Frumsýning: Fóru á listrænt flug á hárgreiðslustofunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. maí 2023 11:30 Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason, Þórður Sigurðsson og Jón Björn Ríkharðsson mynda hljómsveitina Rock Paper Sisters. Þeir frumsýna hér tónlistarmyndband eftir Villa Jóns við lagið With You. Saga Sig Þeir Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason, Þórður Sigurðsson og Jón Björn Ríkharðsson mynda hljómsveitina Rock Paper Sisters. Systurnar svokallaðar voru að klára sína fyrstu plötu eftir mikla vinnu og frumsýna hér listrænt tónlistarmyndband við fyrsta smellinn sinn With You. „Við erum búnir að vera lengi að safna í sarpinn og í heildina hljóðrituðum við um tuttugu grunna af lögum sem við skárum svo niður í tíu,“ segir Eyþór Ingi í samtali við blaðamann. Platan mun heita One In A Million en sveitin hefur nú sent frá sér tvö lög á allar helstu streymisveitur. Annað þeirra heitir í höfuðið á plötunni og hitt er With You. „Þar kveður við nýjan tón en þetta er rokkballaða í anda níunda áratugarins. Sumir hafa heyrt Jet Black Joe áhrif í laginu og aðrir hafa gengið svo langt að spyrja hvort Palli Rós sé nokkuð að syngja bakraddir,“ segir Eyþór Ingi. Hér má sjá tónlistarmyndbandið sem er eftir Villa Jóns: Klippa: Rock Paper Sisters - With You Eyþór Ingi segir að tónlistarmyndbandið hafi þróast á mjög skemmtilegan hátt. „Ég sat einfaldlega í rakstri hjá Villa vini mínum á Slippnum á Laugavegi. Þar drukkum við kaffi eins og vanalega og blöðruðum út í eitt eftir snyrtinguna. Ég leyfði honum að heyra lagið og hann sýndi mér mynd sem hann hafði teiknað sem mér þótti passa vel við síngúlinn. Hann er nefnilega afburða listamaður. Saman fórum við svo á flug og áður en ég vissi af vorum við búnir að hanna sjónrænt teiknimyndband fyrir lagið í hausnum á okkur. Villi lætur verkin tala og fór strax í málið. Honum er margt til lista lagt og er ég honum ótrúlega þakklátur fyrir skemmtilegt samstarf sem á bara eftir að vinda upp á sig.“ View this post on Instagram A post shared by Villi Jóns (@villi_jons) Platan er væntanleg á vínyl í haust og mun sveitin samhliða útgáfunni standa fyrir litlum útgáfutónleika túr. Rock Paper Sisters á æfingu.Villi Jóns Meðlimir sveitarinnar lifa allir viðburðaríku lífi og segja þeir það oft hafa verið þrautin þyngri að koma mönnum saman. Því hefur efnið verið í töluverðan tíma í vinnslu. „Við erum alveg ótrulega stoltir af þessari plötu. Hún markar ákveðin vatnaskil innan sveitarinnar, þar sem að við erum að þroskast sem band og smátt og smátt finna okkur sem hljómsveit,“ segja þessir tónlistarmenn. View this post on Instagram A post shared by Rock Paper Sisters (@rockpapersisters_official) Eyþór Ingi hljóðritaði og stýrði upptökum. Magnús Árni Øder mixaði og Gavin Lurssen masteraði plötuna en hann hefur masterað fyrir tónlistarfólk á borð við Robert Plant, Foo Fighters og Queens of The Stone Age. Hér má hlusta á Rock Paper Sisters á streymisveitunni Spotify. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Allt varð vitlaust þegar Eyþór og Sigga tóku Stjórnarsyrpu og sá síðhærði sá ekki textann Kvöldstund með Eyþóri Inga var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttunum flytur Eyþór skemmtilega smelli ásamt stórsveit og fær einnig til sín gest sem aðstoðar hann á sviðinu. 29. apríl 2023 20:00 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum búnir að vera lengi að safna í sarpinn og í heildina hljóðrituðum við um tuttugu grunna af lögum sem við skárum svo niður í tíu,“ segir Eyþór Ingi í samtali við blaðamann. Platan mun heita One In A Million en sveitin hefur nú sent frá sér tvö lög á allar helstu streymisveitur. Annað þeirra heitir í höfuðið á plötunni og hitt er With You. „Þar kveður við nýjan tón en þetta er rokkballaða í anda níunda áratugarins. Sumir hafa heyrt Jet Black Joe áhrif í laginu og aðrir hafa gengið svo langt að spyrja hvort Palli Rós sé nokkuð að syngja bakraddir,“ segir Eyþór Ingi. Hér má sjá tónlistarmyndbandið sem er eftir Villa Jóns: Klippa: Rock Paper Sisters - With You Eyþór Ingi segir að tónlistarmyndbandið hafi þróast á mjög skemmtilegan hátt. „Ég sat einfaldlega í rakstri hjá Villa vini mínum á Slippnum á Laugavegi. Þar drukkum við kaffi eins og vanalega og blöðruðum út í eitt eftir snyrtinguna. Ég leyfði honum að heyra lagið og hann sýndi mér mynd sem hann hafði teiknað sem mér þótti passa vel við síngúlinn. Hann er nefnilega afburða listamaður. Saman fórum við svo á flug og áður en ég vissi af vorum við búnir að hanna sjónrænt teiknimyndband fyrir lagið í hausnum á okkur. Villi lætur verkin tala og fór strax í málið. Honum er margt til lista lagt og er ég honum ótrúlega þakklátur fyrir skemmtilegt samstarf sem á bara eftir að vinda upp á sig.“ View this post on Instagram A post shared by Villi Jóns (@villi_jons) Platan er væntanleg á vínyl í haust og mun sveitin samhliða útgáfunni standa fyrir litlum útgáfutónleika túr. Rock Paper Sisters á æfingu.Villi Jóns Meðlimir sveitarinnar lifa allir viðburðaríku lífi og segja þeir það oft hafa verið þrautin þyngri að koma mönnum saman. Því hefur efnið verið í töluverðan tíma í vinnslu. „Við erum alveg ótrulega stoltir af þessari plötu. Hún markar ákveðin vatnaskil innan sveitarinnar, þar sem að við erum að þroskast sem band og smátt og smátt finna okkur sem hljómsveit,“ segja þessir tónlistarmenn. View this post on Instagram A post shared by Rock Paper Sisters (@rockpapersisters_official) Eyþór Ingi hljóðritaði og stýrði upptökum. Magnús Árni Øder mixaði og Gavin Lurssen masteraði plötuna en hann hefur masterað fyrir tónlistarfólk á borð við Robert Plant, Foo Fighters og Queens of The Stone Age. Hér má hlusta á Rock Paper Sisters á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Allt varð vitlaust þegar Eyþór og Sigga tóku Stjórnarsyrpu og sá síðhærði sá ekki textann Kvöldstund með Eyþóri Inga var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttunum flytur Eyþór skemmtilega smelli ásamt stórsveit og fær einnig til sín gest sem aðstoðar hann á sviðinu. 29. apríl 2023 20:00 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Allt varð vitlaust þegar Eyþór og Sigga tóku Stjórnarsyrpu og sá síðhærði sá ekki textann Kvöldstund með Eyþóri Inga var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttunum flytur Eyþór skemmtilega smelli ásamt stórsveit og fær einnig til sín gest sem aðstoðar hann á sviðinu. 29. apríl 2023 20:00