Fótbolti

Bour­nemouth við það að bjarga sér en fallið blasir við Sout­hampton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marcus Tavernier reyndist hetja Borunemouth í kvöld.
Marcus Tavernier reyndist hetja Borunemouth í kvöld. Warren Little/Getty Images

Bournemouth vann mikilvægan 1-0 útisigur er liðið heimsótti botnlið Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Nýliðar Bournemouth hafa verið á fínu skriði undanfarnar vikur og unnið þrjá af seinustu fimm deildarleikjum. Á sama tíma hefur ekkert gengið hjá Southampton, en liðið vann seinast deildarleik þann 4. mars síðastliðinn gegn Leicester.

Það var Marcus Tavernier sem reyndist hetja Borunemouth þegar hann skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Dominic Solanke og niðurstaðan varð því 1-0 sigur gestanna.

Che Adams hélt reyndar að hann hefði jafnað metin fyrir heimamenn á lokamínútu venjulegs leiktíma, en markið dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara.

Bournemouth situr nú í 15. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 33 leiki, sjö stigum fyrir ofan fallsæti, en Southampton situr sem fastast á botninum með 24 stig, sex stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×