Hefur ekki rætt við þjálfarann sinn um hvort hann taki við íslenska landsliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2023 08:00 Janus Daði Smárason er leikmaður Kolstadþar sem hann leikur undir stjórn Christian Berge. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason var nokkuð sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í handbolta er liðið vann öruggan sigur gegn Ísrael í undankeppni EM síðastliðinn fimmtudag. Janus átti fínan leik fyrir Ísland gegn Ísrael og skoraði fjögur mörk, en hann undirbýr sig nú með liðinu fyrir leik liðsins gegn Eistlandi sem fram fer í dag. „Mér fannst við gera þetta bara nokkuð vel. Þetta var þolinmæðisvinna og þeir spiluðu ekkert sérstaklega hraðan handbolta. Við vorum bara nokkuð „pro“ og erum bara ánægðir. Það komu allir með framlag og þetta var bara gott,“ sagði Janus í samtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt“ Málefni íslenska handboltalandsliðsins hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið eins og svo oft áður. Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson kepptust við að birta skilaboðasendingar þeirra á milli og liðið er í raun án fastráðins þjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson var látinn fara í febrúar. Janus segir þetta þó ekki hafa haft áhrif á leikmenn liðsins. „Það er okkar hlutverk að æfa og taka á því og spila þessa leiki. Það er það eina sem við getum gert í kringum þessi mál og við erum að gera það vel hingað til. Það er bara leikur á morgun.“ „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt og ræddu það og þá er það bara búið. Maður sér fréttir hér og þar, en það er eitthvað sem við getum skoðað eftir helgi þegar þetta tímabil okkar er búið,“ bætti Janus við varðandi þjálfaramálin. Hefur ekki rætt við Berge Einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari íslenska landsliðsins er hinn norski Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins. Berge steðfesti áhuga frá Íslandi á dögunum, en greint var frá því hér á Vísi fyrir helgi að líklega væri Berge búinn að hafna starfinu. Janus þekkir vel til Berge. Hann þjálfari norska liðsins Kolstad, en Janus er leikmaður liðsins. Hann segist þó ekki hafa rætt við þjálfara sinn um íslenska landsliðið. „Nei,“ sagði Janus stuttorður, aðspurður að því hvort hann hafi rætt við Berge um málið. „Hann er toppþjálfari, en svo verður HSÍ að ákveða hvað þeir gera.“ Hann segist einnig ekki hafa mikla skoðun á því hvort verðandi landsliðsþjálfari verði íslenskur eða erlendur. Leikur dagsins geti flokkast sem skyldusigur Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistum í lokaleik undankeppni EM í dag, en sigur tryggir liðinu efsta sæti riðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið. Janus segir að það sé vel hægt að flokka leik dagsins sem skyldusigur. „Já það er alveg hægt að flokka það þannig, en við þurfum að hafa fyrir því. Það gerist ekkert sjálfkrafa eins og handboltinn hefur sýnt. Eistarnir voru mjög flottir á móti Tékkum núna í vikunni og eru með betra lið en þegar við mættum þeim í Eistlandi. Þannig að við þurfum að eiga hörkuleik ef við ætlum að vinna,“ sagði Janus. Klippa: Janus Daði fyrir leik Íslands og Eistlands Landslið karla í handbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Janus átti fínan leik fyrir Ísland gegn Ísrael og skoraði fjögur mörk, en hann undirbýr sig nú með liðinu fyrir leik liðsins gegn Eistlandi sem fram fer í dag. „Mér fannst við gera þetta bara nokkuð vel. Þetta var þolinmæðisvinna og þeir spiluðu ekkert sérstaklega hraðan handbolta. Við vorum bara nokkuð „pro“ og erum bara ánægðir. Það komu allir með framlag og þetta var bara gott,“ sagði Janus í samtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt“ Málefni íslenska handboltalandsliðsins hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið eins og svo oft áður. Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson kepptust við að birta skilaboðasendingar þeirra á milli og liðið er í raun án fastráðins þjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson var látinn fara í febrúar. Janus segir þetta þó ekki hafa haft áhrif á leikmenn liðsins. „Það er okkar hlutverk að æfa og taka á því og spila þessa leiki. Það er það eina sem við getum gert í kringum þessi mál og við erum að gera það vel hingað til. Það er bara leikur á morgun.“ „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt og ræddu það og þá er það bara búið. Maður sér fréttir hér og þar, en það er eitthvað sem við getum skoðað eftir helgi þegar þetta tímabil okkar er búið,“ bætti Janus við varðandi þjálfaramálin. Hefur ekki rætt við Berge Einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari íslenska landsliðsins er hinn norski Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins. Berge steðfesti áhuga frá Íslandi á dögunum, en greint var frá því hér á Vísi fyrir helgi að líklega væri Berge búinn að hafna starfinu. Janus þekkir vel til Berge. Hann þjálfari norska liðsins Kolstad, en Janus er leikmaður liðsins. Hann segist þó ekki hafa rætt við þjálfara sinn um íslenska landsliðið. „Nei,“ sagði Janus stuttorður, aðspurður að því hvort hann hafi rætt við Berge um málið. „Hann er toppþjálfari, en svo verður HSÍ að ákveða hvað þeir gera.“ Hann segist einnig ekki hafa mikla skoðun á því hvort verðandi landsliðsþjálfari verði íslenskur eða erlendur. Leikur dagsins geti flokkast sem skyldusigur Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistum í lokaleik undankeppni EM í dag, en sigur tryggir liðinu efsta sæti riðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið. Janus segir að það sé vel hægt að flokka leik dagsins sem skyldusigur. „Já það er alveg hægt að flokka það þannig, en við þurfum að hafa fyrir því. Það gerist ekkert sjálfkrafa eins og handboltinn hefur sýnt. Eistarnir voru mjög flottir á móti Tékkum núna í vikunni og eru með betra lið en þegar við mættum þeim í Eistlandi. Þannig að við þurfum að eiga hörkuleik ef við ætlum að vinna,“ sagði Janus. Klippa: Janus Daði fyrir leik Íslands og Eistlands
Landslið karla í handbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira