Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Grímur Atlason skrifar 25. apríl 2023 14:02 Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support en fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. En hvers vegna er breytinga þörf? Staðan í dag Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana, aukinnar vanlíðanar ungs fólks, fjölgunar örorkubótaþega, einmanaleika fólks og erfiðleikum barna í skólum benda til þess að við séum ekki á réttri leið. Aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við geðrænar áskoranir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Kerfið vinnur út frá hugmyndafræði vísindahyggju sem gengur út á að laga einkenni frekar en að leita orsaka. Mælikvarðar geðheilsu eru fjölmargir. Geð- og svefnlyfjanotkun er einn, fjöldi sjálfsvíga og sjálfsskaða annar og líðan barna og ungmenna enn annar. Geðhjálp hefur haldið utan um þessa vísa undanfarin misseri og birt reglulega. Flestir þessara vísa benda til verri geðheilsu þjóðarinnar. Lyfjaeitranir hafa verið til umræðu undanfarna daga og það eru sláandi tölur sem birtast okkur í dánarmeinaskrá landlæknisembættisins. Á árunum 2012 til 2021 dóu samtals 309 einstaklingar vegna lyfjaeitrana sem ekki voru skráðar sem sjálfsvíg. Þegar tímabilinu er skipt í tvennt kemur í ljós veruleg aukning á árabilinu 2017 til 2021 samanborið við árin fimm á undan. Í heildina dóu 43,3% fleiri vegna lyfjaeitrana árin 2017 til 2021 en á árunum 2012 til 2016. Aukningin er mest meðal karla á aldrinum 11 til 44 ára en 38 fleiri karlmenn á þessum aldri dóu þessi fimm ár. Það er aukning um 90,4% á milli tímabila. Það skal tekið fram að enginn karlmaður undir 18 ára dó á þessu tímabili en það gerðu hins vegar tvær ungar konur og þess vegna fer viðmiðið í 11 ár. Hvað þarf að gera? Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódeli læknisfræðinnar einu og sér. Horfa þarf á fíkn og fíknivanda út frá reynslu einstaklingsins í stað þess að einblína á afleiðingar neyslunnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 98 prósent þess fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagnsins fer í forvarnir. Spurningin: Hvað er að þér? hefur gengið sér til húðar. Það er kominn tími til að við spyrjum einstaklinga í vanda: Hvað kom fyrir þig? Við verðum að huga að börnum frá meðgöngu og síðan alveg sérstaklega fyrstu tvö æviárin. Styðjum síðan við börn á öllum skólastigum. Styðjum verðandi foreldra og styðjum foreldra á fyrstu árum barnsins. Það gerum við m.a. með því að vinda ofan af þeirri vitleysu að vinnan göfgi manninn. Samvera og tilfinningatengsl göfga manninn. Umburðarlyndi og skilningur gera það líka. Breytum skólakerfinu þannig að öll börn hafi þar tilgang og vaxi með þeim hætti. Breytum hugmyndafræði okkar í tengslum við virkni og hættum að mæla allt út frá fullri starfsorku og skertri starfsorku. Við erum öll með starfsorku – bara mismikla og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Tölum um tilfinningar og eflum seiglu. Þjálfum okkur öll í að ganga í gegnum erfiðleika og lítum á þá sem hluta af því að verða heilsteypt manneskja. Drögum jafnframt úr áföllum barna vegna félagslegra erfiðleika í umhverfi þeirra. Þegar skaðinn er skeður og einstaklingurinn er í vanda þá þurfum við að mæta honum þar sem hann er staddur. Stóreflum samfélagsgeðþjónustu og lítum á sjúkrahúsvist sem algjöra undantekningu þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum. Fjölgum jafningjum á öllum stöðum sem veita meðferð og/eða þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Tökum upp hugmyndafræði opinnar samræðu (open dialouge) sem hefur rutt sér til rúms víða. Innleiðum samstarf og samráð við notendur þjónustunnar (co-creation) – raunverulegt samráð, ekki sýndar samráð. Bjóðum upp á lyfjalausar deildir og drögum þannig úr þvingun og nauðung. Að sjálfsögðu þarf síðan að uppfæra húsakost geðdeilda landsins. Lítum á fíkn og fíkniefni með þeim augum að notendur efnanna eru fyrst og fremst að deyfa sársauka. Afglæpavæðum notkun þeirra og lögleiðum í áföngum. Það hefur ekkert gott komið út úr stríðinu við fíkniefnin sem Nixon hóf fyrir rúmum 50 árum. Tæmum fangelsin af þessum brotnu einstaklingum sem eitt sinni voru börn en við síðan sem samfélag vanræktum. Tökum höndum saman og gerum þetta! Hittumst síðan á ráðstefnunni næstu tvo daga þar sem áherslan verður öll á nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum! Nánar hér: www.socialchange.is Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun VI. Sköpunarsaga þjóðsögu – plottið í Síðumúla raunar hápólitískt Hafþór S. Ciesielski Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support en fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. En hvers vegna er breytinga þörf? Staðan í dag Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana, aukinnar vanlíðanar ungs fólks, fjölgunar örorkubótaþega, einmanaleika fólks og erfiðleikum barna í skólum benda til þess að við séum ekki á réttri leið. Aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við geðrænar áskoranir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Kerfið vinnur út frá hugmyndafræði vísindahyggju sem gengur út á að laga einkenni frekar en að leita orsaka. Mælikvarðar geðheilsu eru fjölmargir. Geð- og svefnlyfjanotkun er einn, fjöldi sjálfsvíga og sjálfsskaða annar og líðan barna og ungmenna enn annar. Geðhjálp hefur haldið utan um þessa vísa undanfarin misseri og birt reglulega. Flestir þessara vísa benda til verri geðheilsu þjóðarinnar. Lyfjaeitranir hafa verið til umræðu undanfarna daga og það eru sláandi tölur sem birtast okkur í dánarmeinaskrá landlæknisembættisins. Á árunum 2012 til 2021 dóu samtals 309 einstaklingar vegna lyfjaeitrana sem ekki voru skráðar sem sjálfsvíg. Þegar tímabilinu er skipt í tvennt kemur í ljós veruleg aukning á árabilinu 2017 til 2021 samanborið við árin fimm á undan. Í heildina dóu 43,3% fleiri vegna lyfjaeitrana árin 2017 til 2021 en á árunum 2012 til 2016. Aukningin er mest meðal karla á aldrinum 11 til 44 ára en 38 fleiri karlmenn á þessum aldri dóu þessi fimm ár. Það er aukning um 90,4% á milli tímabila. Það skal tekið fram að enginn karlmaður undir 18 ára dó á þessu tímabili en það gerðu hins vegar tvær ungar konur og þess vegna fer viðmiðið í 11 ár. Hvað þarf að gera? Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódeli læknisfræðinnar einu og sér. Horfa þarf á fíkn og fíknivanda út frá reynslu einstaklingsins í stað þess að einblína á afleiðingar neyslunnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 98 prósent þess fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagnsins fer í forvarnir. Spurningin: Hvað er að þér? hefur gengið sér til húðar. Það er kominn tími til að við spyrjum einstaklinga í vanda: Hvað kom fyrir þig? Við verðum að huga að börnum frá meðgöngu og síðan alveg sérstaklega fyrstu tvö æviárin. Styðjum síðan við börn á öllum skólastigum. Styðjum verðandi foreldra og styðjum foreldra á fyrstu árum barnsins. Það gerum við m.a. með því að vinda ofan af þeirri vitleysu að vinnan göfgi manninn. Samvera og tilfinningatengsl göfga manninn. Umburðarlyndi og skilningur gera það líka. Breytum skólakerfinu þannig að öll börn hafi þar tilgang og vaxi með þeim hætti. Breytum hugmyndafræði okkar í tengslum við virkni og hættum að mæla allt út frá fullri starfsorku og skertri starfsorku. Við erum öll með starfsorku – bara mismikla og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Tölum um tilfinningar og eflum seiglu. Þjálfum okkur öll í að ganga í gegnum erfiðleika og lítum á þá sem hluta af því að verða heilsteypt manneskja. Drögum jafnframt úr áföllum barna vegna félagslegra erfiðleika í umhverfi þeirra. Þegar skaðinn er skeður og einstaklingurinn er í vanda þá þurfum við að mæta honum þar sem hann er staddur. Stóreflum samfélagsgeðþjónustu og lítum á sjúkrahúsvist sem algjöra undantekningu þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum. Fjölgum jafningjum á öllum stöðum sem veita meðferð og/eða þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Tökum upp hugmyndafræði opinnar samræðu (open dialouge) sem hefur rutt sér til rúms víða. Innleiðum samstarf og samráð við notendur þjónustunnar (co-creation) – raunverulegt samráð, ekki sýndar samráð. Bjóðum upp á lyfjalausar deildir og drögum þannig úr þvingun og nauðung. Að sjálfsögðu þarf síðan að uppfæra húsakost geðdeilda landsins. Lítum á fíkn og fíkniefni með þeim augum að notendur efnanna eru fyrst og fremst að deyfa sársauka. Afglæpavæðum notkun þeirra og lögleiðum í áföngum. Það hefur ekkert gott komið út úr stríðinu við fíkniefnin sem Nixon hóf fyrir rúmum 50 árum. Tæmum fangelsin af þessum brotnu einstaklingum sem eitt sinni voru börn en við síðan sem samfélag vanræktum. Tökum höndum saman og gerum þetta! Hittumst síðan á ráðstefnunni næstu tvo daga þar sem áherslan verður öll á nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum! Nánar hér: www.socialchange.is Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun