Vonast til þess að afgerandi niðurstaða hafi áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2023 10:55 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. vísir/arnar Formaður BSRB segist ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fund bandalagsins með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í dag. Hún segir það ekki vera rétt að bandalagið hafi áður hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Í dag funduðu samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í fyrsta sinn síðan félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í fjórum bæjarfélögum samþykktu að ráðast í verkfallsaðgerðir um miðjan maímánuð. Tvær vikur eru síðan síðasti fundur var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún væri ekkert sérstaklega bjartsýn og ætti ekki von á miklu á fundinum í dag. „Ég auðvitað vonast til þess að þessi afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um aðgerðir hjá okkar félögum hafi áhrif en við verðum bara að sjá til,“ segir Sonja. Meginkrafa BSRB er að sveitarfélögin leiðrétti það sem þau kalla misrétti í launum þeirra félagsmanna. Starfsmenn í sömu störfum hjá öðrum sveitarfélögum séu með betri kjör. „Síðan erum við að horfa til þess að það þurfi að auka í fræðslu- og styrktarsjóði hjá okkar félögum. Svo eru okkar félagar að bera sig saman við félagsfólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg. Þau eru á hærri launum, til dæmis hjá leikskólum og í málefnum fatlaðs fólks. Þannig það þarf að leiðrétta það líka,“ segir Sonja. Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur vísað fullyrðingum BSRB um misrétti ítrekað á bug og segja bandalagið hafa hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Sonja segir að svo sé ekki. „Þau eru að vísa til þess að í síðustu kjarasamningsviðræðum hafi þau boðið þetta, en það er ágreiningur um það. Við erum ekki sammála því. Það var sannarlega rætt um mismunandi gildistíma en ekki að það kæmi til launahækkunar í janúar,“ segir Sonja. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Í dag funduðu samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í fyrsta sinn síðan félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í fjórum bæjarfélögum samþykktu að ráðast í verkfallsaðgerðir um miðjan maímánuð. Tvær vikur eru síðan síðasti fundur var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún væri ekkert sérstaklega bjartsýn og ætti ekki von á miklu á fundinum í dag. „Ég auðvitað vonast til þess að þessi afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um aðgerðir hjá okkar félögum hafi áhrif en við verðum bara að sjá til,“ segir Sonja. Meginkrafa BSRB er að sveitarfélögin leiðrétti það sem þau kalla misrétti í launum þeirra félagsmanna. Starfsmenn í sömu störfum hjá öðrum sveitarfélögum séu með betri kjör. „Síðan erum við að horfa til þess að það þurfi að auka í fræðslu- og styrktarsjóði hjá okkar félögum. Svo eru okkar félagar að bera sig saman við félagsfólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg. Þau eru á hærri launum, til dæmis hjá leikskólum og í málefnum fatlaðs fólks. Þannig það þarf að leiðrétta það líka,“ segir Sonja. Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur vísað fullyrðingum BSRB um misrétti ítrekað á bug og segja bandalagið hafa hafnað þeim samningi sem þau krefjast nú. Sonja segir að svo sé ekki. „Þau eru að vísa til þess að í síðustu kjarasamningsviðræðum hafi þau boðið þetta, en það er ágreiningur um það. Við erum ekki sammála því. Það var sannarlega rætt um mismunandi gildistíma en ekki að það kæmi til launahækkunar í janúar,“ segir Sonja.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00
Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00
Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. 26. apríl 2023 15:52