Máttur góðvildar í eigin garð Ingrid Kuhlman skrifar 4. maí 2023 08:00 Góðvild í eigin garð er hugtak innan jákvæðrar sálfræði sem vísar til þess að koma fram við sjálfan sig af mildi og hlýju, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum eða erfiðleikum. Að sögn Kristin Neff, sem er leiðandi fræðimaður og höfundur bóka um góðvild í eigin garð, felur hún í sér þrjá meginþætti: Sjálfsvinsemd: Að vera styðjandi og skilningsríkur gagnvart sjálfum sér frekar en að dæma eða gagnrýna sig. Sjálfsvinsemd þýðir að við viðurkennum að enginn er fullkominn og að öll gerum við mistök. Sammannleg reynsla: Að skilja að allir ganga í gegnum erfiðleika í lífinu og að við séum ekki ein í baráttunni. Að viðurkenna að þjáning er sammannleg reynsla getur hjálpað okkur við að finna fyrir meiri tengingu við aðra. Núvitund: Að vera til staðar og meðvitaður um tilfinningar sínar án þess að verða of gagntekinn af þeim. Núvitund gerir okkur kleift að fylgjast með hugsunum okkar og tilfinningum af forvitni án þess að leggja mat á eða dæma þær. Kostir þess að sýna sjálfum sér mildi, umhyggju og skilning Góðvild í eigin garð stuðlar að betri andlegri heilsu, vellíðan og persónulegum vexti. Rannsóknir hafa sýnt að góðvild í eigin garð dregur úr einkennum kvíða, þunglyndis og streitu. Þegar við komum vel fram við okkur sjálf eigum við auðveldara með að stjórna erfiðum tilfinningum og þróa heilbrigðari aðferðir til að takast á við þær. Einstaklingar sem koma fram við sig af mildi og umhyggju hafa auk þess tilhneigingu til að sýna seiglu þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Seiglan gerir þeim kleift að ná sér hraðar eftir mistök eða erfiðleika og takast betur á við hæðir og lægðir lífsins. Að sýna sjálfum sér góðvild ýtir einnig undir jákvæðar tilfinningar eins og hamingju, þakklæti og ánægju en þær vega upp á móti neikvæðum tilfinningum og stuðla að aukinni vellíðan. Góðvild í eigin garð snýst um að samþykkja sjálfan sig eins og maður er með öllum sínum göllum og takmörkunum. Þetta getur leitt til betra sjálfsmats og jákvæðari sjálfsmyndar. Einstaklingar sem sýna sjálfum sér góðvild eru líklegri til að vera styðjandi og skilningsríkir í samskiptum sínum við aðra. Þeir eru líka betur í stakk búnir til að takast á við ágreining og aðrar áskoranir í mannlegum samskiptum. Samkennd í eigin garð hvetur okkur til að læra af mistökum og þroskast. Hún stuðlar að vaxtarhugarfari og hjálpar til við að draga úr sjálfsgagnrýni og neikvæðu sjálfstali. Unsplash Erfitt að sýna sjálfum sér góðvild Þó að góðvild í eigin garð sé öflugt tæki til að auka vellíðan sem og almenn lífsgæði eigum við oft erfitt með að vera skilningsrík í eigin garð. Mörg okkar hafa gagnrýna innri rödd sem segir okkur að við séum ekki nógu góð eða að við eigum ekki skilið að fá skilning og samkennd. Fullkomnunarárátta getur einnig haft áhrif en þegar við setjum markið óeðlilega hátt getur okkur fundist eins og við eigum ekki skilið skilning og góðvild þegar við náum ekki settum markmiðum. Afleiðingarnar eru að við berjum okkur niður. Auk þess er mikil áhersla á árangur og sjálfstæði í okkar samfélagi og þá getur samkennd í eigin garð verið túlkuð sem merki um veikleika eða eftirlátssemi. Dæmi um velvild í eigin garð Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hvernig er hægt að sýna góðvild í eigin garð. Talaðu við sjálfan þig á sama blíða og styðjandi hátt og þú myndir gera við vin sem gengur í gegnum erfiða tíma, t.d. með því að segja við sjálfan þig: „Ég gerði mitt besta, það hlýtur að nægja. Ég geri bara betur næst.“ Ímyndaðu þér að þú skrifir sjálfum þér bréf eins og þú myndir skrifa góðum vini sem stendur andspænis erfiðleikum. Reyndu að sýna sömu umhyggju og skilning. Gefðu sjálfum þér faðmlag þegar þú finnur fyrir neikvæðum tilfinningum eða ert er að reyna að takast á við erfiðleika. Með því getur þú róað taugakerfið og dregið úr kvíða og streitu. Viðurkenndu að allir geri mistök og nýttu þau sem tækifæri til að vaxa og þroskast. Leyfðu þér að finna og tjá tilfinningar þínar frekar en að dæma þig fyrir þær. Æfðu núvitund til að öðlast aukinn skilning á sjálfum þér og taka sjálfan þig í sátt. Gerðu raunhæfar væntingar til sjálfs þín og viðurkenndu að það er í lagi að biðja um hjálp þegar þú þarft á henni að halda. Taktu þér tíma fyrir það sem veita þér gleði, eins og að fara í heitt bað, hlusta á góða tónlist eða fara í hressandi göngutúr. Æfðu fyrirgefningu, bæði í eigin garð og annarra, til að sleppa takinu af sársauka og líta fram á veginn með meiri samkennd og skilningi. Að læra að sýna sjálfum sér góðvild tekur tíma og æfingu. Mundu að góðvildí í eigin garð snýst ekki um að vera eftirlátssamur eða eigingjarn, heldur um að veita okkur sömu gæsku og umhyggju og við myndum veita góðum vin. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Góðvild í eigin garð er hugtak innan jákvæðrar sálfræði sem vísar til þess að koma fram við sjálfan sig af mildi og hlýju, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum eða erfiðleikum. Að sögn Kristin Neff, sem er leiðandi fræðimaður og höfundur bóka um góðvild í eigin garð, felur hún í sér þrjá meginþætti: Sjálfsvinsemd: Að vera styðjandi og skilningsríkur gagnvart sjálfum sér frekar en að dæma eða gagnrýna sig. Sjálfsvinsemd þýðir að við viðurkennum að enginn er fullkominn og að öll gerum við mistök. Sammannleg reynsla: Að skilja að allir ganga í gegnum erfiðleika í lífinu og að við séum ekki ein í baráttunni. Að viðurkenna að þjáning er sammannleg reynsla getur hjálpað okkur við að finna fyrir meiri tengingu við aðra. Núvitund: Að vera til staðar og meðvitaður um tilfinningar sínar án þess að verða of gagntekinn af þeim. Núvitund gerir okkur kleift að fylgjast með hugsunum okkar og tilfinningum af forvitni án þess að leggja mat á eða dæma þær. Kostir þess að sýna sjálfum sér mildi, umhyggju og skilning Góðvild í eigin garð stuðlar að betri andlegri heilsu, vellíðan og persónulegum vexti. Rannsóknir hafa sýnt að góðvild í eigin garð dregur úr einkennum kvíða, þunglyndis og streitu. Þegar við komum vel fram við okkur sjálf eigum við auðveldara með að stjórna erfiðum tilfinningum og þróa heilbrigðari aðferðir til að takast á við þær. Einstaklingar sem koma fram við sig af mildi og umhyggju hafa auk þess tilhneigingu til að sýna seiglu þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Seiglan gerir þeim kleift að ná sér hraðar eftir mistök eða erfiðleika og takast betur á við hæðir og lægðir lífsins. Að sýna sjálfum sér góðvild ýtir einnig undir jákvæðar tilfinningar eins og hamingju, þakklæti og ánægju en þær vega upp á móti neikvæðum tilfinningum og stuðla að aukinni vellíðan. Góðvild í eigin garð snýst um að samþykkja sjálfan sig eins og maður er með öllum sínum göllum og takmörkunum. Þetta getur leitt til betra sjálfsmats og jákvæðari sjálfsmyndar. Einstaklingar sem sýna sjálfum sér góðvild eru líklegri til að vera styðjandi og skilningsríkir í samskiptum sínum við aðra. Þeir eru líka betur í stakk búnir til að takast á við ágreining og aðrar áskoranir í mannlegum samskiptum. Samkennd í eigin garð hvetur okkur til að læra af mistökum og þroskast. Hún stuðlar að vaxtarhugarfari og hjálpar til við að draga úr sjálfsgagnrýni og neikvæðu sjálfstali. Unsplash Erfitt að sýna sjálfum sér góðvild Þó að góðvild í eigin garð sé öflugt tæki til að auka vellíðan sem og almenn lífsgæði eigum við oft erfitt með að vera skilningsrík í eigin garð. Mörg okkar hafa gagnrýna innri rödd sem segir okkur að við séum ekki nógu góð eða að við eigum ekki skilið að fá skilning og samkennd. Fullkomnunarárátta getur einnig haft áhrif en þegar við setjum markið óeðlilega hátt getur okkur fundist eins og við eigum ekki skilið skilning og góðvild þegar við náum ekki settum markmiðum. Afleiðingarnar eru að við berjum okkur niður. Auk þess er mikil áhersla á árangur og sjálfstæði í okkar samfélagi og þá getur samkennd í eigin garð verið túlkuð sem merki um veikleika eða eftirlátssemi. Dæmi um velvild í eigin garð Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hvernig er hægt að sýna góðvild í eigin garð. Talaðu við sjálfan þig á sama blíða og styðjandi hátt og þú myndir gera við vin sem gengur í gegnum erfiða tíma, t.d. með því að segja við sjálfan þig: „Ég gerði mitt besta, það hlýtur að nægja. Ég geri bara betur næst.“ Ímyndaðu þér að þú skrifir sjálfum þér bréf eins og þú myndir skrifa góðum vini sem stendur andspænis erfiðleikum. Reyndu að sýna sömu umhyggju og skilning. Gefðu sjálfum þér faðmlag þegar þú finnur fyrir neikvæðum tilfinningum eða ert er að reyna að takast á við erfiðleika. Með því getur þú róað taugakerfið og dregið úr kvíða og streitu. Viðurkenndu að allir geri mistök og nýttu þau sem tækifæri til að vaxa og þroskast. Leyfðu þér að finna og tjá tilfinningar þínar frekar en að dæma þig fyrir þær. Æfðu núvitund til að öðlast aukinn skilning á sjálfum þér og taka sjálfan þig í sátt. Gerðu raunhæfar væntingar til sjálfs þín og viðurkenndu að það er í lagi að biðja um hjálp þegar þú þarft á henni að halda. Taktu þér tíma fyrir það sem veita þér gleði, eins og að fara í heitt bað, hlusta á góða tónlist eða fara í hressandi göngutúr. Æfðu fyrirgefningu, bæði í eigin garð og annarra, til að sleppa takinu af sársauka og líta fram á veginn með meiri samkennd og skilningi. Að læra að sýna sjálfum sér góðvild tekur tíma og æfingu. Mundu að góðvildí í eigin garð snýst ekki um að vera eftirlátssamur eða eigingjarn, heldur um að veita okkur sömu gæsku og umhyggju og við myndum veita góðum vin. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun