar sem Íslands- og deildarmeistarar Vals féllu óvænt úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Vitað var að Arnór Snær væri á leið erlendis eftir að tímabilinu hér heima lyki og nú hafa Ljónin staðfest að Arnór Snær verði leikmaður liðsins á komandi leiktíð. Skrifar hann undir samning til ársins 2025. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Arnór mun hjálpa okkur með gæðum sínum. Framför hans, sérstaklega á þessari leiktíð, sýnir hversu efnilegur hann er. Við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Sebastian Hinze, þjálfari Löwen, um nýjasta leikmann liðsins. „Ég er viss um að nú sé rétti tíminn til að prófa mig áfram í bestu deild í heimi. Löwen býður upp á hið fullkomna umhverfi og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Arnór Snær sjálfur við undirskriftina. Það má segja að Löwen sé hrifið af Íslendingum en ásamt Ými Erni þá spiluðu Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson með liðinu á sínum tíma. Sem stendur situr liðið í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þremur; Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg. Liðið var í bullandi toppbaráttu en hefur fatast flugið og tapað síðustu fimm leikjum sínum. Löwen tókst þó að taka sig saman og landa þýska bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir æsispennandi leik gegn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg.
Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12 Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti