Rétt að kjósa um Carbfix Davíð Arnar Stefánsson skrifar 28. apríl 2023 10:30 Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma. Til þess að áætlanirnar geti orðið að veruleika þarf Hafnarfjarðarbær að gera skipulagsbreytingar á svæðinu sem fela í sér breytta landnotkun sem einnig voru kynntar á fundinum. Jafnframt þarf sveitarfélagið að ráðast í innviðauppbyggingu í tengslum við hana og munar þar mestu um hafnarmannvirki og tilheyrandi byggingar. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði kynntar í sumar og samþykktar í haust og hafnargerðin hefjist þegar í framhaldinu. Jafnframt sé verið að kanna fjármögnunarkosti en kostnaður við mannvirkin er áætlaður 9 milljarðar. Umhverfismat er svo væntanlegt á fyrri hluta næsta árs. Athygli vakti að fram kom að samstaða væri um málið í bæjarstjórn. Það verður að teljast óvenjulegt og jafnvel óeðlilegt að ekki séu skiptar skoðanir um svo stórt og mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið. Ekki síst þegar um þróunarverkefni er að ræða, mikilvægum spurningum ósvarað og umhverfismat liggur ekki fyrir. Það þýðir að á vettvangi bæjarstjórnar fer ekki fram opinber gagnrýnin umræða um hagræn-, samfélagsleg-, umhverfisleg-, og auðvitað siðferðileg álitamál sem tengjast verkefninu: Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun. Þegar bæjarstjórn getur ekki fjallað um jafn stórt mál með eðlilegum hætti er rétt að vísa því í íbúkosningu til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu um framgang þess. Þetta eru jú óafturkræfar og fordæmalausar framkvæmdir í mikilli nálægð við íbúabyggð. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Vinstri græn Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma. Til þess að áætlanirnar geti orðið að veruleika þarf Hafnarfjarðarbær að gera skipulagsbreytingar á svæðinu sem fela í sér breytta landnotkun sem einnig voru kynntar á fundinum. Jafnframt þarf sveitarfélagið að ráðast í innviðauppbyggingu í tengslum við hana og munar þar mestu um hafnarmannvirki og tilheyrandi byggingar. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði kynntar í sumar og samþykktar í haust og hafnargerðin hefjist þegar í framhaldinu. Jafnframt sé verið að kanna fjármögnunarkosti en kostnaður við mannvirkin er áætlaður 9 milljarðar. Umhverfismat er svo væntanlegt á fyrri hluta næsta árs. Athygli vakti að fram kom að samstaða væri um málið í bæjarstjórn. Það verður að teljast óvenjulegt og jafnvel óeðlilegt að ekki séu skiptar skoðanir um svo stórt og mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið. Ekki síst þegar um þróunarverkefni er að ræða, mikilvægum spurningum ósvarað og umhverfismat liggur ekki fyrir. Það þýðir að á vettvangi bæjarstjórnar fer ekki fram opinber gagnrýnin umræða um hagræn-, samfélagsleg-, umhverfisleg-, og auðvitað siðferðileg álitamál sem tengjast verkefninu: Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun. Þegar bæjarstjórn getur ekki fjallað um jafn stórt mál með eðlilegum hætti er rétt að vísa því í íbúkosningu til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu um framgang þess. Þetta eru jú óafturkræfar og fordæmalausar framkvæmdir í mikilli nálægð við íbúabyggð. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar