HSÍ Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. Handbolti 12.4.2025 09:00 Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Handbolti 11.4.2025 15:13 Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. Handbolti 11.4.2025 12:34 Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna. Innlent 10.4.2025 12:00 Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Innlent 9.4.2025 19:41 Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu. Handbolti 9.4.2025 10:30 Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Handbolti 9.4.2025 08:00 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Handbolti 8.4.2025 16:13 Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Handbolti 8.4.2025 14:36 „Ekki leika þennan leik“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Innlent 8.4.2025 13:47 Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, lítur framtíð Handboltapassans björtum augum. Kostnaður við passann var vanáætlaður um rúmar 30 milljónir á síðasta ári en áætlanir gera ráð fyrir því að tekjur í tengslum við hann næsta aukist næsta árið um þrjátíu og fjórar milljónir Handbolti 8.4.2025 10:00 Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, segir að það sé flókið verkefni og gæti verið erfitt að rétta af krefjandi fjárhagsstöðu sambandsins. Það sé verk þeirra sem standi að sambandinu að sjá til þess að það verði ekki gjaldþrota. Handbolti 8.4.2025 08:00 Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Handbolti 7.4.2025 12:31 „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. Handbolti 6.4.2025 21:00 „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Jón Halldórsson formaður HSÍ segir að sambandið hafi átt mjög góðar umræður við embætti ríkislögreglustjóra í tengslum við leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Engir áhorfendur verða á leikjunum tveimur sem fram fara í næstu viku. Handbolti 6.4.2025 19:53 Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael HSÍ hefur gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að leikir Íslands og Ísraels í undankeppni HM kvenna í handknattleik verði leiknir fyrir luktum dyrum. Þetta sé vegna tilmæla lögreglu. Handbolti 6.4.2025 17:19 Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. Handbolti 6.4.2025 09:32 Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Indverskt rottuhlaup hefur átt endurkomu í íslenska fjölmiðla þökk sé nýkjörnum formanni KKÍ, Kristni Albertssyni. Körfubolti 27.3.2025 13:02 Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Þórir Hergeirsson, sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar, hefur frá mörgu að segja og 1. mars heldur þessi frábæri þjálfari tvo áhugaverða fyrirlestra hér á Íslandi. Handbolti 27.2.2025 12:33 KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband. Fótbolti 19.2.2025 11:33 „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Jón Halldórsson ætlar að bjóða sig fram í formannsstól HSÍ. Hann telur nauðsynlegt að sameina hreyfinguna og horfa björtum augum á framtíðina. Rætt var við Jón í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Handbolti 12.2.2025 12:00 Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur tjáð sig um þá ákvörðun fráfarandi stjórnar Handknattleikssambands Íslands að ráða hann ekki sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Handbolti 10.2.2025 17:45 Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Ásgeir Jónsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar FH, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns Handknattleikssambands Íslands. Kosið verður á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Handbolti 9.2.2025 13:04 Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. Handbolti 9.2.2025 10:47 Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu. Handbolti 7.2.2025 08:02 Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Það verða stór tímamót hjá Handknattleikssambandi Íslands á næsta ársþingi því Guðmundur B. Ólafsson ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður HSÍ. Handbolti 6.2.2025 19:17 Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eða öllu heldur vinnubrögð HSÍ í síðustu þjálfaraleit sambandsins, voru til umræðu í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið HM var gert upp og mátti heyra að sérfræðingar þáttarins, allt fyrrverandi landsliðsmenn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar. Handbolti 6.2.2025 09:27 Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu. Handbolti 4.2.2025 08:03 Grein Morgunblaðsins til skammar Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar, íþróttablaðamanns hjá Morgunblaðinu, um Gunnar Magnússon til skammar. Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Sport 1.2.2025 15:26 Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Skoðun 1.2.2025 15:23 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. Handbolti 12.4.2025 09:00
Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Handbolti 11.4.2025 15:13
Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. Handbolti 11.4.2025 12:34
Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna. Innlent 10.4.2025 12:00
Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Innlent 9.4.2025 19:41
Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu. Handbolti 9.4.2025 10:30
Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Handbolti 9.4.2025 08:00
„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Handbolti 8.4.2025 16:13
Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Handbolti 8.4.2025 14:36
„Ekki leika þennan leik“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Innlent 8.4.2025 13:47
Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, lítur framtíð Handboltapassans björtum augum. Kostnaður við passann var vanáætlaður um rúmar 30 milljónir á síðasta ári en áætlanir gera ráð fyrir því að tekjur í tengslum við hann næsta aukist næsta árið um þrjátíu og fjórar milljónir Handbolti 8.4.2025 10:00
Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, segir að það sé flókið verkefni og gæti verið erfitt að rétta af krefjandi fjárhagsstöðu sambandsins. Það sé verk þeirra sem standi að sambandinu að sjá til þess að það verði ekki gjaldþrota. Handbolti 8.4.2025 08:00
Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Handbolti 7.4.2025 12:31
„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. Handbolti 6.4.2025 21:00
„Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Jón Halldórsson formaður HSÍ segir að sambandið hafi átt mjög góðar umræður við embætti ríkislögreglustjóra í tengslum við leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Engir áhorfendur verða á leikjunum tveimur sem fram fara í næstu viku. Handbolti 6.4.2025 19:53
Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael HSÍ hefur gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að leikir Íslands og Ísraels í undankeppni HM kvenna í handknattleik verði leiknir fyrir luktum dyrum. Þetta sé vegna tilmæla lögreglu. Handbolti 6.4.2025 17:19
Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. Handbolti 6.4.2025 09:32
Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Indverskt rottuhlaup hefur átt endurkomu í íslenska fjölmiðla þökk sé nýkjörnum formanni KKÍ, Kristni Albertssyni. Körfubolti 27.3.2025 13:02
Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Þórir Hergeirsson, sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar, hefur frá mörgu að segja og 1. mars heldur þessi frábæri þjálfari tvo áhugaverða fyrirlestra hér á Íslandi. Handbolti 27.2.2025 12:33
KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband. Fótbolti 19.2.2025 11:33
„Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Jón Halldórsson ætlar að bjóða sig fram í formannsstól HSÍ. Hann telur nauðsynlegt að sameina hreyfinguna og horfa björtum augum á framtíðina. Rætt var við Jón í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Handbolti 12.2.2025 12:00
Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur tjáð sig um þá ákvörðun fráfarandi stjórnar Handknattleikssambands Íslands að ráða hann ekki sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Handbolti 10.2.2025 17:45
Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Ásgeir Jónsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar FH, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns Handknattleikssambands Íslands. Kosið verður á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Handbolti 9.2.2025 13:04
Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. Handbolti 9.2.2025 10:47
Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu. Handbolti 7.2.2025 08:02
Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Það verða stór tímamót hjá Handknattleikssambandi Íslands á næsta ársþingi því Guðmundur B. Ólafsson ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður HSÍ. Handbolti 6.2.2025 19:17
Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eða öllu heldur vinnubrögð HSÍ í síðustu þjálfaraleit sambandsins, voru til umræðu í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið HM var gert upp og mátti heyra að sérfræðingar þáttarins, allt fyrrverandi landsliðsmenn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar. Handbolti 6.2.2025 09:27
Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu. Handbolti 4.2.2025 08:03
Grein Morgunblaðsins til skammar Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar, íþróttablaðamanns hjá Morgunblaðinu, um Gunnar Magnússon til skammar. Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Sport 1.2.2025 15:26
Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Skoðun 1.2.2025 15:23