Þetta varð ljóst eftir Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka fyrir hádegi í dag.
Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður bauð sig ekki fram til áframhaldandi formennsku nú en hefur þess í stað gefið kost á sér í embætti fyrsta varaforseta sambandsins.
Þing ASÍ hófst í gær og lýkur í dag. Um er að ræða framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október var frestað. Það gerðist í kjölfar þess að Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson drógu framboð sín til miðstjórnar til baka.
Finnbjörn lét nýverið af formennsku sem formaður Byggiðnar – félags byggingamanna.