Ósýnilegu láglaunakonurnar Agnieszka Ewa Ziółkowska skrifar 3. maí 2023 11:30 Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur. Hún var ekki sú eina. Þau eru mörg sem verða undir þegar þau reyna að verja réttindi sín og kjör, fyrst ein síns liðs, sum leita réttar síns, önnur gefast upp, vegna þess að þau eru ráðalaus. Þau eru ósýnileg. Þau eru láglaunafólk, gjarnan af erlendum uppruna, eiga erfitt með íslensku, eru valdalaus og hlunnfarin. Og þau eru mörg. Fyrir hundrað árum gekk reykvískt verkafólk 1. maí göngu í fyrsta sinn, árið 1923. Gengið var frá Vonarstræti og upp í Þingholtin og þaðan að Laugavegi og aftur niður brekkuna. Hvað vildu þau, þessar langömmur, eða langalangömmur okkar og afar, eða réttara sagt ykkar, því mínir forfeður höfðu á þessum degi gengið 1. maí göngu í 33 ár áður en 1. maí ganga var gengin í fyrsta sinn á Íslandi. Hverjar voru kröfurnar? Þær eru kunnuglegar: styttri vinnutími betra húsnæði („engar kjallarakompur samþykktar!“, var ekki Kveikur að sýna okkur einmitt þær um daginn?) engan tekjuskatt á lágmarkslaun. Lífsaðstæður okkar og kjör hafa batnað. Verkafólk hefur skipulagt sig og staðið saman, framan af síðustu öld hafði verkalýðshreyfingin á að skipa bæði alþýðusambandi og alþýðuflokki, við börðumst á götunni, við samningaborðið og á alþingi. Lög voru sett um vinnutíma, vinnuvernd, almannatryggingar, sjúkratryggingar, lífeyriskerfi, og margt annað. Stóru málin hnikuðust áfram, saga hreyfingarinnar er mörkuð glæstum sigrum og framförum. Í það heila tekið. En það er ekki allt sem sýnist. Ísland hefur breyst, okkur hefur fjölgað og við erum öðruvísi. Það sem hefur ekki breyst er samstaðan, gildi hennar, mikilvægi og þýðing. Atvinnurekendur og kapítalistar eiga pening. Við eigum samstöðu. Hún er okkar auður og vald. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar er vel sýnileg okkur öllum, við vitum hvað þau heita og hvernig þau líta út. Svo eru aðrir sem við vitum ekkert um. Varðveitum samstöðuna, en berjumst fyrir þau ósýnilegu Varðveitum samstöðuna, en gleymum ekki valdalausu láglaunakonunum Varðveitum samstöðuna, og gerum baráttu valdalausra láglaunakvenna að okkar baráttu! Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Höfundur var varaformaður Eflingar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur. Hún var ekki sú eina. Þau eru mörg sem verða undir þegar þau reyna að verja réttindi sín og kjör, fyrst ein síns liðs, sum leita réttar síns, önnur gefast upp, vegna þess að þau eru ráðalaus. Þau eru ósýnileg. Þau eru láglaunafólk, gjarnan af erlendum uppruna, eiga erfitt með íslensku, eru valdalaus og hlunnfarin. Og þau eru mörg. Fyrir hundrað árum gekk reykvískt verkafólk 1. maí göngu í fyrsta sinn, árið 1923. Gengið var frá Vonarstræti og upp í Þingholtin og þaðan að Laugavegi og aftur niður brekkuna. Hvað vildu þau, þessar langömmur, eða langalangömmur okkar og afar, eða réttara sagt ykkar, því mínir forfeður höfðu á þessum degi gengið 1. maí göngu í 33 ár áður en 1. maí ganga var gengin í fyrsta sinn á Íslandi. Hverjar voru kröfurnar? Þær eru kunnuglegar: styttri vinnutími betra húsnæði („engar kjallarakompur samþykktar!“, var ekki Kveikur að sýna okkur einmitt þær um daginn?) engan tekjuskatt á lágmarkslaun. Lífsaðstæður okkar og kjör hafa batnað. Verkafólk hefur skipulagt sig og staðið saman, framan af síðustu öld hafði verkalýðshreyfingin á að skipa bæði alþýðusambandi og alþýðuflokki, við börðumst á götunni, við samningaborðið og á alþingi. Lög voru sett um vinnutíma, vinnuvernd, almannatryggingar, sjúkratryggingar, lífeyriskerfi, og margt annað. Stóru málin hnikuðust áfram, saga hreyfingarinnar er mörkuð glæstum sigrum og framförum. Í það heila tekið. En það er ekki allt sem sýnist. Ísland hefur breyst, okkur hefur fjölgað og við erum öðruvísi. Það sem hefur ekki breyst er samstaðan, gildi hennar, mikilvægi og þýðing. Atvinnurekendur og kapítalistar eiga pening. Við eigum samstöðu. Hún er okkar auður og vald. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar er vel sýnileg okkur öllum, við vitum hvað þau heita og hvernig þau líta út. Svo eru aðrir sem við vitum ekkert um. Varðveitum samstöðuna, en berjumst fyrir þau ósýnilegu Varðveitum samstöðuna, en gleymum ekki valdalausu láglaunakonunum Varðveitum samstöðuna, og gerum baráttu valdalausra láglaunakvenna að okkar baráttu! Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Höfundur var varaformaður Eflingar, stéttarfélags.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun