Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 13:27 Roman Prótasevits var handtekinn í flugvél Ryanair í maí 2021. Vísir/EPA Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. Handtaka Romans Protasevich vakti heimsathygli þegar flugvél Ryanair, sem hann var um borð í og var á leið frá Aþenu til Litháen, var látin lenda í Hvíta-Rússlandi 23. maí 2021. Hann og kærasta hans Sofía Sapega voru handtekin um borð í vélinni. Protasevich var eftirlýstur vegna mótmæla sem hann skipulagði gegn Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Frá handtöku þeirra hafa stjórnvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi. Marga grunar að parið hafi verið neytt til að lesa upp yfirlýsingarnar. Í viðtali hrósaði Protasevich til að mynda Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans og sagðist hafa haft ranga skoðun á forsetanum. Mál Protasevich varð til þess að hvítrússneskum flugfélögum var bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Það bann er enn í gildi. Þá var gripið til harðra viðskipta- og efnahagsþvingana gegn landinu. Lúkasjenka hefur setið á forsetastóli í Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994 og eru vísbendingar um að Lúkasjenka og stuðningsmenn hans hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja að hann héldi völdum þegar forsetakosningar voru haldnar árið 2020. Ítarleg umfjöllun Vísis um forsetakosningarnar, aðdraganda þeirra og það sem fylgdi á eftir má lesa hér: Protasevich var í dag sakfelldur af héraðsdómi í Minsk fyrir ýmsa glæpi í tengslum við störf hans sem blaðamaður og ristjóri Nexta, fréttarásar á samfélagsmiðlinum Discord, sem var mjög gagnrýnin á stjórn Lúkasjenka. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var að skipuleggja fjöldamótmæli og óeirðir, fyrir að tala fyrir viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi, fyrir að stofna og leiða öfgasamtök og fyrir að skipuleggja valdarán. Sofía Sapega, kærasta Protasevich, var í maí í fyrra sakfelld fyrir að stuðla að óeiningu og var dæmd í sex ára fangelsi fyrir. Þá var Stepan Putilo, sem stofnaði Nexta með Protasevich á sínum tíma, dæmdur í tuttugu ára fangelsi í gær. Putilo er þó í útlegð í Póllandi. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Handtaka Romans Protasevich vakti heimsathygli þegar flugvél Ryanair, sem hann var um borð í og var á leið frá Aþenu til Litháen, var látin lenda í Hvíta-Rússlandi 23. maí 2021. Hann og kærasta hans Sofía Sapega voru handtekin um borð í vélinni. Protasevich var eftirlýstur vegna mótmæla sem hann skipulagði gegn Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Frá handtöku þeirra hafa stjórnvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi. Marga grunar að parið hafi verið neytt til að lesa upp yfirlýsingarnar. Í viðtali hrósaði Protasevich til að mynda Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans og sagðist hafa haft ranga skoðun á forsetanum. Mál Protasevich varð til þess að hvítrússneskum flugfélögum var bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Það bann er enn í gildi. Þá var gripið til harðra viðskipta- og efnahagsþvingana gegn landinu. Lúkasjenka hefur setið á forsetastóli í Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994 og eru vísbendingar um að Lúkasjenka og stuðningsmenn hans hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja að hann héldi völdum þegar forsetakosningar voru haldnar árið 2020. Ítarleg umfjöllun Vísis um forsetakosningarnar, aðdraganda þeirra og það sem fylgdi á eftir má lesa hér: Protasevich var í dag sakfelldur af héraðsdómi í Minsk fyrir ýmsa glæpi í tengslum við störf hans sem blaðamaður og ristjóri Nexta, fréttarásar á samfélagsmiðlinum Discord, sem var mjög gagnrýnin á stjórn Lúkasjenka. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var að skipuleggja fjöldamótmæli og óeirðir, fyrir að tala fyrir viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi, fyrir að stofna og leiða öfgasamtök og fyrir að skipuleggja valdarán. Sofía Sapega, kærasta Protasevich, var í maí í fyrra sakfelld fyrir að stuðla að óeiningu og var dæmd í sex ára fangelsi fyrir. Þá var Stepan Putilo, sem stofnaði Nexta með Protasevich á sínum tíma, dæmdur í tuttugu ára fangelsi í gær. Putilo er þó í útlegð í Póllandi.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21