Íslenski boltinn

KA spilar Evrópuleiki sína í Úlfarsárdal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KA-menn fá að vita hver verður andstæðingur þeirra í 1. umferð Sambandsdeildarinnar 20. júní.
KA-menn fá að vita hver verður andstæðingur þeirra í 1. umferð Sambandsdeildarinnar 20. júní. vísir/hulda margrét

KA spilar sinn fyrsta Evrópuleik í tuttugu ár í Úlfarsárdalnum, á heimavelli Fram.

KA vann sér sæti í Sambandsdeildinni með því að enda í 2. sæti Bestu deildar karla á síðasta tímabili.

KA-menn mega hins vegar ekki spila Evrópuleiki á sínum heimavelli á KA-svæðinu þar sem hann uppfyllir ekki þær kröfur sem eru gerðar til leikja af þessari stærðargráðu.

Nú er ljóst að KA spilar heimaleiki sína í Sambandsdeildinni í sumar á heimavelli Fram.

„Samkomulag er nú í höfn um að við spilum heimaleik okkar í fyrstu umferð forkeppninnar á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Ég vil þakka Fram hversu vel þau tóku í beiðni okkar og sérstaklega hversu fagleg þau voru í allri sinni nálgun á verkefninu. Ég vona að KA fólk hvaðanæva af landinu fjölmenni í Úlfarsárdal í sumar og hvetji okkur menn áfram og hjálpi okkur þannig að ná markmiði okkar sem er að komast áfram í næstu umferðir í keppninni,“ sagði Hjörvar Maronsson, formaður knattspyrnusdeildar KA, á heimasíðu félagsins.

Dregið verður í 1. umferð Sambandsdeildarinnar 20. júní. Leikir KA verða 13. og 20. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×