Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann: „Við gefum bara skít í þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 08:01 Anna Úrsúla Gunnarsdóttir telur að kvennaboltinn verði oft útundan ef tekið er mið af karlaboltanum. Vísir/Stöð 2 Undanúrslitin á Íslandsmóti kvenna í handbolta, Olís-deildinni, hefjast í dag. ÍBV og Valur eru líklegustu liðin til að fara alla leið segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein besta handboltakona Íslands í gegnum tíðina og sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hún segist einnig telja að kvennaboltinn sé vanræktur ef tekið er mið af karlaboltanum. Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitum og ÍBV leikur gegn Haukum, en ÍBV og Valur hafa verið í sérflokki á þessari leiktíð. „Þetta gæti orðið ein skemmtilegasta úrslitakeppni sem hefur verið undanfarin ár og það er mikið af jöfnum liðum. Ég held að þetta verði alveg ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Anna Úrsúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo er náttúrulega bara ÍBV, ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Þær hafa kannski svolítið vindinn með sér í bakið,“ bætti Anna við, en útilokar þó ekki að Valur geti gert Eyjakonum lífið leitt. „Valskonur hafa staðið sig vel og eru kannski annað besta liðið í dag, en þær hafa verið óheppnar með markvörslu sem er gífurlega erfitt þegar maður er kannski búinn að vera að vinna í vörn í tvær mínútur og svo kemur markið í bakið. Þannig að ég held að það sé svolítið munurinn núna að markvarslan er með ÍBV, en ekki Val.“ Stjarnan og Haukar á uppleið Þrátt fyrir að Anna telji Val og ÍBV líklegustu liðin til að mætast í úrslitum segir hún þó að bæði Haukar og Stjarnan geti strítt andstæðingum sínum. „Já algjörlega. Bæði þessi lið eru á uppleið og það sem að bæði þessi lið hafa þurft undanfarið er stöðugleiki. Þær hafa verið að koma mjög sterkar inn núna í síðustu leiki og maður sér það að það er vilji fyrir hendi og mikil barátta í þeim. Þannig að ég vona að þetta verði bara spennandi leikir.“ Klippa: Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann Anna Úrsúla er langt frá því að vera óvön því að vinna titla í íslenskum handbolta og hún segir að liðið sem fer alla leið þurfi að sína mikla þrautseigju. „Þetta er mikil þrautseigja, sem er mjög gott orð að nota því oft er þetta orðið meira andlegt heldur en handboltahæfileikar endilega. Ég held að ef viljinn er fyrir hendi og allir eru tilbúnir að leggja sig 170 prósent fram í þessum liðum þá er alveg hægt að uppskera vel.“ Virðumst alltaf vera „second-class“ Eftir stutta umræðu um möguleika ungra íslenskra handboltakvenna og stöðu íslenska kvennalandsliðsins var Anna svo spurð að því hvort henni þætti kvennaboltinn hornreka ef tekið væri mið af karlaboltanum. „Áhugavert. Já, er það ekki? Er ekki hægt að segja það bara um flestar kvennaíþróttir á Íslandi? Við virðumst alltaf vera svona „second-class“ sama hvað,“ sagði Anna. En hvers vegna telur hún að svo sé? „Ég veit það ekki. Viðhorfið í samfélaginu að við séum ekki jafn miklir íþróttamenn eða ég veit ekki. Ég sjálf er með þrjú börn, stelpu og strák, og hjá mér skiptir engu máli hvort það sé fótbolti kvenna eða fótbolti karla eða hvernig sem það er. Þetta eru bara íþróttir og íþróttamenn og það leggja sig allir gífurlega fram til þess að ná árangri. Ég virði það bara jafnt á við hvaða kyn sem er þannig ég vona bara að það sé sýn fólks almennt.“ Háir þetta ykkur konunum? „Nei, við gefum bara skít í þetta. Skiptir engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Anna Úrsúla að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira
Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitum og ÍBV leikur gegn Haukum, en ÍBV og Valur hafa verið í sérflokki á þessari leiktíð. „Þetta gæti orðið ein skemmtilegasta úrslitakeppni sem hefur verið undanfarin ár og það er mikið af jöfnum liðum. Ég held að þetta verði alveg ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Anna Úrsúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo er náttúrulega bara ÍBV, ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Þær hafa kannski svolítið vindinn með sér í bakið,“ bætti Anna við, en útilokar þó ekki að Valur geti gert Eyjakonum lífið leitt. „Valskonur hafa staðið sig vel og eru kannski annað besta liðið í dag, en þær hafa verið óheppnar með markvörslu sem er gífurlega erfitt þegar maður er kannski búinn að vera að vinna í vörn í tvær mínútur og svo kemur markið í bakið. Þannig að ég held að það sé svolítið munurinn núna að markvarslan er með ÍBV, en ekki Val.“ Stjarnan og Haukar á uppleið Þrátt fyrir að Anna telji Val og ÍBV líklegustu liðin til að mætast í úrslitum segir hún þó að bæði Haukar og Stjarnan geti strítt andstæðingum sínum. „Já algjörlega. Bæði þessi lið eru á uppleið og það sem að bæði þessi lið hafa þurft undanfarið er stöðugleiki. Þær hafa verið að koma mjög sterkar inn núna í síðustu leiki og maður sér það að það er vilji fyrir hendi og mikil barátta í þeim. Þannig að ég vona að þetta verði bara spennandi leikir.“ Klippa: Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann Anna Úrsúla er langt frá því að vera óvön því að vinna titla í íslenskum handbolta og hún segir að liðið sem fer alla leið þurfi að sína mikla þrautseigju. „Þetta er mikil þrautseigja, sem er mjög gott orð að nota því oft er þetta orðið meira andlegt heldur en handboltahæfileikar endilega. Ég held að ef viljinn er fyrir hendi og allir eru tilbúnir að leggja sig 170 prósent fram í þessum liðum þá er alveg hægt að uppskera vel.“ Virðumst alltaf vera „second-class“ Eftir stutta umræðu um möguleika ungra íslenskra handboltakvenna og stöðu íslenska kvennalandsliðsins var Anna svo spurð að því hvort henni þætti kvennaboltinn hornreka ef tekið væri mið af karlaboltanum. „Áhugavert. Já, er það ekki? Er ekki hægt að segja það bara um flestar kvennaíþróttir á Íslandi? Við virðumst alltaf vera svona „second-class“ sama hvað,“ sagði Anna. En hvers vegna telur hún að svo sé? „Ég veit það ekki. Viðhorfið í samfélaginu að við séum ekki jafn miklir íþróttamenn eða ég veit ekki. Ég sjálf er með þrjú börn, stelpu og strák, og hjá mér skiptir engu máli hvort það sé fótbolti kvenna eða fótbolti karla eða hvernig sem það er. Þetta eru bara íþróttir og íþróttamenn og það leggja sig allir gífurlega fram til þess að ná árangri. Ég virði það bara jafnt á við hvaða kyn sem er þannig ég vona bara að það sé sýn fólks almennt.“ Háir þetta ykkur konunum? „Nei, við gefum bara skít í þetta. Skiptir engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Anna Úrsúla að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira