Markviss eyðilegging menntakerfisins? Gauti Kristmannsson skrifar 2. maí 2023 12:00 Menntakerfið er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, eitt af þeim mikilvægustu, leyfi ég mér að segja, því það stendur undir þeim mannauði sem skapar hér það samfélag sem við viljum búa í. En það á undir högg að sækja af mörgum, einkum þó pólitískum, ástæðum. Ein verstu pólitísku mistök síðari ára var ákvörðunin um að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Margir reyndir skólamenn og -konur mótmæltu þessu, en þetta átti að vera atvinnulífinu til góða, nemendur kæmu ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það hefur ekki gengið eftir, brottfall er mikið og sum taka sér frí eftir þriggja ára puð í framhaldsskóla. Hin koma verr undirbúin og óþroskaðri í háskóla. Það ýtir svo undir brottfall í háskólum. Núna eru heilu kynslóðirnar af drengjum ekki í háskólum. Það var því verr af stað farið en heima setið. Háskólakerfið hefur ekki farið varhluta af mistökum. Núna eru 6 háskólar í landinu, landi sem telur innan við 400 þúsund manns. Kjördæmapot og svokallaður einkarekstur hefur ýtt undir þetta, en einkareksturinn er í orði en ekki á borði því háskólarnir fá allir fé frá ríkinu og hinir „einkareknu“ geta svo innheimt skólagjöld í ofanálag. Ríkisrekinn einkarekstur. Málefni háskólanna hafa mikið verið í umræðu undanfarið, vanfjármögnun þeirra og fleiri mál. Ráðherra háskólamála hyggst bæta við fjármagni til þeirra og er það gott og blessað. En ráðherrann hyggst líka ákveða hvað háskólarnir kenna og telur sig vita best hvað fólk eigi að læra, svokallaðar „STEM“ greinar, sem áður voru kallaðar raungreinar, en orðið, eins og hugmyndafræðin, er innflutningur frá Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum, eins traustvekjandi og það nú er. Hið akademíska frelsi er þar með að engu haft og verður þar gríðarlega afturför að ræða. En hver veit hvaða fög er best að leggja stund á þegar gervigreindarvæðing samfélagsins fer fram? Námsgreinar sem tölvur geta leyst af, eins og til að mynda ýmsar raungreinar, eða námsgreinar þar sem gagnrýnin hugsun er kennd? Háskólar eru ekki einungis kennslustofnanir, heldur hafa þeir frá alda öðli verið samfélög þar sem nemendur og kennarar vinna í sameiningu að eflingu og viðhaldi þekkingar. Nú stendur til að undirlagi fjármálaráðuneytisins að breyta eðli þessa samfélags með því að ýta kennurum út af skrifstofum sínum í opin verkefnamiðuð rými, allt í nafni „ráðdeildar“. Reynslan hefur margoft sýnt að þetta leiðir aðeins til þess að fólk fer að vinna meira heima hjá sér og minna á vinnustaðnum. Þessi hugmyndafræði opinna rýma minnir á hugmyndir Jeremys Benthams um fangelsi, „Panopticon“, þar sem fangaverðir geta fylgst með föngum úr turnum án þess að sjást sjálfir. Franski heimspekingurinn Michel Foucault skrifaði fræga bók um þetta og sagði meðal annars að „valdið ætti að vera sýnilegt og óstaðfestanlegt“. Alltaf verði hægt að fylgjast með öllum án þess að þeir viti hver er að gera það. Þannig er vinna í opnum rýmum og þess vegna í skrifstofum með glerveggjum. Allt ber þetta að sama brunni, hið pólitíska vald vill ná tökum á frjálsri hugsun akademíunnar með því að gera hana að „útungunarstöð fyrir atvinnulífið“. Með sama áframhaldi brotnar þetta fjöregg þjóðarinnar endanlega. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Gauti Kristmannsson Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Menntakerfið er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, eitt af þeim mikilvægustu, leyfi ég mér að segja, því það stendur undir þeim mannauði sem skapar hér það samfélag sem við viljum búa í. En það á undir högg að sækja af mörgum, einkum þó pólitískum, ástæðum. Ein verstu pólitísku mistök síðari ára var ákvörðunin um að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Margir reyndir skólamenn og -konur mótmæltu þessu, en þetta átti að vera atvinnulífinu til góða, nemendur kæmu ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það hefur ekki gengið eftir, brottfall er mikið og sum taka sér frí eftir þriggja ára puð í framhaldsskóla. Hin koma verr undirbúin og óþroskaðri í háskóla. Það ýtir svo undir brottfall í háskólum. Núna eru heilu kynslóðirnar af drengjum ekki í háskólum. Það var því verr af stað farið en heima setið. Háskólakerfið hefur ekki farið varhluta af mistökum. Núna eru 6 háskólar í landinu, landi sem telur innan við 400 þúsund manns. Kjördæmapot og svokallaður einkarekstur hefur ýtt undir þetta, en einkareksturinn er í orði en ekki á borði því háskólarnir fá allir fé frá ríkinu og hinir „einkareknu“ geta svo innheimt skólagjöld í ofanálag. Ríkisrekinn einkarekstur. Málefni háskólanna hafa mikið verið í umræðu undanfarið, vanfjármögnun þeirra og fleiri mál. Ráðherra háskólamála hyggst bæta við fjármagni til þeirra og er það gott og blessað. En ráðherrann hyggst líka ákveða hvað háskólarnir kenna og telur sig vita best hvað fólk eigi að læra, svokallaðar „STEM“ greinar, sem áður voru kallaðar raungreinar, en orðið, eins og hugmyndafræðin, er innflutningur frá Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum, eins traustvekjandi og það nú er. Hið akademíska frelsi er þar með að engu haft og verður þar gríðarlega afturför að ræða. En hver veit hvaða fög er best að leggja stund á þegar gervigreindarvæðing samfélagsins fer fram? Námsgreinar sem tölvur geta leyst af, eins og til að mynda ýmsar raungreinar, eða námsgreinar þar sem gagnrýnin hugsun er kennd? Háskólar eru ekki einungis kennslustofnanir, heldur hafa þeir frá alda öðli verið samfélög þar sem nemendur og kennarar vinna í sameiningu að eflingu og viðhaldi þekkingar. Nú stendur til að undirlagi fjármálaráðuneytisins að breyta eðli þessa samfélags með því að ýta kennurum út af skrifstofum sínum í opin verkefnamiðuð rými, allt í nafni „ráðdeildar“. Reynslan hefur margoft sýnt að þetta leiðir aðeins til þess að fólk fer að vinna meira heima hjá sér og minna á vinnustaðnum. Þessi hugmyndafræði opinna rýma minnir á hugmyndir Jeremys Benthams um fangelsi, „Panopticon“, þar sem fangaverðir geta fylgst með föngum úr turnum án þess að sjást sjálfir. Franski heimspekingurinn Michel Foucault skrifaði fræga bók um þetta og sagði meðal annars að „valdið ætti að vera sýnilegt og óstaðfestanlegt“. Alltaf verði hægt að fylgjast með öllum án þess að þeir viti hver er að gera það. Þannig er vinna í opnum rýmum og þess vegna í skrifstofum með glerveggjum. Allt ber þetta að sama brunni, hið pólitíska vald vill ná tökum á frjálsri hugsun akademíunnar með því að gera hana að „útungunarstöð fyrir atvinnulífið“. Með sama áframhaldi brotnar þetta fjöregg þjóðarinnar endanlega. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun