Innlent

Finnbjörn sjálf­kjörinn for­seti ASÍ

Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa
Finnbjörn er sjálfkjörinn forseti þótt kosningu sé ekki lokið.
Finnbjörn er sjálfkjörinn forseti þótt kosningu sé ekki lokið.

Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, er nýr forseti Alþýðusambands Íslands og var sjálfkjörinn á þingi sambandsins í dag.

Þetta varð ljóst eftir Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka fyrir hádegi í dag.

Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður bauð sig ekki fram til áframhaldandi formennsku nú en hefur þess í stað gefið kost á sér í embætti fyrsta varaforseta sambandsins. 

Þing ASÍ hófst í gær og lýkur í dag. Um er að ræða framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október var frestað. Það gerðist í kjölfar þess að Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson drógu framboð sín til miðstjórnar til baka. 

Finnbjörn lét nýverið af formennsku sem formaður Byggiðnar – félags byggingamanna.


Tengdar fréttir

Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ

Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust.

Finnbjörn býður sig fram til forseta ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, gefur kost á sér til forseta ASÍ á framhaldsþingi helgina 27.-28. apríl. Kristján Þórður Snæbjarnarson ætlar að stíga til hliðar úr forsetastól en gefur kost á sér í embætti fyrsta varaforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×