Biden sækist formlega eftir endurkjöri Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 10:29 Joe Biden vill vera forseti Bandaríkjanna í fjögur ár til viðbótar. AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann sækist formlega eftir endurkjöri í kosningum á næsta ári. Hann biður kjósendur um að gefa honum meiri tíma til að ljúka verkefninu sem hann hóf þegar hann tók við embætti fyrir rúmum tveimur árum. „Ég sagði að við værum í baráttu um sál Bandaríkjanna og við erum það ennþá. Spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við höfum meira eða minna frelsi á næstu árum. Fleiri réttindi eða færri,“ sagði Biden í þriggja mínútna myndbandi sem hann birti í morgun. Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.That s why I m running for reelection as President of the United States. Join us. Let s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023 Biden er elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Nái hann endurkjöri árið 2024 yrði hann 86 ára gamall við lok seinna kjörtímabils síns. Hann hefur sagt áhyggjur kjósenda Demókrataflokksins af aldri sínum algerlega lögmætar. Hann ræddi aldur sinn þó ekki í framboðsmyndbandinu. AP-fréttastofan segir að framboð Biden ætli að leggja áherslu á afrek hans í embætti. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á fyrstu tvö ár hans í embætti en hann hefur komið í gegn nokkrum stórum málum. Þar á meðal er meiriháttar innviðauppbygging sem þingmenn beggja flokka greiddu atkvæði með og umfangsmestu loftslagsaðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur ráðist í. Forsetinn kemst ekki lengra með meiriháttar stefnumál það sem eftir er kjörtímabilinu þar sem repúblikanar fara nú með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Á öðru kjörtímabili vill Biden koma í gegn fleiri málum, þar á meðal banni við árásarrifflum, verðlækkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum og lögfestingu á rétti til þungunarrofs. Þröng staða í könnunum en óvenjugóður árangur í þingkosningum Biden vann góðan sigur á Donald Trump í forsetakosningunum árið 2020. Hann varð meðal annars fyrsti demókratinn til þess að vinna sigur í Georgíu í 28 ár og í Arizona í 24 ár. Á kjörtímabilinu hefur stuðningur við Biden þó verið sambærilegur við Trump. Um þessar mundir hafa rúm 42 prósent velþóknun á störfum hans en tæp 53 prósent vanþóknun samkvæmt kosningaspásíðunni Five Thirty Eight. Þrátt fyrir það kom Demókrataflokkurinn mun betur út úr þingkosningum á miðju kjörtímabilinu í haust en búist var við. Þekkt lögmál bandarískra stjórnmála er að flokkur forseta tapi í slíkum kosningum, oft stórt. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en mun þrengri en lengi var útlit fyrir. Demókratar bættu við sig þingmönnum í öldungadeildinni. Margir stjórnmálaskýrendur röktu það til áframhaldandi samsæriskenninga Donalds Trump og bandamanna hans um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur gegn Biden árið 2020. Stór hluti frambjóðenda repúblikana í þingkosningunum í fyrra hélt slíkum málflutningi á lofti. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Ég sagði að við værum í baráttu um sál Bandaríkjanna og við erum það ennþá. Spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við höfum meira eða minna frelsi á næstu árum. Fleiri réttindi eða færri,“ sagði Biden í þriggja mínútna myndbandi sem hann birti í morgun. Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.That s why I m running for reelection as President of the United States. Join us. Let s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023 Biden er elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Nái hann endurkjöri árið 2024 yrði hann 86 ára gamall við lok seinna kjörtímabils síns. Hann hefur sagt áhyggjur kjósenda Demókrataflokksins af aldri sínum algerlega lögmætar. Hann ræddi aldur sinn þó ekki í framboðsmyndbandinu. AP-fréttastofan segir að framboð Biden ætli að leggja áherslu á afrek hans í embætti. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á fyrstu tvö ár hans í embætti en hann hefur komið í gegn nokkrum stórum málum. Þar á meðal er meiriháttar innviðauppbygging sem þingmenn beggja flokka greiddu atkvæði með og umfangsmestu loftslagsaðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur ráðist í. Forsetinn kemst ekki lengra með meiriháttar stefnumál það sem eftir er kjörtímabilinu þar sem repúblikanar fara nú með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Á öðru kjörtímabili vill Biden koma í gegn fleiri málum, þar á meðal banni við árásarrifflum, verðlækkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum og lögfestingu á rétti til þungunarrofs. Þröng staða í könnunum en óvenjugóður árangur í þingkosningum Biden vann góðan sigur á Donald Trump í forsetakosningunum árið 2020. Hann varð meðal annars fyrsti demókratinn til þess að vinna sigur í Georgíu í 28 ár og í Arizona í 24 ár. Á kjörtímabilinu hefur stuðningur við Biden þó verið sambærilegur við Trump. Um þessar mundir hafa rúm 42 prósent velþóknun á störfum hans en tæp 53 prósent vanþóknun samkvæmt kosningaspásíðunni Five Thirty Eight. Þrátt fyrir það kom Demókrataflokkurinn mun betur út úr þingkosningum á miðju kjörtímabilinu í haust en búist var við. Þekkt lögmál bandarískra stjórnmála er að flokkur forseta tapi í slíkum kosningum, oft stórt. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en mun þrengri en lengi var útlit fyrir. Demókratar bættu við sig þingmönnum í öldungadeildinni. Margir stjórnmálaskýrendur röktu það til áframhaldandi samsæriskenninga Donalds Trump og bandamanna hans um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur gegn Biden árið 2020. Stór hluti frambjóðenda repúblikana í þingkosningunum í fyrra hélt slíkum málflutningi á lofti.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira