Lífið

Diljá eftir fyrstu æfinguna: „Þetta var bara geðveikt“

Máni Snær Þorláksson skrifar
Fyrsta æfingin hjá íslenska hópnum fór fram í dag.
Fyrsta æfingin hjá íslenska hópnum fór fram í dag. EBU/Corinne Cumming

Diljá Pétursdóttir steig í fyrsta skipti á svið í Eurovision höllinni í Liverpool í dag. Um var að ræða fyrstu æfingu íslenska hópsins. Diljá segir æfinguna hafa gengið vel og að nú verði farið í að laga það sem gekk ekki.

„Það er verið að fara að laga ýmislegt, þetta er náttúrulega allt gert til þess að sjá hvað er hægt að bæta, þannig þetta verður bætt,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu en næsta æfing er á föstudaginn. Góð stemning er í hópnum eftir æfinguna. „Mér líður vel, okkur líður mjög vel.“

Diljá hefur áður talað um að hana hafi lengi dreymt að fá að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision. Nú er draumurinn að verða að veruleika en hún keppir í seinni undankeppninni á fimmtudaginn í næstu viku, þann 11. maí.

„Þetta var bara geðveikt, bara „pure joy“sko,“ segir Diljá um það að stíga á sviðið í Eurovision höllinni í fyrsta skiptið. Þetta hafi verið eins og hún ímyndaði sér. „Þetta var bara jafn awesome og ég bjóst við.“

Myndir af æfingunni má sjá hér fyrir neðan.

EBU/Corinne Cumming

EBU/Corinne Cumming

EBU/Corinne Cumming

EBU/Corinne Cumming

EBU/Corinne Cumming

EBU/Corinne Cumming

EBU/Corinne Cumming

EBU/Corinne Cumming





Fleiri fréttir

Sjá meira


×