Innlent

Brennandi lampa­skermur féll á rúmið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Húsráðendur náðu að slökkva eldinn.
Húsráðendur náðu að slökkva eldinn. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í 105 útköll með sjúkrabíla sína síðastliðinn sólarhring, þar af 23 í forgangi. Dælubílar fóru í sex útköll, þar á meðal vegna elds í mannlausu herbergi.

Eldur hafði borist úr kerti sem var staðsett í gluggakistu, yfir í skerm á lampa sem féll svo niður á rúmið. Út frá því kviknaði í herberginu. Enginn var þar inni þegar eldurinn kviknaði en reykskynjari fór í gang og urðu húsráðendur þá varir við eldinn og tókst þeim að slökkva hann sjálfir. 

Slökkviliðið aðstoðaði við að tryggja að ekki leyndist glóð í herberginu og var það reykræst.

„Reykskynjarar bjarga,“ segir í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×