Segir að Íslendingar elski að vera naktir í náttúrunni Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 22:40 Rainn Wilson kom hingað til lands síðasta sumar og segist hafa lært heilmikið í þeirri ferð. Getty/Theo Wargo Bandaríski leikarinn Rainn Wilson var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gær. Þar ræddi hann meðal annars um ferð sína hingað til lands í tengslum við gerð nýrra sjónvarpsþátta. Hann sagði meðal annars að Íslendingar væru í miklum tengslum við náttúruna og að þeir elski að vera naktir í henni. „Við erum með fullt af frægu fólki sem ferðast um heiminn að smakka góðan mat en ég er að ferðast um heiminn og leita að hamingjunni,“ sagði Wilson um nýju sjónvarpsþættina sem nefnast Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Fallon spurði þá Wilson hvert hann hafi ferðast við gerð þáttanna og Wilson sagðist meðal annars hafa farið til Íslands. „Hvað lærðirðu á Íslandi?“ spurði Fallon þá. Wilson sagði þá að íslenska þjóðin væri ein sú hamingjusamasta í heimi. „Hygge,“ sagði Fallon í kjölfarið og opinberaði þar með þekkingarleysi sitt á tungumálum Norðurlandanna. Wilson var þó skarpari og sagði að hugtakið „hygge“ væri í raun danskt - eða að minnsta kosti frá einhverju öðru landi í Skandinavíu. Eftir það fór Wilson yfir kynni sín af íslensku þjóðinni: „Íslendingar eru með magnaða tengingu við náttúruna og þeir elska að vera í náttúrunni. Þeir elska að vera naktir í náttúrunni.“ Þá sagði Wilson að „enginn á Íslandi“ trúi á guð. „En áttatíu prósent þeirra trúa á álfa, í alvörunni. Þau trúa á litlar dularfullar skógarverur og þau eru mjög hamingjusöm. Ég lærði fullt.“ Eftir það var sýnt brot úr þætti Wilson þar sem hann fer til Íslands. Brotið er í lok viðtalsins sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Íslandsvinir Hollywood Ferðalög Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Sjá meira
„Við erum með fullt af frægu fólki sem ferðast um heiminn að smakka góðan mat en ég er að ferðast um heiminn og leita að hamingjunni,“ sagði Wilson um nýju sjónvarpsþættina sem nefnast Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Fallon spurði þá Wilson hvert hann hafi ferðast við gerð þáttanna og Wilson sagðist meðal annars hafa farið til Íslands. „Hvað lærðirðu á Íslandi?“ spurði Fallon þá. Wilson sagði þá að íslenska þjóðin væri ein sú hamingjusamasta í heimi. „Hygge,“ sagði Fallon í kjölfarið og opinberaði þar með þekkingarleysi sitt á tungumálum Norðurlandanna. Wilson var þó skarpari og sagði að hugtakið „hygge“ væri í raun danskt - eða að minnsta kosti frá einhverju öðru landi í Skandinavíu. Eftir það fór Wilson yfir kynni sín af íslensku þjóðinni: „Íslendingar eru með magnaða tengingu við náttúruna og þeir elska að vera í náttúrunni. Þeir elska að vera naktir í náttúrunni.“ Þá sagði Wilson að „enginn á Íslandi“ trúi á guð. „En áttatíu prósent þeirra trúa á álfa, í alvörunni. Þau trúa á litlar dularfullar skógarverur og þau eru mjög hamingjusöm. Ég lærði fullt.“ Eftir það var sýnt brot úr þætti Wilson þar sem hann fer til Íslands. Brotið er í lok viðtalsins sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Íslandsvinir Hollywood Ferðalög Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Sjá meira