Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum segjum við frá átaki sem stjórnvöld ætla að ráðast í til að efla stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. 

Reyna á að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði en einnig að auka samfélagslega virkni ungs fólks sem hvorki er í vinnu né í námi.

Einnig fjöllum við um stórbrunann í Hafnarfirði í gærkvöldi þar sem Drafnar slippur brann til kaldra kola. 

Að auki verður rætt við formann BSRB um deilu þeirra við sveitarfélögin en að óbreyttu stefnir þar í verkföll. 

Þá fjöllum við um aðstöðuleysi á ferðamannastöðum og heyrum álit Ferðamálastofu á því að ekki sé viðunandi heilsugæsla á fjölförnustu stöðum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×