Erlent

Fyrst­i leið­tog­a­fund­ur Norð­ur­land­a eft­ir inn­göng­u Finn­a í NATO

Samúel Karl Ólason skrifar
Heimir Már Pétursson og Andrés Magnússon í Helsinki.
Heimir Már Pétursson og Andrés Magnússon í Helsinki.

Forseti Finnlands og forsætisráðherrar hinna Norðurlandanna koma á morgun saman í Helsinki til fyrsta sameiginlegs fundar þeirra frá því Finnar urðu formlega aðilar að NATO hinn 4. apríl. Þá er unnið að myndun nýrrar samsteypustjórnar hægri flokka í landinu.

Þessi stjórn yrði nokkuð óhefðbundin og er af mörgum talin líkleg til að verða hægri sinnaðasta ríkisstjórn Finnlands.

Andrés Magnússon, blaðamaður, sem er staddur í Helsinki, segir Finna ekki ana að neinu. Langt sé liðið frá kosningum og þeir ætli að gefa sér mánuð í núverandi stjórnarviðræður.

Rætt var við Andrés í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann sagði að innflytjendamálin myndu reynast erfið í viðræðunum. Flokkurinn Sannir Finnar vilji gera innflytjendum erfitt að fara til Finnlands. Aðrir vilja gera það auðveldara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×