Snorri líklegastur til að taka við landsliðinu en draumastarfið hans gæti verið að losna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 13:46 Snorri Steinn Guðjónsson er líklegastur til að taka við íslenska karlalandsliðinu í handbolta samkvæmt Arnari Daða Arnarssyni og gestum hans í Handkastinu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Bjarni Fritzson og Logi Geirsson voru gestir Arnars Daða Arnarssonar í síðasta þætti af Handkastinu. Eins og gefur að skilja veltu þeir félagar fyrir sér hver yrði næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Þau eru þónokkur nöfnin sem hafa verið nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið í febrúar og þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa stýrt liðinu til bráðabirgða síðan þá. Íslenska liðið lék svo sinn síðasta leik undir stjórn Gunnars og Ágústs í gær er liðið vann öruggan sigur gegn Eistlandi í undankeppni EM. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti undanriðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Kristján Andrésson, Nicolej Krickau og Christian Berge eru nokkur af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Í síðustu viku fóru sögur á kreik um það að Berge væri að taka við liðinu og að Krickau yrði honum til aðstoðar, en nú virðist sem Berge sé búinn að hafna starfinu og HSÍ er því líklegast að leita annað. Ef marka má orð Arnars Daða, stjórnanda Handkastsins, er samtalið milli Snorra Steins Guðjónssonar og HSÍ nú virkt og þeir Bjarni Fritzson og Logi Geirsson eru sammála um það að Snorri sé líklegasti arftaki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Draumastarfið gæti verið að losna Þrátt fyrir að Snorri sé af mörgum talinn líklegastur til að taka við landsliðinu er þó ýmislegt sem gæti komið í veg fyrir að af því verði. Fyrir nokkru síðan fór af stað ákveðinn „þjálfarakapall“ þar sem að einn stjóri missir starfið sitt og í kjölfarið verða hrókeringar á markaðnum. Maik Machulla var látinn fara frá þýska stórliðinu Flensburg eftir að hafa verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2017. Flensburg er því án þjálfara eins og er, en margir búast við því að áðurnefndur Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, taki við liðinu á næstunni. Fari það svo að Krickau taki við Flensburg er þjálfarastaða GOG í Danmörku laus. Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu frá 2012 til 2014 og er mikils metinn innan félagsins. Hann gæti því heillast af því að taka við GOG og þá yrði HSÍ komið aftur á byrjunarreit í þjálfaraleit sinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur þeirra félaga um næsta landsliðsþjálfara Íslands hefjast eftir átta mínútur. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Þau eru þónokkur nöfnin sem hafa verið nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið í febrúar og þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa stýrt liðinu til bráðabirgða síðan þá. Íslenska liðið lék svo sinn síðasta leik undir stjórn Gunnars og Ágústs í gær er liðið vann öruggan sigur gegn Eistlandi í undankeppni EM. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti undanriðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Kristján Andrésson, Nicolej Krickau og Christian Berge eru nokkur af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Í síðustu viku fóru sögur á kreik um það að Berge væri að taka við liðinu og að Krickau yrði honum til aðstoðar, en nú virðist sem Berge sé búinn að hafna starfinu og HSÍ er því líklegast að leita annað. Ef marka má orð Arnars Daða, stjórnanda Handkastsins, er samtalið milli Snorra Steins Guðjónssonar og HSÍ nú virkt og þeir Bjarni Fritzson og Logi Geirsson eru sammála um það að Snorri sé líklegasti arftaki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Draumastarfið gæti verið að losna Þrátt fyrir að Snorri sé af mörgum talinn líklegastur til að taka við landsliðinu er þó ýmislegt sem gæti komið í veg fyrir að af því verði. Fyrir nokkru síðan fór af stað ákveðinn „þjálfarakapall“ þar sem að einn stjóri missir starfið sitt og í kjölfarið verða hrókeringar á markaðnum. Maik Machulla var látinn fara frá þýska stórliðinu Flensburg eftir að hafa verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2017. Flensburg er því án þjálfara eins og er, en margir búast við því að áðurnefndur Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, taki við liðinu á næstunni. Fari það svo að Krickau taki við Flensburg er þjálfarastaða GOG í Danmörku laus. Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu frá 2012 til 2014 og er mikils metinn innan félagsins. Hann gæti því heillast af því að taka við GOG og þá yrði HSÍ komið aftur á byrjunarreit í þjálfaraleit sinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur þeirra félaga um næsta landsliðsþjálfara Íslands hefjast eftir átta mínútur.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira