„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 13:00 Umslagið er eitt það þekktasta í íslensku póst pönk senunni. SH Draumur Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi. Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, söngvari og bassaleikari sveitarinnar minnist Stefáns með mikilli hlýju. „Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari,“ segir Gunnar sem er alinn upp í Kópavoginum þar sem Stefán bjó. En Stefán var félagi bróður vinar Gunnars. „Okkur nokkrum Kópavogsbúum fannst þetta geggjuð týpa. Bæði fyrir útlit og lífstíl. Hann vakti áhuga okkar og við bárum mikla virðingu fyrir honum.“ Lýsir Gunnar Stefáni sem lífskúnstner og allra handa listamanni. Hann átti Volkswagen og kött og hafði mjög einstak útlit. Dr. Gunni minnist Stefáns með hlýju.Árni Hjörvar Árnason „Stefán var mjög duglegur að mæta á tónleika upp úr 1980. Hann var í senunni og vegna útlitsins bar mikið á honum,“ segir Gunnar. Sjálfur hafi Stefán verið lunkinn með bassann og verið mikið í dub-bassaleik. Gaman að vekja eftirtekt Stefán var í ítarlegu viðtali hjá DV árið 2004. Þar greindi hann frá miklum vanda í sínu lífi. Foreldrar hans höfðu báðir látist úr krabbameini árið 1973 og eftir það sökk hann í djúpt þunglyndi og átti erfitt með áfengi. Hann glímdi einnig við aðrar geðfatlanir og flogaveiki og var öryrki. En Stefán hafði líka gaman af lífinu og var skapandi. Auk tónlistarinnar orti hann ljóð og málaði myndir. Þó að hann væri stundum feiminn við að sýna verkin. Í viðtalinu kemur fram að Stefán hafi verið mikill safnari sem henti aldrei neinu. Einnig að hann hafi verið kommúnisti, þó lítt hrifinn af Lenín eða Stalín, og trúaður á guð og sótti messur í Fíladelfíu. Hann hafði líka unnið bug á áfengisvandanum og sótti AA fundi. Stefán gekk oft um í þykkbotna kvenmannsskóm, með naglalakk og farða. „Ég er svoleiðis týpa og hef alltaf verið. Mér finnst gaman að vekja eftirtekt,“ sagði Stefán í viðtalinu. Stefán átti ekki alltaf auðvelt líf. Hann glímdi við andlega erfiðleika og flogaveiki.SH Draumur En hann var einnig með mikið og sítt skegg, sem hann sagðist hafa byrjað að safna í gagnfræðaskóla. „Þá byrjaði einhver að kalla mig geit sem hefur loðað við mig síðan.“ Lífsneistinn slokknar Eins og áður segir fengu meðlimir SH Draums Stefán til að sitja fyrir á plötunni. Er umslagið eitt það þekktasta í íslensku póst-pönk bylgjunni. „Okkur fannst þetta liggja í augum uppi. Hann var til í að sitja fyrir og afgangurinn er saga,“ segir Gunnar um tilurð þessa umslags. SH Draumur kom saman árið 2011 og hélt tónleika. Þar seldu þeir boli með myndinni frægu af Stefáni og hann fékk allan ágóðann af sölunni. „Við buðum honum á tónleikana sem heiðursgest en hann þáði það ekki. Hann bar fyrir sig félagsfælni,“ segir Gunnar. Hljómsveitin heimsótti hann hins vegar á sambýlið þar sem hann bjó seinustu árin. En þá var hann farinn að einangra sig meira. „Eins og vill gerast þá slokknar lífsneistinn hjá fólki,“ segir Gunnar. Andlát Tónlist Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, söngvari og bassaleikari sveitarinnar minnist Stefáns með mikilli hlýju. „Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari,“ segir Gunnar sem er alinn upp í Kópavoginum þar sem Stefán bjó. En Stefán var félagi bróður vinar Gunnars. „Okkur nokkrum Kópavogsbúum fannst þetta geggjuð týpa. Bæði fyrir útlit og lífstíl. Hann vakti áhuga okkar og við bárum mikla virðingu fyrir honum.“ Lýsir Gunnar Stefáni sem lífskúnstner og allra handa listamanni. Hann átti Volkswagen og kött og hafði mjög einstak útlit. Dr. Gunni minnist Stefáns með hlýju.Árni Hjörvar Árnason „Stefán var mjög duglegur að mæta á tónleika upp úr 1980. Hann var í senunni og vegna útlitsins bar mikið á honum,“ segir Gunnar. Sjálfur hafi Stefán verið lunkinn með bassann og verið mikið í dub-bassaleik. Gaman að vekja eftirtekt Stefán var í ítarlegu viðtali hjá DV árið 2004. Þar greindi hann frá miklum vanda í sínu lífi. Foreldrar hans höfðu báðir látist úr krabbameini árið 1973 og eftir það sökk hann í djúpt þunglyndi og átti erfitt með áfengi. Hann glímdi einnig við aðrar geðfatlanir og flogaveiki og var öryrki. En Stefán hafði líka gaman af lífinu og var skapandi. Auk tónlistarinnar orti hann ljóð og málaði myndir. Þó að hann væri stundum feiminn við að sýna verkin. Í viðtalinu kemur fram að Stefán hafi verið mikill safnari sem henti aldrei neinu. Einnig að hann hafi verið kommúnisti, þó lítt hrifinn af Lenín eða Stalín, og trúaður á guð og sótti messur í Fíladelfíu. Hann hafði líka unnið bug á áfengisvandanum og sótti AA fundi. Stefán gekk oft um í þykkbotna kvenmannsskóm, með naglalakk og farða. „Ég er svoleiðis týpa og hef alltaf verið. Mér finnst gaman að vekja eftirtekt,“ sagði Stefán í viðtalinu. Stefán átti ekki alltaf auðvelt líf. Hann glímdi við andlega erfiðleika og flogaveiki.SH Draumur En hann var einnig með mikið og sítt skegg, sem hann sagðist hafa byrjað að safna í gagnfræðaskóla. „Þá byrjaði einhver að kalla mig geit sem hefur loðað við mig síðan.“ Lífsneistinn slokknar Eins og áður segir fengu meðlimir SH Draums Stefán til að sitja fyrir á plötunni. Er umslagið eitt það þekktasta í íslensku póst-pönk bylgjunni. „Okkur fannst þetta liggja í augum uppi. Hann var til í að sitja fyrir og afgangurinn er saga,“ segir Gunnar um tilurð þessa umslags. SH Draumur kom saman árið 2011 og hélt tónleika. Þar seldu þeir boli með myndinni frægu af Stefáni og hann fékk allan ágóðann af sölunni. „Við buðum honum á tónleikana sem heiðursgest en hann þáði það ekki. Hann bar fyrir sig félagsfælni,“ segir Gunnar. Hljómsveitin heimsótti hann hins vegar á sambýlið þar sem hann bjó seinustu árin. En þá var hann farinn að einangra sig meira. „Eins og vill gerast þá slokknar lífsneistinn hjá fólki,“ segir Gunnar.
Andlát Tónlist Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira