Banvænir biðlistar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. apríl 2023 07:01 Í aðsendri grein á Vísi skrifar Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um vímuefnavanda og faraldurinn sem geisar nú. Eins og hún bendir á eru sjúklingarnir flestir ungt fólk og þeim mun sorglegra er það hversu lítið samfélagið lætur sig þennan hóp varða. Kristín bendir á hversu „áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er“ meðal þessa hóps. Andlát og jarðarfarir verða daglegt brauð, en ég hef líkt þessu við við Squid Game þættina þar sem enginn veit hver verður næstur. Lýsingar Kristínar á aðkomu og hlutverki móður drengs sem lét nýlega lífið vegna vímuefnavanda eru okkur aðstandendur vel kunnar. Fólk með vímuefnavanda fær ekki sama stuðning og þjónustu í félags- og heilbrigðiskerfinu og annað langveikt fólk. Hvað þá aðstandendur þess. Við þekkjum það að koma alls staðar að lokuðum dyrum og að sjúklingarnir séu flokkaðir sem annars flokks í kerfinu okkar. Hvaða skýring gæti verið önnur á sinnuleysinu gagnvart því að ungt fólk deyi unnvörpum úr vímuefnasjúkdómi? Heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að við tökum á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Sagt að við þurfum að skera upp herör gegn þróuninni í málaflokknum. Þar hafa undanfarið verið tekin fjölmörg jákvæð skref þegar kemur að skaðaminnkandi úrræðum. Aukin áhersla hefur verið lögð á viðhaldsmeðferðir, auknir fjármunir farið í rekstur neyslurýma og átak verið gert varðandi dreifingu nefúða sem getur verið vörn gegn ofskömmtun. Þarna er þó alltaf rými til að gera betur. Ég lagði m.a. fram fyrirspurn til ráðherrans um heimild lækna til að ávísa ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, og fyrirspurn um aðgengi þessara einstaklinga að vímuefnagreiningu (e. drug checking) t.d. í neyslurýmum. Ég tek undir með Kristínu þegar hún segir að við sem samfélag getum gert miklu betur. Við eigum ekki að sætta okkur við að missa einstakling í hverri einustu viku úr fíknisjúkdómi. Þá er auðvitað algjört lykilatriði að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Það er enda besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Það er algjört lágmark að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi ekki að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu – deyi ekki á banvænum biðlistum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi skrifar Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um vímuefnavanda og faraldurinn sem geisar nú. Eins og hún bendir á eru sjúklingarnir flestir ungt fólk og þeim mun sorglegra er það hversu lítið samfélagið lætur sig þennan hóp varða. Kristín bendir á hversu „áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er“ meðal þessa hóps. Andlát og jarðarfarir verða daglegt brauð, en ég hef líkt þessu við við Squid Game þættina þar sem enginn veit hver verður næstur. Lýsingar Kristínar á aðkomu og hlutverki móður drengs sem lét nýlega lífið vegna vímuefnavanda eru okkur aðstandendur vel kunnar. Fólk með vímuefnavanda fær ekki sama stuðning og þjónustu í félags- og heilbrigðiskerfinu og annað langveikt fólk. Hvað þá aðstandendur þess. Við þekkjum það að koma alls staðar að lokuðum dyrum og að sjúklingarnir séu flokkaðir sem annars flokks í kerfinu okkar. Hvaða skýring gæti verið önnur á sinnuleysinu gagnvart því að ungt fólk deyi unnvörpum úr vímuefnasjúkdómi? Heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að við tökum á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Sagt að við þurfum að skera upp herör gegn þróuninni í málaflokknum. Þar hafa undanfarið verið tekin fjölmörg jákvæð skref þegar kemur að skaðaminnkandi úrræðum. Aukin áhersla hefur verið lögð á viðhaldsmeðferðir, auknir fjármunir farið í rekstur neyslurýma og átak verið gert varðandi dreifingu nefúða sem getur verið vörn gegn ofskömmtun. Þarna er þó alltaf rými til að gera betur. Ég lagði m.a. fram fyrirspurn til ráðherrans um heimild lækna til að ávísa ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, og fyrirspurn um aðgengi þessara einstaklinga að vímuefnagreiningu (e. drug checking) t.d. í neyslurýmum. Ég tek undir með Kristínu þegar hún segir að við sem samfélag getum gert miklu betur. Við eigum ekki að sætta okkur við að missa einstakling í hverri einustu viku úr fíknisjúkdómi. Þá er auðvitað algjört lykilatriði að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Það er enda besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Það er algjört lágmark að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi ekki að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu – deyi ekki á banvænum biðlistum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun