Sport

Dag­skráin í dag: Þrír leikir í Bestu deild kvenna og úr­slitin ráðast í rimmu Vals og Þórs Þor­láks­hafnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvort liðið kemst í úrslit?
Hvort liðið kemst í úrslit? Vísir/Bára Dröfn

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Stórleikur dagsins er viðureign Íslandsmeistara Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.45 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti Þór Þorl. Um er að ræað oddaleik í einvígi liðanna en liðið sem fer með sigur af hólmi mætir Tindastól í úrslitum.

Að leik loknum, klukkan 22.00, er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.05 taka nýliðar FH á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Klukkan 21.15 eru Bestu mörkin á dagskrá. Þar verður 2. umferð Bestu deildar kvenna gerð upp.

Besta deildin

Stjarnan tekur á móti ÍBV í Bestu deild kvenna. Leikurinn verður sýndur á rás Bestu deildarinnar. Hefst útsending kl. 17.50.

Besta deildin 2

Tindastóll tekur á móti Breiðabliki í Bestu deild kvenna. Leikurinn verður sýndur á rás Bestu deildarinnar. Hefst útsending kl. 19.05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×