Leikmennirnir heita Dwayne Atkinson og Richard King. Þeir koma frá Cavalier í heimalandinu.
Atkinson, sem verður 21 árs í byrjun næsta mánaðar, er framherji sem hefur leikið einn landsleik. King er 21 árs varnarmaður sem á sjö landsleiki á ferilskránni.
Atkinson og King eru báðir komnir með leikheimild og gætu leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV þegar liðið sækir Keflavík heim á laugardaginn. Eyjamenn eru í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar með þrjú stig. Þau fengu þeir fyrir að vinna Íslandsmeistara Blika á sunnudaginn, 2-1.
Félagaskiptaglugganum verður lokað í dag, 26. apríl. Hann verður opnaður aftur 18. júlí.