Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fram 5-4 | Blikar höfðu betur í lygilegum leik Dagur Lárusson skrifar 28. apríl 2023 23:15 Breiðablik vann magnaðan sigur í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik vann vægast sagt dramatískan sigur er liðið tók á móti Fram í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld, 5-4. Gestirnir virtust vera að sækja ótrúlegt stig eftir að hafa lent 3-0 undir, en Klæmint Olsen reyndist hetja Blika á ögurstundu. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti og maður leiksins, Stefán Ingi, fékk strax dauðafæri í byrjun leiks á 2. mínútu en náði ekki að nýta færi sitt. Hann náði hins vegar að gera upp fyrir það aðeins tveimur mínútum seinna þegar Gísli Eyjólfsson fann hann með frábærri sendingu inn á teig þar sem Stefán kom boltanum framhjá Ólafi í markinu. Áfram héldu Blikar að sækja og annað mark þeirra kom tuttugu mínútum seinna þegar liðið fékk skyndisókn. Patrik Johannesen vann boltann á miðjunni, gaf út á Höskuld sem gaf síðan boltann strax aftur á Patrik inn á teig sem skoraði framhjá Ólafi og staðan orðin 2-0. Þriðja markið kom síðan þremur mínútum seinna og þá var það aftur Stefán Ingi á ferðinni en hann fékk mikið af sendingum inn fyrir vörn Fram í leiknum og í þetta skiptið sýndi hann mikla yfirvegun einn gegn Ólafi og skoraði. Allt virtist stefna í að Blikar færu með þægilega forystu í hálfleikinn en Guðmundur Magnússon var ekki á þeim buxunum að leyfa því að gerast. Fred Saraiva átti flottann sprett upp hægri kantinn og fann Guðmund inn á teignum sem skaut viðstöðulaust og skoraði, staðan 3-1 í hálfleik. Liðsmenn Fram mættu í seinni hálfleikinn af miklum krafti og fengu til að mynda hverja hornspyrnuna á fætur annarri. Eftir eina slíka fékk Már Ægisson boltann fyri utan teig og ákvað að láta vaða og boltinn fór í varnarmann Blika og í beint í netið og staðan því orðin 3-2. Á þessum tímapunkti voru eflaust margir á því að Frammarar myndu jafna enda stýrðu þeir ferðinni en svo var aldeilis ekki því Stefán Ingi skoraði fjórða mark Blika strax í næstu sókn. Hann fékk boltann inn á teig og átti þrumuskot beint í þaknetið framhjá Ólafi sem átti ekki möguleika. Staðan orðin 4-2 og Blikar aftur komnir með stjórnina. Í stað þess að sitja til baka og verja forystu sína héldu Blikar áfram að sækja og eftir hornspyrnu liðsins á 61.mínútu fengu Frammarar skyndisókn þar sem Magnús Þórðarson æddi upp völlinn og gaf síðan boltann á Fred Saraiva sem tók við honum á bringunni, náði honum niður og potaði honum síðan framhjá Antoni Ara, staðan orðin 4-3. Fimmtán mínútum seinna náði Fram síðan að jafna metin og aftur var það eftir skyndisókn þar sem Blikar héldu alltaf áfram að sækja með mikið af leikmönnum. Albert Hafsteinsson stóð af sér tæklingu frá Damir á miðjunni og gaf því stungusendingu á Magnús Þórðarson sem var einn gegn Antoni Ara og kláraði frábærlega framhjá honum og staðan þá orðin jöfn. Allt virtist stefna í jafntefli 4-4 en þá fengu Blikar fengu hornspyrnu þegar aðeins um nokkrar sekúndur voru eftir. Höskuldur Gunnlaugsson tók hana og boltinn rataði beint á kollinn á varamanninum Klæmint Olsen sem stangaði boltann í netið og tryggði Breiðablik dramatískan sigur. Lokatölur 5-4 í leik sem verður mögulega valinn leikur tímabilsins. Af hverju vann Breiðablik? Gæðin í sóknarleik Blika komu bersýnilega í ljós í þessum leik. Stefán Ingi, Jason Daði og Gísli Eyjólfsson léku á alls oddi og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Hverjir stóðu upp úr? Það er aðeins einn leikmaður í þessum leik sem stendur uppúr og það er Stefán Ingi sem skoraði þrennu. Hvað fór illa? Ég efast um að þjálfarar liðanna séu ánægðir með varnarleikinn. Maður spyr sig hvort að Blikar hefðu þurft að sækja á jafn mörgum mönnum og raun bar vitni í stöðunni 4-2 og 4-3 en þriðja mark Fram kom úr skyndisókn sem og fjórða markið. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er gegn Stjörnunni þann 4.maí á meðan næsti leikur Fram er degi fyrr gegn ÍBV. Jón Þórir: Langt frá því að vera slakara lið en Breiðablik Jón Þórir Sveinsson (með derhúfuna) var ekki sáttur í leikslok.Vísir/Diego „Það er eiginlega ekki hægt að tapa leik á verri hátt en þetta,” byrjaði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. „Þetta var síðasta spyrna leiksins þannig þetta er ótrúlega svekkjandi,” hélt Jón áfram. Jón taldi að markið undir lok fyrri hálfleiksins hafi verið mikilvægt veganesti í seinni hálfleikinn. „Þeir komu mjög grimmir inn í þennan leik en sem betur fer náum við inn markinu þarna undir lok fyrri hálfleiksins og það hjálpaði okkur að ná betri tökum á leiknum í seinni hálfleiknum. Þeir voru kannski farnir svolítið að slaka á en það verður ekkert tekið af okkur. Við vildum vinna seinni hálfleikinn, það var markmiðið okkar í hálfleiknum og við gerðum það en því miður bara með einu marki.” Þrátt fyrir svekkjandi tap vildi Jón hrósa sínum leikmönnum. „Við sýndum karakter og gæði og við sýndum að við getum unnið hvaða lið sem er, hvar sem er og við erum langt frá því að vera eitthvað slakara lið heldur en Breiðablik,” endaði Jón Þórir á að segja. Besta deild karla Fram Breiðablik
Breiðablik vann vægast sagt dramatískan sigur er liðið tók á móti Fram í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld, 5-4. Gestirnir virtust vera að sækja ótrúlegt stig eftir að hafa lent 3-0 undir, en Klæmint Olsen reyndist hetja Blika á ögurstundu. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti og maður leiksins, Stefán Ingi, fékk strax dauðafæri í byrjun leiks á 2. mínútu en náði ekki að nýta færi sitt. Hann náði hins vegar að gera upp fyrir það aðeins tveimur mínútum seinna þegar Gísli Eyjólfsson fann hann með frábærri sendingu inn á teig þar sem Stefán kom boltanum framhjá Ólafi í markinu. Áfram héldu Blikar að sækja og annað mark þeirra kom tuttugu mínútum seinna þegar liðið fékk skyndisókn. Patrik Johannesen vann boltann á miðjunni, gaf út á Höskuld sem gaf síðan boltann strax aftur á Patrik inn á teig sem skoraði framhjá Ólafi og staðan orðin 2-0. Þriðja markið kom síðan þremur mínútum seinna og þá var það aftur Stefán Ingi á ferðinni en hann fékk mikið af sendingum inn fyrir vörn Fram í leiknum og í þetta skiptið sýndi hann mikla yfirvegun einn gegn Ólafi og skoraði. Allt virtist stefna í að Blikar færu með þægilega forystu í hálfleikinn en Guðmundur Magnússon var ekki á þeim buxunum að leyfa því að gerast. Fred Saraiva átti flottann sprett upp hægri kantinn og fann Guðmund inn á teignum sem skaut viðstöðulaust og skoraði, staðan 3-1 í hálfleik. Liðsmenn Fram mættu í seinni hálfleikinn af miklum krafti og fengu til að mynda hverja hornspyrnuna á fætur annarri. Eftir eina slíka fékk Már Ægisson boltann fyri utan teig og ákvað að láta vaða og boltinn fór í varnarmann Blika og í beint í netið og staðan því orðin 3-2. Á þessum tímapunkti voru eflaust margir á því að Frammarar myndu jafna enda stýrðu þeir ferðinni en svo var aldeilis ekki því Stefán Ingi skoraði fjórða mark Blika strax í næstu sókn. Hann fékk boltann inn á teig og átti þrumuskot beint í þaknetið framhjá Ólafi sem átti ekki möguleika. Staðan orðin 4-2 og Blikar aftur komnir með stjórnina. Í stað þess að sitja til baka og verja forystu sína héldu Blikar áfram að sækja og eftir hornspyrnu liðsins á 61.mínútu fengu Frammarar skyndisókn þar sem Magnús Þórðarson æddi upp völlinn og gaf síðan boltann á Fred Saraiva sem tók við honum á bringunni, náði honum niður og potaði honum síðan framhjá Antoni Ara, staðan orðin 4-3. Fimmtán mínútum seinna náði Fram síðan að jafna metin og aftur var það eftir skyndisókn þar sem Blikar héldu alltaf áfram að sækja með mikið af leikmönnum. Albert Hafsteinsson stóð af sér tæklingu frá Damir á miðjunni og gaf því stungusendingu á Magnús Þórðarson sem var einn gegn Antoni Ara og kláraði frábærlega framhjá honum og staðan þá orðin jöfn. Allt virtist stefna í jafntefli 4-4 en þá fengu Blikar fengu hornspyrnu þegar aðeins um nokkrar sekúndur voru eftir. Höskuldur Gunnlaugsson tók hana og boltinn rataði beint á kollinn á varamanninum Klæmint Olsen sem stangaði boltann í netið og tryggði Breiðablik dramatískan sigur. Lokatölur 5-4 í leik sem verður mögulega valinn leikur tímabilsins. Af hverju vann Breiðablik? Gæðin í sóknarleik Blika komu bersýnilega í ljós í þessum leik. Stefán Ingi, Jason Daði og Gísli Eyjólfsson léku á alls oddi og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Hverjir stóðu upp úr? Það er aðeins einn leikmaður í þessum leik sem stendur uppúr og það er Stefán Ingi sem skoraði þrennu. Hvað fór illa? Ég efast um að þjálfarar liðanna séu ánægðir með varnarleikinn. Maður spyr sig hvort að Blikar hefðu þurft að sækja á jafn mörgum mönnum og raun bar vitni í stöðunni 4-2 og 4-3 en þriðja mark Fram kom úr skyndisókn sem og fjórða markið. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er gegn Stjörnunni þann 4.maí á meðan næsti leikur Fram er degi fyrr gegn ÍBV. Jón Þórir: Langt frá því að vera slakara lið en Breiðablik Jón Þórir Sveinsson (með derhúfuna) var ekki sáttur í leikslok.Vísir/Diego „Það er eiginlega ekki hægt að tapa leik á verri hátt en þetta,” byrjaði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. „Þetta var síðasta spyrna leiksins þannig þetta er ótrúlega svekkjandi,” hélt Jón áfram. Jón taldi að markið undir lok fyrri hálfleiksins hafi verið mikilvægt veganesti í seinni hálfleikinn. „Þeir komu mjög grimmir inn í þennan leik en sem betur fer náum við inn markinu þarna undir lok fyrri hálfleiksins og það hjálpaði okkur að ná betri tökum á leiknum í seinni hálfleiknum. Þeir voru kannski farnir svolítið að slaka á en það verður ekkert tekið af okkur. Við vildum vinna seinni hálfleikinn, það var markmiðið okkar í hálfleiknum og við gerðum það en því miður bara með einu marki.” Þrátt fyrir svekkjandi tap vildi Jón hrósa sínum leikmönnum. „Við sýndum karakter og gæði og við sýndum að við getum unnið hvaða lið sem er, hvar sem er og við erum langt frá því að vera eitthvað slakara lið heldur en Breiðablik,” endaði Jón Þórir á að segja.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti