Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 09:01 F1 Grand Prix of Azerbaijan - Practice & Qualifying BAKU, AZERBAIJAN - APRIL 28: Charles Leclerc of Monaco and Ferrari prepares to drive in the garage during qualifying ahead of the F1 Grand Prix of Azerbaijan at Baku City Circuit on April 28, 2023 in Baku, Azerbaijan. (Photo by Dan Mullan - Formula 1/Formula 1 via Getty Images) Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. Ferrari-maðurinn átti hraðasta hringinn í þriðja hluta tímatökunnar í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:40,203, tæplega 0,2 sekúndum hraðari en Max Verstappen sem verður annar í rásröðinni. Liðsfélagið Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir þriðji, en hann var tæplega hálfri sekúndu hraðari en Carlos Sainz á Ferrari sem ræsir fjórði. Vandræði Mercedes-liðsins halda þó áfram því þrátt fyrir að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsi fimmti komst liðsfélagi hans, George Russell, ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir ellefti. The grid is locked in for Sunday 👀#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/lnkMLGxGW2— Formula 1 (@F1) April 28, 2023 Þá fer fyrsta sprettkeppni tímabilsins fram í dag, en þær verða alls sex í ár og með breyttu sniði. Í stað þess að tímatakan í gær raði ökumönnum á rásröðina í sprettkeppninni og úrslit sprettkeppninnar ráði svo rásröðinni í keppninni sjálfri verður sérstök tímataka fyrir sprettkeppnina og tímatakan í gær ræður því rásröðinni í sjálfri keppninni á morgun. Sprettkeppnirnar í ár verða því algjörlega sjálfstæðar keppnir og munu bjóða upp á fleiri stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða og ökuþóra en áður. Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ferrari-maðurinn átti hraðasta hringinn í þriðja hluta tímatökunnar í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:40,203, tæplega 0,2 sekúndum hraðari en Max Verstappen sem verður annar í rásröðinni. Liðsfélagið Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir þriðji, en hann var tæplega hálfri sekúndu hraðari en Carlos Sainz á Ferrari sem ræsir fjórði. Vandræði Mercedes-liðsins halda þó áfram því þrátt fyrir að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsi fimmti komst liðsfélagi hans, George Russell, ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir ellefti. The grid is locked in for Sunday 👀#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/lnkMLGxGW2— Formula 1 (@F1) April 28, 2023 Þá fer fyrsta sprettkeppni tímabilsins fram í dag, en þær verða alls sex í ár og með breyttu sniði. Í stað þess að tímatakan í gær raði ökumönnum á rásröðina í sprettkeppninni og úrslit sprettkeppninnar ráði svo rásröðinni í keppninni sjálfri verður sérstök tímataka fyrir sprettkeppnina og tímatakan í gær ræður því rásröðinni í sjálfri keppninni á morgun. Sprettkeppnirnar í ár verða því algjörlega sjálfstæðar keppnir og munu bjóða upp á fleiri stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða og ökuþóra en áður.
Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira