Ný bók um Samherjamálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 23:01 Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Wikileaks Á miðvikudag kom út bók í Namibíu um Samherjamálið. Bókin er gefin út af ritstjóra dagblaðsins The Namibian, sem hefur fjallað ítarlega um málið á undanförnum árum. Fishrot: Fisheries and Corruption in Namibia, er heiti bókarinnar, eða Rotfiskur: Sjávarútvegur og spilling í Namibíu. Var hún gefin út á miðvikudag af dagblaðinu The Namibian, sem hefur skrifstofu í höfuðborginni Windhoek. „Höfundar bókarinnar, prófessorinn Roman Grynberg, rannsóknarblaðamaðurinn Shinovene Immanuel og ritstjóri The Namibian, Tangeni Amupadhi, gerðu ítarlega rannsókn til að koma upp um spillingu í namibískum sjávarútveg. Meðal annars með viðtölum við innanbúðarfólk og sérfræðinga,“ segir í tilkynningu. Segir að í bókinni sé greint frá því hvernig Samherji og namibískir embættismenn hafi auðgast á kostnað namibísks almennings. 140 milljarða virði af hrossamakríl „Í bókinni er umfangsmikil greining á þessu hneykslismáli og hvernig það bar að. Það er mikilvægt fyrir almenning að nota þessa bók sem skapalón fyrir spillingarmál sem gætu komið upp í framtíðinni,“ sagði Amupadhi við kynningu bókarinnar. Grynberg lagði áherslu á að 14 milljarða namibíudollara virði af hrossamakríl sem hvarf í spillinguna hefði getað nýst til að takast á við félagsleg og efnahagsleg vandamál landsins, til að hjálpa fátækum Namibíumönnum. Það er um 140 milljarðar íslenskra króna. Stjórnina skorti viljann „Að mínu mati skortir ríkisstjórnina viljann til að takast á við fátækt og arfleið nýlendustefnunnar og aðskilnaðarstefnunnar,“ sagði Grynberg. Þá hvatti Immanuel almenning til þess að koma upp um spillingu og krefjast þess að gagnsæi og ábyrgð séu viðhöfð þegar um þjóðarauðlindir er að ræða. „Við vonum að bókin okkar varpi ljósi á þetta vandamál og hvetji fólk til að taka málin í sínar eigin hendur til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist í framtíðinni,“ sagði hann. Ekki fyrsta bókin Bókin er ekki sú fyrsta sem kemur út um málið. Árið 2019 skrifuðu Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson bókina Ekkert að fela: Á slóðum Samherja í Afríku. En þeir þrír unnu að umfjöllun um Samherjamálið fyrir sjónvarpsþáttinn Kveik á RÚV. Krafist var innköllunar á bók Kveiksmanna um Samherjamálið.Penninn Greint hefur verið frá því að starfsmenn Samherja hafi sent tölvupóst á framkvæmdastjóra Forlagsins, sem gaf bókina út, þar sem þess var krafist að bókin yrði innkölluð. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Fishrot: Fisheries and Corruption in Namibia, er heiti bókarinnar, eða Rotfiskur: Sjávarútvegur og spilling í Namibíu. Var hún gefin út á miðvikudag af dagblaðinu The Namibian, sem hefur skrifstofu í höfuðborginni Windhoek. „Höfundar bókarinnar, prófessorinn Roman Grynberg, rannsóknarblaðamaðurinn Shinovene Immanuel og ritstjóri The Namibian, Tangeni Amupadhi, gerðu ítarlega rannsókn til að koma upp um spillingu í namibískum sjávarútveg. Meðal annars með viðtölum við innanbúðarfólk og sérfræðinga,“ segir í tilkynningu. Segir að í bókinni sé greint frá því hvernig Samherji og namibískir embættismenn hafi auðgast á kostnað namibísks almennings. 140 milljarða virði af hrossamakríl „Í bókinni er umfangsmikil greining á þessu hneykslismáli og hvernig það bar að. Það er mikilvægt fyrir almenning að nota þessa bók sem skapalón fyrir spillingarmál sem gætu komið upp í framtíðinni,“ sagði Amupadhi við kynningu bókarinnar. Grynberg lagði áherslu á að 14 milljarða namibíudollara virði af hrossamakríl sem hvarf í spillinguna hefði getað nýst til að takast á við félagsleg og efnahagsleg vandamál landsins, til að hjálpa fátækum Namibíumönnum. Það er um 140 milljarðar íslenskra króna. Stjórnina skorti viljann „Að mínu mati skortir ríkisstjórnina viljann til að takast á við fátækt og arfleið nýlendustefnunnar og aðskilnaðarstefnunnar,“ sagði Grynberg. Þá hvatti Immanuel almenning til þess að koma upp um spillingu og krefjast þess að gagnsæi og ábyrgð séu viðhöfð þegar um þjóðarauðlindir er að ræða. „Við vonum að bókin okkar varpi ljósi á þetta vandamál og hvetji fólk til að taka málin í sínar eigin hendur til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist í framtíðinni,“ sagði hann. Ekki fyrsta bókin Bókin er ekki sú fyrsta sem kemur út um málið. Árið 2019 skrifuðu Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson bókina Ekkert að fela: Á slóðum Samherja í Afríku. En þeir þrír unnu að umfjöllun um Samherjamálið fyrir sjónvarpsþáttinn Kveik á RÚV. Krafist var innköllunar á bók Kveiksmanna um Samherjamálið.Penninn Greint hefur verið frá því að starfsmenn Samherja hafi sent tölvupóst á framkvæmdastjóra Forlagsins, sem gaf bókina út, þar sem þess var krafist að bókin yrði innkölluð.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30