„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 12:08 Svona leit morguninn eflaust út hjá mörgum á Suður- og suðvesturlandi. Vísir/Egill Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Það var sannkallað vorhret sem dundi á gluggum hér suðvestantil í gærkvöldi og í nótt - og enn kyngir raunar niður snjó sums staðar á Suðurlandi, þar sem einnig er víða þæfingsfærð. Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjóþyngsli morgunsins mjög óvenjuleg. „Síðustu 75 árin eru bara fjögur tilfelli þar sem snjódýptin hefur mælst 10 sentímetrar eða meira eftir miðjan apríl. Það mældist semsagt 10 sentímetra snjódýpt við Veðurstofuna í morgun. Og það er mjög sjaldgæft,“ segir Teitur. Breiðholtið í vetrarbúning í morgun, 27. apríl.Vísir/egill Þetta er þó talsvert langt frá aprílmetinu, sem er 32 sentímetrar 1. apríl 1989. En hvað með framhaldið? Kuldakast hefur gengið yfir landið síðustu daga eftir mikil hlýindi og með því hafi myndast „lítil og lúmsk“ lægð, eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Úrkomubakki haldi sig yfir Suðurlandinu í dag. „Það er möguleiki að hann heimsæki höfuðborgarsvæðið aftur í kvöld og nótt en það ætti þó ekki að vera í miklu magni. En svo á morgun reiknum við með að stytti upp, bakkinn fjarlægist og það létti til á sunnanverðu landinu.“ Áfram verður kalt um helgina svo Teitur reiknar með að sólin verði nokkurn tíma að vinna á snjónum. „Síðan eru nú líkur á að á þriðjudag miðvikudag snúist til sunnanáttar með rigningu og það hlýni á landinu. En þangað til verður næturfrost og frekar svalt á daginn.“ Þannig að það gæti verið að það verði ekki fyrr en eftir helgi sem hann verður alveg farinn? „Já, það gæti verið þannig.“ Veður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Það var sannkallað vorhret sem dundi á gluggum hér suðvestantil í gærkvöldi og í nótt - og enn kyngir raunar niður snjó sums staðar á Suðurlandi, þar sem einnig er víða þæfingsfærð. Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjóþyngsli morgunsins mjög óvenjuleg. „Síðustu 75 árin eru bara fjögur tilfelli þar sem snjódýptin hefur mælst 10 sentímetrar eða meira eftir miðjan apríl. Það mældist semsagt 10 sentímetra snjódýpt við Veðurstofuna í morgun. Og það er mjög sjaldgæft,“ segir Teitur. Breiðholtið í vetrarbúning í morgun, 27. apríl.Vísir/egill Þetta er þó talsvert langt frá aprílmetinu, sem er 32 sentímetrar 1. apríl 1989. En hvað með framhaldið? Kuldakast hefur gengið yfir landið síðustu daga eftir mikil hlýindi og með því hafi myndast „lítil og lúmsk“ lægð, eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Úrkomubakki haldi sig yfir Suðurlandinu í dag. „Það er möguleiki að hann heimsæki höfuðborgarsvæðið aftur í kvöld og nótt en það ætti þó ekki að vera í miklu magni. En svo á morgun reiknum við með að stytti upp, bakkinn fjarlægist og það létti til á sunnanverðu landinu.“ Áfram verður kalt um helgina svo Teitur reiknar með að sólin verði nokkurn tíma að vinna á snjónum. „Síðan eru nú líkur á að á þriðjudag miðvikudag snúist til sunnanáttar með rigningu og það hlýni á landinu. En þangað til verður næturfrost og frekar svalt á daginn.“ Þannig að það gæti verið að það verði ekki fyrr en eftir helgi sem hann verður alveg farinn? „Já, það gæti verið þannig.“
Veður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira