Lentu samkomulagi um losun frá flugsamgöngum Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 11:38 Evrópsk flugfélög þurfa að skipta yfir í vistvænna eldsneyti á næstu árum og áratugum með nýjum Evrópureglum. Vísir/EPA Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um nýjar reglur til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast undanþága frá reglunum. Reglurnar skikka evrópsk flugfélög til þess að nota loftslagsvæn íblöndunarefni í flugvélaeldsneyti til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt þeim þurfa tvö prósent eldsneytis á evrópskum flugvöllum að vera vistvæn árið 2025. Hlutfallið á að aukast upp í sjötíu prósent fyrir miðja öldina. Viðræður á milli samninganefnda þingins og ráðsins stóðu yfir langt fram á gærkvöldið. Reuters-fréttastofan segir að samkomulagið hafi verið handsalað rétt fyrir miðnætti að evrópskum tíma. Áður en reglurnar geta tekið gildi þarf nefnd fastafulltrúar ráðherraráðsins og samgöngu- og ferðamálanefnd Evrópuþingsins að samþykkja þær fyrir sitt leyti og svo ráðherrarráðið og Evrópuþingið í heild. Markmið reglnanna er að auka bæði framboð og eftirspurn á svonefndu vistvænu flugvélaeldsneyti sem veldur annað hvort engri losun gróðurhúsalofttegunda eða minni en steinolían sem nú er notuð til þess að knýja flugvélar. Lítið framboð er á slíku vistvænu flugvélaeldsneyti og það er mun dýrara en hefðbundið eldsneyti. Samkomulagið er hluti af loftslagsáætlun Evrópusambandsins sem gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Til þess að þarfa að draga úr losun frá samgöngum um 90 prósent miðað við árið 1990. Samkvæmt reglunum þarf 1,2 prósent flugvélaeldsneytis að vera efnaeldsneyti fyrir árið 2030. Efnaeldsneyti er framleitt með kolefni sem er fangað. Hlutfallið á að ná 35 prósentum árið 2050. Telja reglurnar skaða hagsmuni sína Ríkisstjórn Íslands hefur mótmælt nýju reglunum á þeim forsendum að þær skaði hagsmuni íslenskra flugfélaga og veiki samkeppninsstöðu þeirra og Keflavíkurflugvallar þegar kemur að tengiflugi yfir Atlantshafið. Ísland þyrfti að taka reglurnar upp í gegnum aðild sína að evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur sagt að það liggi algjörlega fyrir, bæði hér heima og í Brussel, að íslensk stjórnvöld muni aldrei taka upp reglugerðir frá EES án þess að tekið sé til íslenskra aðstæðna. Sum evrópsk flugfélög telja reglurnar skekkja samkeppnisstöðu sína gagnvart flugfélögum á lengri leiðum utan álfunnar. „Verðhækkunin fyrir ferðalag í gegnum Istanbúl eða Dúbaí er lítil því það er enginn aukakostnaður við vistvænt eldsneyti þegar það er flogið í gegnum þær miðstöðvar,“ hefur Reuters eftir talsmanni þýska flugfélagsins Lufthansa. Flugfélögin fá þó um tvo milljarða evra, jafnvirði um þrjú hundruð milljarða íslenskra króna, frá Evrópusambandinu til þess að hjálpa þeim að skipta yfir í vistvænna eldsneytið. Féð kemur frá kolefnismörkuðum sambandsins. Fréttir af flugi Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. 30. mars 2023 18:03 „Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 1. apríl 2023 13:39 Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Reglurnar skikka evrópsk flugfélög til þess að nota loftslagsvæn íblöndunarefni í flugvélaeldsneyti til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt þeim þurfa tvö prósent eldsneytis á evrópskum flugvöllum að vera vistvæn árið 2025. Hlutfallið á að aukast upp í sjötíu prósent fyrir miðja öldina. Viðræður á milli samninganefnda þingins og ráðsins stóðu yfir langt fram á gærkvöldið. Reuters-fréttastofan segir að samkomulagið hafi verið handsalað rétt fyrir miðnætti að evrópskum tíma. Áður en reglurnar geta tekið gildi þarf nefnd fastafulltrúar ráðherraráðsins og samgöngu- og ferðamálanefnd Evrópuþingsins að samþykkja þær fyrir sitt leyti og svo ráðherrarráðið og Evrópuþingið í heild. Markmið reglnanna er að auka bæði framboð og eftirspurn á svonefndu vistvænu flugvélaeldsneyti sem veldur annað hvort engri losun gróðurhúsalofttegunda eða minni en steinolían sem nú er notuð til þess að knýja flugvélar. Lítið framboð er á slíku vistvænu flugvélaeldsneyti og það er mun dýrara en hefðbundið eldsneyti. Samkomulagið er hluti af loftslagsáætlun Evrópusambandsins sem gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Til þess að þarfa að draga úr losun frá samgöngum um 90 prósent miðað við árið 1990. Samkvæmt reglunum þarf 1,2 prósent flugvélaeldsneytis að vera efnaeldsneyti fyrir árið 2030. Efnaeldsneyti er framleitt með kolefni sem er fangað. Hlutfallið á að ná 35 prósentum árið 2050. Telja reglurnar skaða hagsmuni sína Ríkisstjórn Íslands hefur mótmælt nýju reglunum á þeim forsendum að þær skaði hagsmuni íslenskra flugfélaga og veiki samkeppninsstöðu þeirra og Keflavíkurflugvallar þegar kemur að tengiflugi yfir Atlantshafið. Ísland þyrfti að taka reglurnar upp í gegnum aðild sína að evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur sagt að það liggi algjörlega fyrir, bæði hér heima og í Brussel, að íslensk stjórnvöld muni aldrei taka upp reglugerðir frá EES án þess að tekið sé til íslenskra aðstæðna. Sum evrópsk flugfélög telja reglurnar skekkja samkeppnisstöðu sína gagnvart flugfélögum á lengri leiðum utan álfunnar. „Verðhækkunin fyrir ferðalag í gegnum Istanbúl eða Dúbaí er lítil því það er enginn aukakostnaður við vistvænt eldsneyti þegar það er flogið í gegnum þær miðstöðvar,“ hefur Reuters eftir talsmanni þýska flugfélagsins Lufthansa. Flugfélögin fá þó um tvo milljarða evra, jafnvirði um þrjú hundruð milljarða íslenskra króna, frá Evrópusambandinu til þess að hjálpa þeim að skipta yfir í vistvænna eldsneytið. Féð kemur frá kolefnismörkuðum sambandsins.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. 30. mars 2023 18:03 „Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 1. apríl 2023 13:39 Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. 30. mars 2023 18:03
„Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 1. apríl 2023 13:39