Íslensku strákarnir eiga vonandi eftir að berjast líka um laust sæti á HM eftir fjögur ár.
Í dag kom í ljós að næsta heimsmeistaramót í körfubolta, á eftir þessu í sumar, mun fara fram í Katar árið 2027.
Allir leikirnir munu fara fram í höfuðborginni Doha en öll 32 liðin sem taka þátt þurfa því ekkert að ferðast langt á milli leikja sem er auðvitað kostur.
Þetta er enn eitt stórmótið sem Katar fær því þeir héldu HM í fótbolta í nóvember og desember síðastliðnum en hafa einnig fengið HM í handbolta, HM í frjálsum, HM í fimleikum og HM í sundi svo eitthvað sé nefnd.
2 0 2 7
— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) April 28, 2023
We are delighted to announce that FIBA Basketball World Cup 2027 will be hosted by Doha, Qatar!
MORE https://t.co/puyFxh7wvH#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/DajrbQBA3e